Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FALDIR VALKOSTIR Í BÓLU- SETNINGUM VIÐ HPV-VEIRU Foreldrar eru undrandi yfir skorti á upplýsingagjöf vegna HPV-bólusetn- ingar barna. Tvö bóluefni eru á markaði en það sem ríkið notar veitir vernd gegn færri stofnum en hitt. Foreldrar geta borgað 90 þúsund á milli. T vö bóluefni við HPV-veirunni eru nú með markaðsleyfi á Íslandi, Cervarix og uppfærð út- gáfa af Gardasil, Gardasil-9. Veiran er talin bera ábyrgð á 99% tilfella af leghálskrabba- meini og smitast með kynlífi. Bólusetningar virka ekki við smiti sem þegar hefur orðið og kappkosta því stjórnvöld að bólusetja stúlkubörn áður en þær byrja að stunda kynlíf. Skipulögð leit var hafin að leghálskrabbameini árið 1968 og hefur tekist að fækka tilfellum gríðarlega síðan. Mikið framfaraskref var svo tekið árið 2011 þegar yfirvöld hófu skipulagða bólusetningu sem er nú hluti af almennum bólusetningum barna. Þó eru áfram aðeins stúlkur bólu- settar og aðeins Cervarix-bólu- efnið er notað við almennar bólusetningar sem fram fara í grunnskólunum. Þær stelpur sem voru fyrst bólusettar fyrir veirunni nálgast nú áhættu- aldur og má því vænta þess að sjá afrakstur bólusetningará- taksins á næstu árum. Foreldrum stendur þó til boða að afþakka bólusetning- una innan skólans með Cerv- arix og kaupa sjálf Gardasil- efnið fyrir börnin sín. Skipulögð þöggun eða klaufaskapur? Miklar umræður hafa síðan skapast á meðal foreldra stúlkubarna sem og drengja, um þennan „falda valkost“. Hafa sumir foreldrar gengið svo langt að tala um að þögn heilbrigðisyfirvalda sé að yfirlögðu ráði þar sem yfir- völdum þætti umræðan um kaup á betra bóluefni fyrir tugi þúsunda vafalaust óþægi- leg. „Ekki beint partur af skandinavíska módelinu,“ sagði ein áhyggjufull móðir sem látið hafði skoðun sína í ljós í foreldrahópi á Facebook. DV ræddi við móðurina sem segist sannfærð um að hún hefði valið Gardasil hefði hún vitað af valkostinum. Dóttir hennar var bólusett með Cerv- arix seint á síðasta ári. Lyfja- fræðingar sem DV ræddi við sögðust ekki treysta sér til þess að staðhæfa hvort hægt væri að framkvæma aðra bólu- setningu á sama barni með öðru bóluefni og vísuðu þess í stað á framleiðanda. Engar upplýsingar er að sjá um slíkt á fylgigögnum með skráningu lyfjanna og því nokkuð víst að slíkt yrði útilokað af læknum. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum lyfjanna, GlaxoSmithKlein og Merck & Co. er talsverður munur á virkni bóluefnanna. Ljóst er að Gardasil-efnið veitir vernd gegn fleiri stofnum af veirunni en Cervarix sem hið opin- bera kaupir fyrir íslenskar stúlkur. Cervarix veitir vernd gegn tveimur stofnum HPV en Gardasil níu og munar þar mestu um verndina gegn kynfæravörtum sem Garda- sil hefur fram yfir keppinaut sinn. Tekið skal fram að þessir tveir stofnar sem Cervarix veitir vernd við bera ábyrgð á yfirgnæfandi meirihluta tilfella leghálskrabbameins. Þá eru líka rannsóknir sem benda til þess að meira mótefni gegn HPV-veiru mælist í þeim sem bólusettir hafa verið með Cervarix-efninu. Á heimasíðu Embættis land- læknis má sjá frétt frá árinu 2011 um að samið hafi verið við GlaxoSmithKlein um að kaupa bóluefnið Cervarix vegna almennrar bólusetn- ingar sem ráðist var í þá um haustið. Þremur árum síðar var Gardasil-bóluefnið upp- fært og heitir nú Gardasil-9 þar sem það veitir, sem fyrr sagði, vörn við níu stofnum veirunnar. Nágrannaríkin farið aðrar leiðir Í Danmörku hafa yfirvöld nú afráðið að styðjast eingöngu við Gardasil-9 og jafnframt hafið bólusetningu á strákum jafnt sem stelpum. Bólusetning drengja með HPV-bóluefni hefur tvíþætt áhrif. Í