Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 28
28 FÓKUS MYNDIR/GETTY MYND/SKJÁSKOT 5. MARS 2021 DV Öll erum við að reyna að finna stystu og bestu leiðina að þeim verkefnum sem fyrir okkur eru lögð. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir sem gætu auðveldað þér lífið. ILLA LYKTANDI SKÓR Settu 2 matskeiðar af matarsóda í gamla tusku eða ungbarnasokk og notaðu teygju til að loka fyrir. Klipptu endann burt ef þú notar tusku. Geymdu knippin í skón- um í tvo daga eða lengur. ALLIR LISTAR Á EINUM STAÐ To do er smáforrit sem getur svo sannarlega auðveldað fólki lífið. Forritið býður upp á að halda utan um hina ýmsu verkefnalista. Til dæmis geta hjón gert innkaupa- lista og deilt hvort með öðru svo að ef annar aðilinn fer í búðina þá getur hann tekið út af sameigin- lega listanum um leið og sá sem er heima setur inn á hann. Hægt er að vera með marga aðskilda lista til dæmis eftir verslunum eða verkefnum. SÆKJA PÍTSU-TRIXIÐ Flestallir hafa sótt rjúkandi pítsu sem lá skáhallt í bílsætinu á leið- inni og áleggið rann út á hlið eða annað sem varð að vera á beinu undirlagi af ýmsum ástæðum. Það snarvirkar að vera með 0,5 lítra gosflösku í bílnum og setja hana innst í sætið til að ná flötu yfir- borði. Þeir allra hörðustu kveikja á sætishitaranum og halda pítsunni volgri á leiðinni. HEIMALESTUR BARNA Góð vinkona og kennari benti mér eitt sinn á að það getur aðstoðað börn sem eru að byrja að læra að lesa að setja sér sín eigin markmið og verð- laun. Það má til dæmis gera með því að nota krukku sem barnið setur stein í eftir hvern heimalestur. Barnið ákveður þá sjálft hve mikið skuli lesa og hver umbunin sé. Til dæmis einn steinn fyrir hverja blaðsíðu. Svo þegar krukkan er orðin full fær barnið að velja sér afþreyingu eða verðlaun. TÝNDUR SMÁHLUTUR Ef þú týnir smáhlut á gólfinu eða missir niður perlur er sniðugt að setja nælonsokk utan um suguopið á ryksugunni. Týndi eyrnalokkurinn gæti skilað sér í sokkinn, nú eða perlurnar. Gættu þess bara að snúa stútnum upp þegar slökkt er á soginu. ÞURRT LOFT Ef lof tið á heimilinu er mjög þurrt er gott að hafa alltaf vatn í tómum vösum í stofunni og jafn- vel setja skál með vatni á ofn sé þess kostur. Það má einnig smella ilmdropum í vatnið sem fer á ofn- inn ef vill. Snilldarráð sem einfalda heimilislífið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.