Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR þá skil ég alveg þessa kröfu, að fólk vilji hafa meiri áhrif á hvaða fólk velst á þing. Ég hefði áhuga á að ræða þessi mál á næsta kjörtímabili ef við höldum áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar og að auka vægi persónukjörs.“ Í umræðuþætti á Stöð 2 með öllum formönnum flokk- anna sagðir þú að allt fólkið sem þar stæði væri gott fólk. Þarna var mjög ólíkt fólk sem þú hefur unnið með og ýmis- legt hefur gengið á í sam- starfinu og án efa oft verið erfitt. Það er dáldið óvenju- legt að segja svona. Þér finnst það? „Já, en svo spyr maður sig. Hefur maður hitt vont fólk? Kannski einhvern tímann en ég er alin upp í því að það sé gott í öllum. En reynsla mín af þessu fólki sem ég er að vinna með í þinginu hefur verið sú að þó að mér geti fundist það hundleiðinlegt á köflum og jafnvel ekki alltaf málefnalegt þá eiga þau öll sínar ofboðs- legu góðu hliðar sem manni þykir mjög vænt um. Þetta er kannski kostur minn og löstur; ég á erfitt með að dæma fólk og afskrifa það.“ Hvar er forsætisráðherra? Spurð um jafnréttismál í ís- lenskum stjórnmálum og hvar við stöndum svarar Katrín: „Við erum ennþá að berjast á svo mörgum sviðum og þrátt fyrir að við séum efst á ein- hverjum listum þá erum við með sögur af kynbundnu of- beldi og áreitni í stjórnmálum alveg eins og annars staðar. Einnig varð ákveðið bakslag í jafnrétti á þinginu í kosn- ingunum 2017 þegar hlutfall kvenna á Alþingi fór niður fyrir 40% en það hafði verið mun hærra í kosningunum 2016. Við erum því enn að berjast fyrir jafnrétti í stjórn- málum eins og annars staðar.“ Hefur þú upplifað að er- lendir kollegar þínir taki ekki mark á þér því þú ert kona – og oft þeim yngri? „Ekki kollegarnir en ég lendi iðulega í því að vera spurð hvar forsætisráðherra sé. Ég hef lent í alls konar slíku og það eru þá jafnt kon- ur og menn sem spyrja mig hvar ég sé og fara svo alveg í kjallarann þegar ég segi þeim að ég sé forsætisráðherrann. Það hafa komið mörg furðu- leg augnablik. Ég fór einu sinni í viðtal við indverska sjónvarpið. Ég heilsa spyrl- inum og hann skilur mig eitt- hvað illa. Svo spyr ég: „Á ég að setjast hérna?“ Og sest og hann stekkur upp: „Nei, nei, stattu upp, stattu upp. Forsætisráðherra á að sitja þarna.“ Í kjölfarið kom svo langur misskilningur eins og í gamanmynd og hann var í svo ægilegum mínus, aumingjans maðurinn.“ Katrín segir kynbundnar at- hugasemdir einnig gera reglu- lega vart við sig. „Ég ákvað það í hlaupatúr að ég ætlaði aldrei að vera meðvirk með kynbundnum kommentum. Þegar mér er sagt til dæmis: „Það væri nú gaman ef þú gætir mætt með þitt fallega bros,“ þá segi ég eitthvað sem dregur athygli að því eins og: „Já, þá sendi ég manninn minn.“ Ég nenni þessum athugasemdum ekki lengur, og þó að þetta sé ekki það skemmtilegasta, að vera að þusa yfir einhverju svona, er ágætt að ég geri það.“ Hvað gerðist í þessum hlaupa túr? „Þetta var snemma árs 2017, eftir kosningar haustið 2016 og strembnar stjórnarmynd- unarviðræður og ég var hætt að borða og sofa og var ein- hvern veginn alveg með heim- inn á herðum mér. Ég er þá 41 árs og finn að ég þarf að gera eitthvað til að losa streitu og fer að hlaupa og fæ þá góðan tíma til að hugsa. Ég er þarna búin að vera lengi á þingi og það voru alltaf að koma ein- hver komment og ég hugsa bara þarna: „Ég er hætt. Nú bendi ég fólki á þetta.