fyrsta lagi veitir það báðum kynjum vernd gegn HPV-veiru sem veldur kynfæravörtum. Í öðru lagi dregur það úr hættu á að strákar dreifi veirunni til óbólusettra kvenkyns rekkju- nauta sinna sem síðar gætu þróað með sér leghálskrabba- mein. Annar hjúkrunarfræðingur sem DV ræddi við sem meðal annars hefur komið að bólu- setningu barna í grunnskólum benti þó á að Danir hefðu verið í miklum vandræðum með þátttöku í bólusetningu, sem væri að öllum líkindum ástæða þess að drengir væru nú teknir inn í almenna bólu- setningu. Sú yfirlýsing á sér sterka stoð, en Danir hafa á undanförnum árum horft upp á þátttöku í HPV-bólusetningu nánast helmingast. Hefur nú verið ráðist í mikið fræðslu- átak þar í landi til að ná þessu hlutfalli upp aftur. Vegna samdráttar í sölu var Cervarix jafnframt tekið úr dreifingu í Bandaríkjunum árið 2016 og er því ekki lengur fáanlegt þar. Gríðarlegur kostnaður Til þess að fá barn sitt bólu- sett með Gardasil hér á landi þurfa foreldrar fyrir það fyrsta að vita af möguleik- anum á að afþakka Cervarix í grunnskóla barnsins. Það eitt og sér getur reynst snúið í ljósi þess að engin skipulögð upplýsingagjöf fer nú fram, hvorki af hálfu grunnskólanna, heilsugæslunnar né sóttvarna- læknis. Sé foreldri meðvitað um valkostinn og velji að nýta sér hann þarf foreldrið að fara með barnið til læknis, fá þar lyfseðil fyrir efninu og kaupa það svo sjálft í apóteki. Skammturinn af Gardasil bóluefni kostaði þegar DV at- hugaði í Lyfju 28.857 krónur. Börn á aldrinum 9-14 ára þurfa tvo skammta. 15 ára og eldri þurfa þrjá. Kostnaðurinn við val foreldris á breiðvirkara bóluefni er því á milli 60 og 90 þúsund krónur, eftir aldri barns. DV hafði samband við nokk- ur apótek í landinu og spurði lyfjafræðinga þar út í ráð- leggingar um HPV-bóluefni til áhyggjufulls föður ungrar stúlku. Ekki stóð á svörum hjá lyfjafræðingunum fjórum. Að- spurðir hvað þeir myndu gera í sporum áhyggjufulla föður- ins sögðust þau öll sem eitt myndu velja Gardasil-efnið. „Hiklaust,“ sagði einn lyfja- fræðingurinn. „Þó það kosti helling.“ Sömu svörin fengust þegar blaðamaður hringdi í hjúkrun- arfræðinga á tveimur heilsu- gæslustöðvum í borginni undir sama yfirskini. Aukið upplýsingaflæði ekki á borðinu Aðspurður hvort komið hefði til tals að auka upplýsinga- flæði um þennan valkost sagði Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, í samtali við blaðamann DV það ekki á borði heilsugæslunnar. Óskar sagði að ákvörðun um val á bóluefni og upplýsingagjöf um almennar bólusetningar á Íslandi væru á borði sótt- varnalæknis. Eðlilegast væri því að frumkvæði að upplýs- ingagjöf til foreldra í þessum málaflokki kæmi þaðan, enda sinnir hver heilsugæsla aðeins sínu nærumhverfi. DV spurði Embætti land- læknis og sóttvarnalækni um aðdraganda þess að samið var við framleiðanda Cervarix, hvernig uppsagnarákvæði samningsins líta út og hvort til skoðunar hefði komið að endurtaka valferlið í ljósi þess að keppinautur bóluefnafram- leiðandans sem samið var við árið 2011 hefur síðan kynnt talsvert breiðvirkara bóluefni en var á markaði þegar val- ferlið átti sér stað, Gardasil-9. Þá spurði DV sóttvarnalækni hvort til greina kæmi að bólu- setja stráka, líkt og Danir gera, og hvort til stæði að efla upplýsingagjöf til foreldra um valkosti í þessum efnum. Engin svör höfðu borist þegar blaðið fór í prent. Berist svör við fyrirspurnum blaða- manns verða þau birt á vefsíðu blaðsins, DV.is. n Hér á landi stendur öllum tólf ára stúlkum til boða ókeypis bólusetning við HPV veirunni. MYND/GETTY Heimir Hannesson heimir@dv.is 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.