Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 22
B erglind Guðmundsdótt­ir er hjúkrunarfræð­ingur, móðir, ástríðu­ kokkur og athafnakona. Hún venti sínu kvæði í kross fyrir nokkrum árum, sagði upp dagvinnunni og setti alla sína orku í að gera ástríðuverkefn­ ið að fullu starfi, en í dag er Berglind með eitt vinsælasta matarblogg landsins og á kafi í alls konar spennandi áskor­ unum. Hún hvetur konur til að treysta sjálfum sér, skapa sér sín eigin tækifæri og halda áfram þótt á móti blási. Tók sénsinn „Ég byrjaði með uppskrifta­ síðuna Gulur, rauður, grænn og salt árið 2012. Ég er hjúkr­ unarfræðingur að mennt og var á þessum tíma að vinna á BUGL. Um tíma var ég að vinna að blogginu samhliða vinnunni en ákvað svo að taka áhættuna og einbeita mér al­ veg að síðunni, það var orðið mjög mikið að gera. Ég hef unnið að henni jafnt og þétt frá stofnun og þetta hefur verið virkilega gaman. Ég er svolítið týpan sem byrjar á einhverju en hætti svo. Þannig að ég kom sjálfri mér á óvart með hvernig ég hef enst í þessu og hvað mér þykir þetta endalaust gaman. Ég hef ástríðu fyrir þessu og verkefnin eru skemmtileg, fólkið sem maður kynnist er æðislegt og svo hef ég fengið tækifæri til að vinna að alls konar spennandi verkefnum tengdum þessu, eins og að halda fyrirlestra og að skrifa bækur. Það skemmtilegasta við þetta er að ég get í rauninni gert það sem ég vil – ég er bara að leika mér. Er ég ekki að selja þér þetta?“ spyr Berglind og hlær dátt. Hætti í dagvinnunni „Eftir að ég vann hjá BUGL fór ég að vinna hjá SÓL sál­ fræði­ og læknisþjónustu og var þar í ár og hætti svo þar og fór að einbeita mér að síðunni. Hjá SÓL fannst mér starfið vera orðið meira eins og hlið­ arstarf. Starfið var skemmti­ legt og samstarfsfólkið líka, en ég fann að hjartað mitt var ekki alveg í þessu. Ég var alltaf að skjótast eitthvert, ljósmyndarar voru að koma til mín, ég að drösl­ ast um með kökur. Ég var alltaf eitthvað að stússast og hugur minn var í þessu sem ég er að gera núna en ekki hjá SÓL. Þá fannst mér bara gott að horfast í augu við það. Svo ég hætti.“ Alltaf hjúkrunarfræðingur Berglind hefur ekki litið til baka eftir að hún tók stökkið og óttaðist lítið að áhættan myndi ekki borga sig. „Ég bý yfir þeim eiginleika að kunna ekki að hugsa fram í tímann. Það var kannski ógn­ vekjandi að hafa hætt í dag­ vinnunni þegar kom að því að EKKI SITJA HEIMA OG BÍÐA Matgæðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hikar ekki við að taka áhættu og skapar sín eigin tækifæri. Fyrir nokkrum árum hætti hún í dagvinn- unni til að láta draumana rætast og hún hefur aldrei litið til baka. greiða reikninga á tímabili en ég fór aldrei í það að ímynda mér hvað það versta væri sem gæti gerst – þá hefði ég kannski aldrei gert þetta.“ Að elska það sem maður gerir er að mati Berglindar afar mikilvægt. „Ef maður er ekki spenntur fyrir vinnudeginum, spenntur fyrir að tækla verkefnin sín – þá er líklega kominn tími til að gera eitthvað annað. Ég er samt alltaf hjúkrunarfræð­ ingur svo ég get farið aftur að vinna við það. En ég elska bara svo mikið það sem ég er að gera í dag að ég vona að það bara gangi, og gott betur en það.“ Eldar í flýti Það mætti ætla að dugnaðar­ forkur á borð við Berglindi hefði aðeins fleiri klukku­ stundir í sólarhringnum en við hin. Í það minnsta á blaða­ maður afar bágt með að töfra fram dýrindis máltíðir á tím­ anum milli vinnu og háttatíma. „Mér finnst felast hvíld í Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Berglind lagði allt í sölurnar til að láta drauminn rætast. MYND/STEFÁN KARLSSON Ég hef alveg lent á vegg og þurft að stoppa mig af. því að elda – það er, ef ég hef tíma. Ég er bara eins og aðrir að stundum hefur maður bara tímann milli fimm og sjö og þá eldar maður í flýti – meira bara til að drífa þetta af. Það er líka þannig hjá mér. Þá er gott að geta gripið í eitthvað einfalt og fljótlegt og ég hef reynt að miða að því á síðunni og hafa uppskriftir ekki of flóknar og ekki með of mörg hráefni.“ Ákvað að slá í gegn Berglind ákvað strax að ná að gera bloggið vinsælt og vann að því hörðum höndum að koma sér á framfæri. „Ég einsetti mér það strax að bloggið yrði vinsælt þegar ég byrjaði. Við konur ákveð­ um oft að gera eitthvað, að taka stökkið en tölum okkur sjálfar svo niður, tölum um þetta sem áhugamál, eða eitthvað sem við gerum bara fyrir okkur sjálfar. Ég var „hinn öfginn“. Ég ákvað strax að ef ég léti verða af þessu þá yrði þetta fyrir­ tæki, yrði almennilegt og yrði hörku vinna. Svona hugsaði ég strax í byrjun og þar birtist í mér einbeitt keppnisskap og einbeittur vilji til að gera þetta að einhverju stærra.“ Berglind kynnti síðuna sína með því að leita til fyrirtækja og fjölmiðla og segist hafa fengið góðar viðtökur, en engu að síður fengið um milljón nei á móti fjórum já­um. „Síðan með tímanum fer vinnan að skila sér, þá kemur uppskeran eftir svona tvö til þrjú ár og þá fara viðbrögðin að vera jákvæðari og fólk er farið að þekkja til síðunnar.“ Óvissan verst Það hlýtur að vera nokkuð ógnvekjandi að segja upp öruggu starfi með traustum tekjum til að fara að starfa sjálfstætt. „Óvissan er erfiðust. Þarna er ég búin að taka ákveðið stökk og veit ekkert hvort þetta muni ganga upp eða ekki og það eru líka sveiflur í þess­ um bransa – stundum gengur vel og stundum gengur verr. Peningaskorturinn getur hins vegar líka verið hvati. Ef þú átt ekki pening, getur ekki borgað reikninga, þá geta sprottið út frá því góðar hug­ myndir. Ég hef til dæmis ver­ ið með fyrirlestra, matreiðslu­ námskeið og þetta hefur ýtt mér út í að gera hluti sem ég hefði annars ekkert endilega gert. Þannig að þetta er það erfiðasta en að sama skapi það besta.“ Það sem helst kom Berg lindi 22 FÓKUS 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.