Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 2
Fer í megrun ef ég vil Þ að er vandlifað í dag,“ hugsaði Svarthöfði þegar hann álpaðist inn á síðu á samfélagsmiðlum sem er helguð því að útrýma fitufordómum. Ef einhvern lærdóm er hægt að draga af þeirri síðu þá má helst bara ekkert minnast á holdafar opinberlega. Meira að segja heilsu- og lífsstílsdagar Hag- kaupa eru víst dæmi um fitufordóma. Smartland var jafnvel gagnrýnt fyrir fyrir- sögnina „Æfði eins og J-Lo í eina viku“ en það þarf meist- aragráðu í móðgunargirni til að lesa fitufordóma út úr því. Það er bannað að tala um hitaeiningar, kolvetni, sykur- sýki, sykur og ekki fyrir nokkra muni er leyfilegt að deila árangri þeirra sem hafa sett sér markmið um þyngd- artap og vilja deila því til að veita öðrum innblástur. Það má ekki lengur tala um megrun því það er bannað heldur eigum við að tala um lífsstíl. Og nú á að banna alla vísun til heilbrigðs mataræðis, hóf- legrar neyslu, og aukinnar hreyfingar – bara vegna þess að með því er hægt að mögu- lega stuðla að þyngdartapi sem virðist vera orðið tabú. Svarthöfði á ekki nokkurt aukatekið orð. Er eina leiðin til að útrýma fitufordómum sú að skapa fordóma gagnvart fólki sem er að taka ákvörðun um sinni eigin líkama? Ekki nóg með þetta heldur var Smartland aftur gagn- rýnt á síðunni og það fyrir „ásættanlega“ fyrirsögn – Hamingjan hefur ekkert með kílóafjölda að gera, sagði fyrirsögnin. En það var gagn- rýnt af því Smartland hafði áður gerst sekt um fitufor- dóma. Við getum flest verið sam- mála um að fitufordómar séu slæmir og megrunarmenning ýti undir óheilbrigt samband manna við mat. En það þýðir ekki að við eigum að hætta að hlusta á lækna og vísinda- menn sem hafa lengi varað við því að lífsstílssjúkdómar séu að verða ein helsta ógn við heilbrigði okkar í dag. Umræðan um fitufor- dóma, megrunarmenningu og átraskanir má ekki þagga niður í umræðunni um nauð- syn þess að taka til í lifnaðar- háttum okkar. Þessi umræða má ekki snú- ast upp í ritskoðun sem stöðv- ar flæði upplýsinga sem hafa mögulega áhrif á líf okkar. Svarthöfði bætti einu sinni á sig tugum kílóa í þung- lyndiskasti og þurfti að vinna að því hörðum höndum að ná þeim af sér. Hvert kíló var minnisvarði um andlega van- líðan og það var dásamleg stund að passa aftur í Costco- buxurnar. Auðvitað deildi Svarthöfði fyrir og eftir myndum. Svona eins og við gerum líka þegar við tökum baðherbergið okkar í gegn. Við megum taka okkur sjálf í gegn og við megum vera ánægð með það. Svo er það líka þann- ig að þegar barátta fyrir betri heimi fer út í of mikla öfga, þegar aldrei er hægt að stoppa og gleðjast yfir árangrinum heldur stöðugt verið að hjóla út í næsta slag, móðgast yfir næstu fyrir- sögn, þá nennir enginn á end- anum að fylgja öfgamönn- unum í stríðið. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Fleiri fermetrar K atrín Jakobsdóttir segir í forsíðuvið- tali helgarblaðs DV að hún hafi upp- lifað mikið frelsi þegar hún áttaði sig á því að það er ekkert sérstakt mark- mið að láta öllum líka við sig. Þennan punkt má setja í samhengi við svo margt sem veldur fólki vanlíðan. Það að setja orku í að reyna að hafa stjórn á því óstjórnlega er ávísun á vanlíðan. Í árferði þar sem heimurinn hefur svo sannarlega sýnt okkur ítrekað að við erum upp á hann