Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 26
Verðlistans getið í minningargreinum Kvenfataverslunin Verðlistinn naut mikilla vinsælda þau 54 ár sem hún var starfandi. Margar konur vildu hvergi annars staðar kaupa föt. Í upphafi óku eigendurnir um landið tvisvar á ári og seldu föt. H jónin Erla Wigelund kaupmaður og Krist-ján Kristjánsson tón- listarmaður stofnuðu fata- verslunina Verðlistann árið 1965. Upphaflega var um eiginlegan verðlista að ræða þar sem fólk pantaði fötin eftir að hafa skoðað listann, en vegna mikillar velgengni ákváðu þau að opna verslun. Allt til síðasta dags var mikið að gera í Verðlistanum en Erla Sigurðardóttir kaup- maður, barnabarn Erlu og Kristjáns, keypti búðina á sínum tíma og sagði í samtali við Morgunblaðið þann 14. ágúst 2019, síðasta opnunar- dag verslunarinnar, að hún hefði að undanförnu heyrt í fjölda kvenna sem hörmuðu mjög fyrirhugaða lokun. „Síðustu daga hef ég fengið óteljandi símtöl frá konum hér í Reykjavík og víða af landinu sem gráta að við séum að loka versluninni. Hér hafi þær allt- af fengið fötin sem þær vanti og nú viti þær ekki hvert þær geti snúið sér,“ sagði hún. Hugmynd frá New York Erla Wigelund lést 22. febrúar síðastliðinn á Hrafnistu Laug- arási í Reykjavík. Hún var þá 92 ára að aldri. Kristján, eiginmaður hennar, lést 2008. Hún stóð vaktina í Verð- listanum allt til ársins 2014 og var hún í stóru viðtali í Fréttatímanum 2011 þegar Verðlistinn hafði starfað í tæp 46 ár. Þar rifjaði hún upp aðdragandann að stofnun verslunarinnar. „Kristján hafði stundað nám við í Juilliard-tónlistar- skólanum í New York og þar varð hann hrifinn af verð- listum sem voru auðvitað al- gengir þar. Hann hafði fulla trú á að slíkir verðlistar gætu hentað hér heima í strjálbýl- inu og við fórum því af stað, fengum heilmikið af fötum hjá íslenskum fyrirtækjum eins og Feldinum, Gefjuni og Lífstykkjabúðinni og vorum líka með húsgögn og hljóð- færi. Við létum svo prenta fallegan lista og sendum um allt land.“ Eins og heitar lummur Erla segir Verðlistanum hafa verið gríðarlega vel tekið og að margir hafi pantað. „Það var samt ekki nóg til að hægt væri að hafa af því lifibrauð. Ég keypti því stationbíl, fyllti hann af varningi og lagði af stað út á land. Kristján var ekki hættur að spila þá, en þegar hann hætti alveg keypt- um við stóran bíl og fórum að panta vörur frá útlöndum, aðallega Bretlandi til að byrja með. Fram að því höfðum við verið með vörur í umboðssölu frá íslenskum fyrirtækjum. Kristján var með stóra skápa fulla af herrafatnaði sem rauk út eins og heitar lummur. Það var eins og alla karla úti á landi vantaði föt,“ sagði hún og bætti hlæjandi við að Kristjáni hefði verið sérlega lagið að taka mál af konum þegar þær vanhagaði um eitt- hvað úr Lífstykkjabúðinni. Dætur tóku við af mæðrunum Á stationbílnum fóru þau um landið tvisvar á ári, vor og haust, og seldu fatnað. Þau tóku félagsheimili á leigu að jafnaði í tvo til þrjá daga á hverjum stað og mynduðu sterk tengsl við fólk um allt land. Þessi ferðalög stóðu yfir í þrjú ár, allt þar til Verðlist- inn var opnaður á Laugalæk í Reykjavík. Þau hjónin bjuggu þá á Laugalæk og voru tveir rak- arar að byggja þar hús sem átti að hýsa hárgreiðslustofu, fiskbúð og verslun. Í viðtalinu í Fréttatímanum segir Erla að þau hafi átt marga fastakúnna og þegar sumir þeirra féllu frá tækju afkomendurnir við. Að versla í Verðlistanum var því hluti af lífsstíl sem erfðist á milli kynslóða. Hún rifjar upp að Verðlist- ans hafi meira að segja verið getið í minningargreinum fastakúnna. „Það er ekki óal- gengt í minningargreinum um konur af landsbyggðinni að minnst sé á ferðir þeirra í höfuðborgina og ítrekað að þeim þótti ekkert gaman í þessum ferðum nema koma við í Verðlistanum.“ Náðu varla að taka upp úr kössunum Í tímaritinu Frjálsri verslun 2003 var fjallað um versl- anir með sögu. Var þar meðal annars fjallað um Vinnufata- búðina sem þá var 62 ára, Melabúðina sem var 48 ára og Verðlistann sem þarna var 38 ára. Þorbjörg Kristjánsdóttir, dóttir Erlu og Kristjáns, sá þá um reksturinn og hafði lengi starfað þar. Hún sagði versl- unina strax hafa slegið í gegn. „Þetta var alveg stórkost- legt, eftirspurnin var svo mikil að við náðum varla að taka vörurnar upp úr köss- unum en það voru auðvitað svo fáar fatabúðir í Reykjavík á þeim árum,“ sagði Þorbjörg. Á þessum tíma var mesta eftirspurnin eftir fötum fyrir konur á miðjum aldri þó að ungar konur kæmu líka og keyptu sér fatnað, til að mynda vandaðan útskriftar- fatnað. Þá sagði Þorbjörg staðsetninguna skipta miklu upp á hversu farsæll rekst- urinn hefði verið, en leigan væri lægri utan verslunar- miðstöðva, þarna væru næg bílastæði auk þess sem fasta- kúnnarnir frá ferðum Erlu og Kristjáns um landið skipuðu enn stóran sess. n LAUGA- LÆKUR V e r s l u n i n s t ó ð v i ð Laugalæk í Reykjavík. TÖFF Í TAUINU Auglýsing úr Vikunni frá 1973. 26 FÓKUS 26. FEBRÚAR 2021 DV TÍMAVÉLIN Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Mæðgurnar Þorbjörg Krist- jánsdóttir og Erla Wigelund í Frjálsri verslun 2003. MYNDIR/ TIMARIT.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.