Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 36
Rauðvíns-nautapottréttur Siggi er ekki mikið fyrir uppskriftir en elskar uppskrif tirnar hennar Nönnu Rögnvaldar. Rauðvíns- nautapottrét turinn hennar er í miklu uppáhaldi og uppskriftin er birt hér með leyfi Nönnu. Fyrir 6 1 flaska rauðvín, þarf ekki að vera búrgundarvín 4–5 gulrætur 3 laukar 2 hvítlauksgeirar 2–3 lárviðarlauf Nokkrar timjangreinar 1,2 kg nautakjöt 4 msk. hveiti Pipar Salt 100 g beikon 400 g sveppir 2 msk. olía 1 msk. koníak (má sleppa) 200 ml vatn 1 tsk. nautakraftur Helltu víninu í pott. Skerðu eina gul- rót og einn lauk smátt og hvítlaukinn mjög smátt og settu út í, ásamt lár- viðarlaufi og timjani. Hitaðu að suðu og láttu sjóða niður u.þ.b. um helm- ing. Taktu svo pottinn af hitanum og láttu standa. Hitaðu ofninn í 150°C. Skerðu kjötið í bita, 4–5 cm á kant. Veltu þeim upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Skerðu beikonið í bita og sveppina í sneiðar eða bita. Skerðu afganginn af gulrótunum og lauknum í bita. Hitaðu 1 msk. af olíu í steypujárns- potti og brúnaðu helminginn af kjöt- inu við góðan hita. Taktu það upp með gataspaða og brúnaðu hinn helminginn í afganginum af olíunni. Taktu það líka upp og settu til hliðar. Brúnaðu beikonbitana í nokkrar mínútur, bættu svo sveppunum í pottinn og síðan gulrótum og lauk og láttu krauma í nokkrar mínútur. Helltu koníakinu yfir, sé það notað, og láttu það gufa alveg upp. Settu kjötið aftur í pottinn, síaðu rauðvíns- löginn yfir, bættu við vatni og nauta- krafti og hitaðu að suðu. Settu lok á pottinn, settu hann í ofninn og láttu réttinn malla í 2½–3 klst., eða þar til kjötið er mjög meyrt og sósan þykk og bragðmikil. Líttu einu sinni eða tvisvar í pottinn þegar líður á steikingartímann og bættu við svolitlu vatni ef þarf. Matseðill Sigga Gunnars Hádegismatur Fyrsta máltíð dagsins hjá mér. Ávallt eit thvað prótein eins og kjúklingur eða fiskur ásamt vænum skammti af blönduðu salati og svo kolvetni eins og smá hrísgrjón, pasta, bygg eða eitthvað í þá áttina. Ef það er í boði þá finnst mér oft gott að fá mér smá súpu á undan. Millimál Ég er alltaf á flugi síðdegis og svo í beinni útsendingu sem krefst mikillar orku og yfirsetu, maður skreppur ekki í kaffipásu. Ég er alltaf með Teyg og prótein- stykki innan seilingar á þessum tíma. Einföld en góð næring sem líka hjálpar manni að falla ekki í freistni fyrir kexpakkanum. Kvöldmatur Svipað og í hádeginu. Yfirleit t vel samset t máltíð með pró- teini, grænmeti og kolvetnum. Stundum tekst það ekki, stund- um er eitthvað í gangi og þá er það bara áfram gakk næsta dag á eftir. Kvöldsnarl Ég gæti setið og naslað öll kvöld en ég reyni að halda mig frá því. En ég drekk yfirleitt te, sódavatn eða jafnvel Coke Zero, þó svo að allir segi að maður eigi að láta koffínið í friði á kvöldin. 