komin er ágætt að leiða hugann að því að sleppa tökum á því sem er ekki okkar að stjórna. Við höfum öll okkar skyldur og það er vænlegast að setja orku sína í að sinna þeim vel og sleppa tökum á því sem við höfum enga stjórn á. Það er vissulega vont að missa stjórn eða átta sig á að þú hafðir hana aldrei. Það fyllir marga kvíða að standa í heimsfaraldri og jarðskjálftadrama á víxl. Það er eðlilegt en setur um leið svo margt í samhengi. Það eina sem skiptir máli er að tryggja velferð fólksins okkar – og það er að miklu leyti gert með því að halda hlutunum gangandi. Ekki með því að fylla allar hillur af dósamat þó það sé vissulega góð hugmynd að eiga vel af þurrvöru þó ekki sé nema til þess að gera hagstæðari kaup í lágvöruverslunum. Lífið er eins og oft er sagt það sem gerist á meðan við erum upptekin við að gera áætlanir um eitthvað annað. Sjálfa dreymir mig um frystiskáp. Mér finnst hug- myndin um að eiga frysti- skáp og helst bílkerru líka mjög fullorðinsleg. Þá yrði ég stóreigna- manneskja. Ef einhver væri að flytja myndi ég segja valdsmannslega: Á ég ekki að koma með kerruna? Svona eru draumar okkar ólíkir og misgáfulegir. Það skiptir þó öllu að eiga sér drauma – en raunhæfa drauma sem ekki eru til þess fallnir að berja mann niður. Forsætisráðherra Íslands er raunsæ kona. Hún heldur ekki „instagram-væn“ barnaafmæli. Hún seg- ist ala börnin sín upp við raunhæfar væntingar og að það sé allt í lagi að það sé ekki alltaf allt frábært. Katrín Jakobsdóttir býr í blokkaríbúð ásamt eigin- manni sínum og þremur drengjum í Vesturbænum. Hún hefur ekki þörf fyrir að búa rúmt því hún segist vera með þá tilhneigingu að sanka að sér dóti sem aðrir vilja losna við, svo sem bollastell. Katrín deilir þvottahúsi með nágrönnum sínum og hefur sagt opinberlega að það besta við að búa í blokk sé að búa með öðru fólki, eiga góða nágranna og að deila sam- eiginlegri ábyrgð. Þetta finnst mér ekki bara fallegt heldur líka svo heilbrigt og hrópandi mótsögn við neysluhyggjuna sem veldur svo mörgum vanlíðan. Það þarf ekki allt að vera risastórt og meira en hjá næsta manni. Það þarf bara að vera nóg og við ráðum því sjálf hvað er nóg. Hvað ef við þurfum ekki allt á óskalistanum? Þarf ég þessa kerru? Nei, bara alls ekki. Ég get leigt hana tvisvar á ári og slegið um mig í flutningum ef sjálfið hefur þörf fyrir. n Sjálfa dreymir mig um frysti- skáp. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Hollustuséníið og sjarma- búntið Ebba Guðný Guð- mundsdóttir matgæðingur deilir hér sínum 5 uppáhalds. Hún er með sérlegt raf- tækja- og eldhúsblæti enda ofurhetja í eldhúsinu og þær þurfa sín tæki. 1 Uppþvottavélin mín Ég elska hana mjög mikið. 2 Þvottavélin mín Elska hana jafn mikið. Ég á Miele-þvottavél sem ég keypti fyrir 20 árum á tilboði og gengur og gengur. 3 Blandarinn minn Vitamix-blandarinn minn er notaður á hverjum degi. Þvílík snilld fyrir unglinga í íþróttum að bjarga sér með alls konar þeytinga. 4 Eldhúsið Uppáhaldsstaðurinn er eldhúsið því þar gerist svo mikið. 5 Síminn minn Síminn minn, það ekki hægt að horfa fram hjá því að hann geymir svo mikið af lífinu mínu. Mér finnst dýrmætast spjallið við þá sem ég elska þar og talskilaboð til þeirra og frá þeim. HEIMILISHLUTIR 2 LEIÐARI 5. MARS 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.