Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Jarðskjálftar og órói Reykjanesið hefur heldur betur minnt á sig í vikunni með líf- legri jarðskjálftahrinu og vísbendingum um að eldgos sé að hefjast. Rúmlega 11 þúsund jarðskjálftar hafa mælst í liðinni viku og sérfræðingarnir á Veðurstofu Íslands eiga fullt í fangi með að staðfesta skjálftana. Vel hefur fundist fyrir stærri skjálftunum á höfuðborgarsvæðinu, svo mikið að fólk er farið að kvarta undan jarðskjálftaþreytu. Veðurstofan sagði á mið- vikudag að óróapúls hefði mælst, en slíkt sé gjarnan undan- fari eldgoss. Ekki er talið að eldgos á þessu svæði verði lang- varandi, líklega um vika, en þetta gæti markað upphafið að keðjuverkandi gosum á landinu. Farbann vegna Rauðgerðismáls Anton Kristinn Þórarinsson athafnamaður hefur verið leystur úr haldi vegna rannsóknar á manndrápinu í Rauðagerði. Hon- um hefur hins vegar verið gert að sæta farbanni til 30. mars. Fimm karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hefur fjórum verið gert að sæta farbanni. Konur áhyggjufullar Eftir að skimun eftir leghálskrabbameini fluttist til heilsu- gæslunnar geta konur ekki óskað eftir frumurannsókn. HPV- neikvæð krabbamein munu því ekki finnast við skimum 30 ára og eldri. Hjá Krabbameinsleitarstöðinni var HPV-veirumæl- ing gerð í kjölfar frumurannsóknar en nú hefur þessu verið snúið við. Konur eru mældar fyrir HPV og aðeins er farið í frumuskoðun ef sýni er HPV-jákvætt. Tíðni HPV-neikvæðra krabbameina er talin vera um fimm prósent. Einnig hefur komið fram að meinafræðideild Landspítalans geti rannsakað leghálssýni, en ekki hafi verið óskað eftir því. Sýnin eru sem stendur send úr landi til greiningar. Jólasímtal Áslaugar áfram í kastljósi Símtal Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráð- herra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er áfram til umræðu. Áslaug segist ekki hafa brotið neinar verklags- reglur með símtalinu, sem raunar voru tvö og áttu sér stað í kjölfar dagbókarfærslu lögreglu um að Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra, hefði verið viðstaddur meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Kveðst hún hafa hringt vegna ítrekaðra fyrirspurna fjölmiðla til hennar sem hún hafi þurft að svara. Hún bætti þó við að í kjölfarið hafi hún ákveðið að svara fjölmiðlum ekki. Mygla í Fossvogi Foreldrar barna í Fossvogsskóla gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir upplýsinga- og aðgerðaleysi vegna myglu sem fannst í skólanum. Sumir foreldrar eru hættir að senda börn sín í skólann. Samkvæmt skýrslu sem birtist í síðustu viku fundust vafasamar sveppategundir í húsnæðinu jafnvel þó að á fimmta hundrað milljónum hafi verið varið til úrbóta á húsnæðinu frá því að mygla kom fyrst upp árið 2019. Skólinn er enn opinn og hefur það verið gagnrýnt harðlega. Óánægja með rafíþróttamót Frjálsíþróttafólk í Reykjavík sem stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó er óánægt með að stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verði haldið í Laugardals- höll í maí. Mótið mun taka sex vikur og missir frjálsíþróttafólk æfingaaðstöðu sína yfir þann tíma. Mótið var skipulagt með milligöngu Íslandsstofu sem kom leikjaframleiðandanum Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúningi mótsins, en Rafíþróttasamband Íslands segir það gífurlega viðurkenningu að svona stór við- burður fari fram hér á landi. 1 Ungt par var með réttu tölurnar í lottóinu – Þetta er ástæðan fyrir því að þau fá ekki 32 milljarða Par á Englandi missti af stóra vinningnum því ekki hafði verið innistæða á reikningi þeirra fyrir áskriftinni. 2 Anton Kristinn laus úr gæsluvarðhaldi – Lögmaður blæs á kjaftasögurnar Anton Kristinn Þórarinsson er með stöðu sakbornings í Rauðagerðismálinu. 3 Nýja kynlífstískan sem ætti að vera ólögleg – „Ljósin voru slökkt, en ég vissi strax að það var enginn smokkur“ Karlmenn eru farnir að stunda það að fjarlægja smokk í samförum án samþykkis. 4 Bríet ætlaði að fá Bubba til að syngja með sér „Esjan“ en hætti við – Þetta er ástæðan Bríet var hrædd um að fólk myndi halda að Bubbi hefði samið lagið. 5 Útvarpsstjóri segir klám-fengið tíst tilefni 30 sek- úndna tafa á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið Klámfengið tíst birtist í beinni útsendingu á Vikunni með Gísla Marteini. 6 Guðrún eyddi Tinder eftir hræðilegt stefnumót með forstjóranum – „Þá skildi ég af hverju hann var alltaf með lokaðan munn á myndum“ Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir, blaðamaður Mannlífs, sagði frá slæmum stefnu- mótum í pistli. 7 Alræmdur alkóhólisti dott-inn í það á nýjan leik – „Ég ræð mjög vel við drykkjuna núna og nýt lífsins“ Paul Gascoigne, einn besti knattspyrnumaður sem England hefur alið af sér, er dottinn aftur í það eftir langa baráttu við Bakkus. 8 Hélt að hún væri að góma eiginmanninn með annarri konu – Raunveruleikinn átti eftir að koma henni rækilega á óvart Kona í Bandaríkjunum kom að manni sínum dansandi með hárkollu. BÍLASMIÐJURINN HF. Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur þannig þæginda og öryggis ALDREI AÐ SKAFA! MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA 4 FRÉTTIR 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.