36 MATUR Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Eldar með djass á fóninum Sigurður Þorri Gunnars-son, betur þekktur sem Siggi Gunnars, stjórnar útvarpsstöðvum og -þáttum á daginn og kennir spinning á kvöldin. Það kemur okkur því ekki á óvart þegar Siggi segir að það sé ekki til neitt sem heitir venjulegur dagur hjá honum. „Dagarnir eru mjög, mjög, mjög misjafnir. Það er allur gangur á því hvenær ég vakna, það fer allt eftir því hvaða verkefni liggja fyrir á degi hverjum, en mér þykir voða gott að ná að sofa til níu. Ég er algerlega B-týpa. En oft er mikið að gera og þá vaknar maður fyrr til þess að ná að komast yfir allt,“ segir hann. „Eftir COVID hef ég lært að meta það að hefja vinnu- daginn heima og geri það yfir- leitt núna. Klára verkefni sem krefjast næðis og mæti svo á vinnustaðinn milli tíu og ell- efu. Ég vinn hjá Árvakri þar sem ég stýri tveimur útvarps- stöðvum, K100 og Retró, ásamt því að vera með tvo daglega þætti á K100. Svo er ég með alls konar önnur spennandi verkefni í gangi, kenni spinn- ing, skemmti við ýmis tilefni, stýri bingóþáttum ásamt alls konar öðru. Tvisvar í viku tek ég æfingu á morgnana með þjálfaranum mínum, Arnari Grant, tvisvar í viku kenni ég spinning á kvöldin. Ég reyni svo að koma inn öðrum æfingum og hjólatúrum utan- dyra inn í lausar stundir um helgar.“ Mataræði Aðspurður hvort hann fylgi einhverju ákveðnu mataræði svarar Siggi neitandi. „Ég er búinn með allt í þessum bransa og hef nákvæmlega enga trú á mismunandi mataræði og læt ekki nokkurn mann telja mér trú um slíkt. Hinn gullni meðalvegur er það eina sem virkar, það er reyndar svo- leiðis með flest í lífinu. Það að hafa jafnvægi á hlutunum er vænlegt til árangurs í öllu,“ segir hann. „Ég reyni að halda þessu svona sirka 80/20. Það er 80 prósent sem telst til þess að vera hollt og 20 prósent sem telst vera síður hollt. Ég er ekki mikið fyrir morgunmat svo ég borða fyrstu máltíð í hádeginu og fæ mér svo bens- ín tvisvar yfir daginn og borða kvöldmat milli 18.30 og 20.00. Hollur og góður matur, best ef ég næ að elda hann sjálfur svo ég viti nákvæmlega hvað fór í hann. Um helgar er svo meira frjálsræði. En þetta er allt spurning um jafnvægi, jafnvægið hefur skilað mér miklum árangri á síðastliðnu ári og er lykill að árangri í framtíðinni.“ Djass og eldamennska Siggi elskar að vera í eld- húsinu. „Það er einhver besta heilun sem til er. Ég hlusta alltaf á tónlist, helst djass, og nýt þess að dunda mér í eld- húsinu,“ segir hann. „Ég held að ég sé alveg sæmilegur kokkur, allt sem ég elda er ekki sérstaklega „Instagramvænt“, ég þarf að vinna í „lúkkinu“, en það bragðast alltaf vel. Ég elska að vinna með alls konar hráefni sem ég þekki og blanda þeim saman í stað þess að vinna eftir uppskrift, er ekkert spes í því. Ég er svona smakkari sem elskar að vinna sig í átt að góðu bragði. Mér finnst oft ágætt að vinna mig út frá upp- skriftum, fá hugmynd, sleppa sumu og bæta öðru við.“ n Siggi Gunnars eldar góðan mat, þó þaö sé ekki Instagram-vænasti maturinn. MYND/ANTON BRINK 5. MARS 2021 DV Útvarpsstjarnan og spinningkennarinn Siggi Gunnars hefur enga trú á kúrum og ólíku matar­ æði og segir hinn gullna meðalveg vera það eina sem virkar til að viðhalda hraustum kroppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.