“ Karl- remban er svo víða, líka hjá mjög almennilegum mönnum. Ég á þrjá drengi og það skiptir máli að skila þessu áfram.“ Frelsið í æðruleysinu Katrín segir óvæntar kosn- ingar árið 2016 og stjórnar- myndunarviðræður í kjölfarið hafa verið þær erfiðustu sem hún hefur upplifað. „Ég var á þingi í hruninu, ráðherra í vinstristjórninni þar sem gekk á ýmsu og við misstum fimm þingmenn og svo er ég búin að vera í þessari ríkisstjórn með stöðugar hamfarir, en það var þarna sem ég var alveg búin. Það gekk á með svo mikilli dramatík. Þarna ákvað ég líka að hætta að reyna að láta öllum líka við mig. Það er ókleifur hamar. Það er hluti af æðru- leysinu að átta sig á því að það er ekki hægt og að það er ekk- ert sérstakt markmið. Þá upp- lifir maður frelsi. Það er eins og að kasta af sér brynju. Það er svo ríkt í manni að maður vilji að fólki líki við sig. Ég tók það lengi vel nærri mér, sérstaklega eftir hrunið, þegar fólk tók mann fyrir og öskraði á mann úti á götu og í búðinni. Ég varð algerlega miður mín, en fólk var í upp- námi og ég skil það.“ Katrín segist hafa lært með árunum hvaða bjargráð virki til að halda andanum sterkum. „Mamma mín var sálfræð- ingur sem vann með börnum og ég hef leitað til sálfræðings fyrir þó nokkru síðan og það var mjög gagnlegt. Það þarf að ganga í gegnum þetta ferli að sætta sig við að stundum er eitthvað sem maður ræður ekki við. Svo á ég vini úr ólík- um flokkum sem hafa veitt mér mikinn stuðning og bara sagt: „Hættu þessari vitleysu, Katrín Jakobsdóttir.“ Og síð- ast en ekki síst þá fékk ég gott ráð frá vinkonu minni sem var í pólitík. Hún sagði: „Mundu eftir að halda í vini þína sem eru ekki í pólitík. Því annars geturðu orðið alveg ein þegar þú hættir.““ Tekur mestu orkuna Katrín líkt og aðrir stjórn- málamenn fær gagnrýni á sitt borð í ýmsum myndum. Í síðustu viku fékk hún bréf frá hópi grunnskólabarna sem kallaði eftir svörum um hvers vegna verið sé að vísa erlend- um börnum úr landi sem sóst hafa eftir hæli hérlendis. Lastu bréfið? „Já, það er ótrúlega mikil- vægt að heyra frá fólki, bæði ungu og gömlu, í samfélag- inu og ég er að íhuga hvort ég svari þessum ungmennum eða bjóði þeim á fund til mín og ræði þessi mál. Mér finnst jákvætt að fólk tjái sig við stjórnmálamenn. Mér finnst gott að fólk hafi samband og sendi manni bréf. Það þýðir ekki að maður sé sammála öllu sem maður fær héðan og þaðan, en það skiptir máli að missa ekki mennskuna í þessu starfi og hætti að hlusta. Ég reyni að miða við það að á meðan ég er með kveikt á hlustuninni og brenn fyrir því að mæta í vinnuna þá ætla ég að halda áfram í þessu. Stundum les ég bréf frá ein- staklingum og hugsa: „Ég verð að gera eitthvað í þessu.“ Auð- vitað þarf að sortera, stundum er fólk að tala í reiði en það þarf að hlusta á þá sem hafa eitthvað að segja. Það er lík- lega þetta sem tekur mestu orkuna. Að gera greinarmun þarna á og hlusta.“ Katrín leitar mikið í náttúruna til að losa um streitu og hreinsa hugann. MYND/ANTON BRINK Ég lendi iðulega í því að vera spurð hvar forsætisráðherra sé. 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.