Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 15
Vandamálið er stórt og við þurfum að bregðast við sem fyrst. MYND/GETTY FRÉTTIR 15 ana, lystarstol (e. anorexia) og lotugræðgi (e. bulimia). Und- anfarið hefur farið að bregða meira fyrir umræðu um ný- lega skilgreindar átraskanir eins og orthorexíu og sértæka átröskun (e. ARFID). Tinna segir að það sé erfitt að flokka átröskun einstakl- inga undir einn flokk, en oft haldast þessar átraskanir í hendur eða þróast saman. Lystarstol og lotugræðgi „Lystarstol byrjar með því að þú ferð að taka út matar- tegundir, hvort sem það er í útlitspælingum eða kvíða- stjórnun og það ágerist því heilastarfsemin breytist. Þú hættir að hafa stjórn á því. Um leið og líkaminn fer að léttast þá fer allt kerfið í „survival mode“ og það virkar að mörgu leyti eins og fíkni- hegðun. Hungurtilfinningin verður „góð“ og þú sækist í hana og léttist. Og svo áger- ist þetta og vinnur gegn þér áfram og það er erfitt að kom- ast upp úr því,“ segir Tinna. „Í lystarstoli kemur oft upp lotugræðgi eða að einstakl- ingur er í aðstæðum þar sem hann kemst ekki hjá því að borða eða getur ekki falið það á einhvern hátt. Þá losar hann sig við matinn og það er líka hegðun sem getur ágerst.“ Tinna útskýrir lotugræðgi nánar. „Þegar einstaklingur þróar með sér lotugræðgi er hann yfirleitt með snert af lystarstoli og lotugræðgi. Borðar lítið yfir allan dag- inn og svo verður hann svo svangur að hann tekur átkast og kastar því síðan upp.“ Orthorexía „Skilgreiningin er sú að þú færð þráhyggju fyrir að borða algjörlega hreinan mat. Allt þarf að vera alveg hreint. Mér finnst erfitt að setja þetta upp í flokka, því þetta tengist allt yfirleitt. Þú byrjar á einhverj- um stað og birtingarmyndin er blönduð. En orthorexía er þekktari meðal íþróttafólks sem er í fitness, CrossFit eða annarri íþrótt þar sem nær- ing skiptir máli og þú ert að borða eftir ákveðnum mæli- einingum eða fæðutegundum. Þetta er íþróttatengt í grunn- inn,“ segir Tinna. Sértæk átröskun ARFID (Avoidant restric- tive food intake disorder), áður þekkt sem Selective Eating Disorder (SED) eða sértæk átröskun á íslensku, er nýlega skilgreind át- röskun sem er stundum líkt við fæðu-nýjungafælni (e. food neophobia). Sértæk át- röskun einkennist af því að einstaklingur getur ekki neytt sérstaks matar sökum áferðar, lyktar, litar eða hitastigs. Helsti munurinn á sértækri átröskun og átrösk- unum nefndum hér að ofan er að hugsunin er ekki sú sama, það er ekki verið að hugsa um að grennast eða stjórna heldur getur einstaklingurinn ekki borðað eitthvað vegna til dæmis áferðar. „Sértæk átröskun heyrir kannski meira undir börn eða einhvern sem er á einhverfu- rófinu,“ segir Tinna. „Þar sem þú treystir þér ekki í einhverja áferð, færð klígju eða einhverja hugmynd um að þú getir ekki borðað einhvern ákveðinn hlut. En ég held að það sé meira meðal ungra barna, eða hjá einhverjum sem er á einhverfurófinu eða með undirliggjandi vanda.“ Kemur í tískubylgjum „Flestar stelpur á einhverju tímabili í lífinu fara í gegnum einhvers konar átröskunar- hugsun. En svo eru það ein- staka stelpur, eða krakkar, sem missa tökin. Þetta kem- ur alveg í tískubylgjum og er mismunandi eftir skólum og árgöngum, við sjáum það alveg. Það eru kannski tutt- ugu stelpur sem fara saman í megrun út af einhverri at- hugasemd í sundi og tvær þeirra veikjast mjög mikið,“ segir Tinna og bætir við að undanfarið hafi orðið aukn- ing í greiningu ungra barna á aldrinum 10 til 13 ára. „Það eru líka ranghug- myndir í samfélaginu um að þetta sé útlitstengt, vissulega er það kveikja (e. trigger) í einhverjum tilfellum en það er alltaf eitthvað undirliggj- andi. Það er alltaf meiri vandi sem er til staðar áður en fólk þróar með sér svona alvar- legan sjúkdóm,“ segir Tinna. DV 5. MARS 2021 Ef foreldrar hafa grun um átröskun hjá barni eiga þeir að leita strax á heilsugæslu. Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem börnum sem þarfnast að- stoðar vegna átröskunar hefur fjölgað mikið. Þetta er vandamál víðs vegar um heim og tengja sér- fræðingar það við COVID. Átrask- anir tengjast að hluta til útliti og líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) en einnig stjórnun. Ef einstaklingur hefur ekki stjórn á aðstæðum og umhverfinu, eins og í COVID, þá reynir hann að hafa stjórn á einhverju öðru, eins og mataræðinu. VANDAMÁL UM ALLAN HEIM „Í mörgum tilfellum er þetta einhvers konar kvíða- stjórnun eða þú býrð í erf- iðum aðstæðum eða kröfu- hörðum aðstæðum, og svo persónugerðin líka sem skiptir máli.“ Sýnilegri hjá konum Tinna segir að átröskunar- sjúkdómar séu sýnilegri hjá konum en körlum. Hún segir að það sé í raun enginn munur á því hvernig sjúkdómurinn birtist hjá konum og körlum, helsti munurinn sé að ólík líkamsgerð sé samfélagslega samþykkt og hvaða kröfur samfélagið gerir á kynin. „Það er þetta samfélags- miðlabrjálæði sem er hjá stúlkum sem einblínir á þetta útlitslega. En það er líka í auknum mæli meðal karl- manna. Það birtist meira í að strákar vilja vera massaðir. Strákar eru meira að horfa á magavöðva en þyngdartölu,“ segir Tinna. Hvað geta foreldrar gert? „Hjálpað barninu að borða aftur, hjálpa því að læra að borða. Það er grunnurinn að allri meðferð. Barnið þitt neitar að borða, það eru slags- mál á matmálstímum og þú þarft að hjálpa því að læra að borða. Það skiptir líka miklu máli að vera góð fyrirmynd fyrir börnin, séum með eðli- lega matarhegðun sjálf, að við nálgumst mat eðlilega og tölum eðlilega um mat. Mikil- vægt er að fjölskyldur setjist niður saman og borði saman og efli eðlilega matarhegðun,“ segir Tinna og bætir við að skólahjúkrunarfræðingar séu að gera mjög flotta hluti í þessum málum. „Ef foreldrar hafa grun um átröskun hjá barni eiga þeir að leita strax á heilsugæslu og heilsugæslan getur vísað þeim áfram, annaðhvort til okkar eða til sálfræðings á heilsugæslunni.“ Samfélagsmiðlar Notkun samfélagsmiðla hefur aukist gífurlega undanfarin ár og er samfélagsmiðillinn TikTok sérstaklega vinsæll hjá börnum og unglingum. Tinna segir að þó hún viti það ekki með vissu þá sé líklegt að samfélagsmiðlar hafi einhver áhrif á átröskunarhegðun barna og unglinga. Vinsældir myndbanda þar sem áhrifa- valdar og aðrir netverjar deila því sem þeir borða yfir daginn og kaloríufjölda hverrar mál- tíðar virðast njóta mikilla vin- sælda og gera kaloríutalningu að eðlilegu fyrirbæri. „Það er ótrúlega mikið um kaloríutalningu og núna þetta nýjasta macros-æði,“ segir Tinna. Aðspurð hver hennar skoð- un sé á þessu nýja macros- trendi segir hún að þetta sé allt hættulegt. „Allt sem er svona nákvæmt og sem þú ert að vigta getur verið hættulegt. Þetta snýst allt um með hvaða tilgangi þú ferð inn í þetta og ég hugsa að þetta sé gagnlegt ef þú ert í keppnisíþróttum en ekki í megrunartilgangi. Svo er þetta selt alltaf sem ein- hver lífsstíll, ketó lífsstíll eða macros lífsstíll, en þú þarft ekki á þessu að halda ef þú ert ekki að fara á heimsleikana í CrossFit eða eitthvað álíka.“ Kveikjur Tinna segir að vandamálið sé stórt og að kveikjur leynist víða, meðal annars hjá ís- lenskum fjölmiðlum. „Það eru endalausar megrunarfréttir, þú átt ekki að borða brauð og ekki gera þetta og hitt. Skila- boð sem birtast krökkum og ungum fullorðnum sem verða alvarlegast veik af þessum sjúkdómi,“ segir hún. Aðspurð hvaða kveikjur fjöl- miðlar og aðrir í samfélaginu ættu að forðast segir Tinna: „Bara koma ekki fram með eitthvert kjaftæði. Það þarf bara að vanda orðalag í allri megrunar-, hreyfingar- og matartengdri umræðu. Þetta segi ég af eigin reynslu eftir að hafa hlustað á krakkana tala um hvað þeir hafa lesið í blöðunum og á netinu, eins og að brauð sé óhollt eða allir séu á ketó. Líka bara að vekja for- eldra til umhugsunar um að við erum fyrirmyndir barnanna okkar og ef foreldrarnir eru á ketó þá hvaða skilaboð erum við að gefa. Mestu kveikjurnar eru í nærumhverfinu.“ Að lokum hvetur Tinna fólk til að vera meðvitað. „Við sem samfélag þurfum að passa okkur. Við þurfum að hugsa um börnin og ef grunur er um átröskun að leita til heilsugæslu. Það er hægt að sjá þetta á blóðprufum, það er hægt að tala við einhvern og snúa þessu við fljótt ef við erum meðvituð um þetta. Það sem skiptir máli er eðlileg matarhegðun, að borða fjöl- breytt og eiga heilbrigt sam- band við mat. Við verðum að virða fjölbreytileikann og mismunandi líkamsgerðir.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.