Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 16
Hulda Biering og Birta Laufey Thorarensen berjast fyrir því að fá ókeypis tíðavörur í Menntaskólann við Hamrahlíð. MYND/VALLI Vi n konu r n a r Bi r t a Laufey Thorarensen og Hulda Biering eru á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa þær þegar látið til sín taka í rétt­ indabaráttu innan skólans. Birtu og Huldu misbauð að engar tíðavörur á borð við dömubindi og túrtappa væru aðgengilegar gjaldfrjálst fyr­ ir nemendur og hafa nú lagt fram formlega ósk þess efnis. „Það voru tíðavörur hér en þær voru rosalega lélegar, þetta voru svona þunn inn­ legg sem blæðir strax í gegn um. Kassinn var síðan nánast alltaf tómur og maður þurfti þá að fara upp á skrifstofu,“ segir Birta. Hulda segir það mjög hall­ ærislegt og að auðvitað eigi tíðavörur að vera til staðar á baðherberginu. „Þegar þessi þunnu „panty liners“ voru til staðar þurfti vinkona okkar einu sinni að fara heim því þetta var svo lélegt,“ segir hún. Þá segjast þær hafa orðið sérstaklega hissa á að þetta væri staðan í MH. „Ég er svo vonsvikin því þetta er femín­ ískur skóli og maður hefði haldið að hann væri framar í jafnréttismálum en þetta,“ segir Hulda. Könnuðu hug samnemenda Þær fengu síðan þá hugmynd að kanna vilja samnemenda sinna og á þriðjudag deildu þær spurningalista í Face­ book­hópi nemenda skólans. „Á fyrstu tveimur mínút­ unum fengum við 35 svör,“ segir Birta en þegar þessar línur voru skrifaðar höfðu 266 svarað spurningalistan­ um. Þar af sögðust tæp 90 prósent svarenda fara á blæð­ ingar. Nánast allir svöruðu játandi að það vantaði tíða­ vörur á baðherbergin og þar tilgreindu sumir sérstaklega að það vantaði stærri dömu­ bindi. Þá voru aðeins tveir svarendur ósammála því að tíðavörur ættu að vera að­ gengilegar fyrir alla. Eftir að þær birtu spurn­ ingalistann var þeim síðan bent á að taka málið upp við Nemendafélag MH og hafa þær þegar fengið svar um að félagið ætli að funda um málið. Enn of mikið tabú Hulda segir að það ætti að vera sjálfsagt mál að boðið sé upp á tíðavörur bæði í skólum og á vinnustöðum, og bendir á hvað það sé undarlegt hversu dýrar þessar vörur séu. Þá eru aðeins tæp tvö ár síðan virðisaukaskattur á tíðavörur og getnaðarvarnir var lækk­ aður úr 24% í 11%. „Það þarf í rauninni að borga fyrir að vera kona,“ segir Birta. Þær segja mikilvægt að um­ ræða um blæðingar sé opin enda fari helmingur mann­ kyns á túr og hafi ekkert val um það. „Auðvitað ætti ekki að vera mikið mál að tala um þetta. Ég held að það hafi bara slæmar afleiðingar ef maður skammast sín of mikið til að tala um líkamann sinn,“ segir Hulda. Birta segist í upphafi ekki hafa þorað að tala um blæð­ ingar. „Ég man fyrst þegar ég byrjaði, svona tólf ára, þá þorði ég ekki að segja neinum frá því í þrjá eða fjóra daga. Ég sagði ekki einu sinni mömmu,“ segir hún. Hulda bendir á að það eigi ekki að gera þeim sem fara á túr erfiðara fyrir. „Ég man eftir því að hafa ekki verið með neitt og þurft að rúlla upp klósettpappír til að nota. Það er betra ef maður kemst hjá því.“ Þá segja þær líka að það skipti máli fyrir trans stráka að hafa aðgang að tíðavörum á baðherbergi skólans. „Ef það þarf að biðja um tíðavörur á skrifstofunni þurfa þeir kannski að koma út úr skápn­ um fyrir einhverju ókunnugu fólki bara til að fá túrtappa,“ segir Birta. Fellt á Alþingi Í desember síðastliðnum lagði Andrés Ingi Jónsson, þá þing­ maður utan flokka en nú þing­ maður Pírata, fram breytinga­ tillögu við fjárlagafrumvarp þar sem hann lagði til að 280 milljónir yrðu eyrnamerktar til að gera tíðavörur aðgengi­ legar fyrir ákveðna hópa án endurgjalds. Hann lagði til að öllum nem­ endum væri tryggt aðgengi að tíðavörum án endurgjalds í grunn­ og framhaldsskólum, og svo að lágtekjufólki væri gert kleift að nálgast tíðavör­ ur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegnum félagsþjónustu. Tillagan var felld með 27 at­ kvæðum gegn 26 en tíu þing­ menn voru fjarverandi at­ kvæðagreiðslu. Meðal þeirra sem sögðu nei voru stjórnar­ þingmennirnir og ráðherr­ arnir Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Bjarni Benediktsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Sex dögum seinna skrifuðu fjórar stúlkur á aldrinum 14­ 18 ára opið bréf til Lilju Dagg­ ar sem birt var á Vísi þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sín­ um með að málið hefði verið fellt á þingi. Stúlkurnar, þær Anna María Allawawi Sonde, Hekla Rist, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Saga Mar­ ía Sæþórsdóttir, skoruðu síðan á Lilju Dögg að taka málið upp við fjárlaganefnd „… og hjálpa nefndinni að útfæra hugmynd­ ir Andrésar Inga fyrir fólk í grunn­ og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár.“ Raunhæft í lok vorannar Tveimur dögum eftir það sagði Lilja Dögg á þingi í um­ ræðum um fjárlög að hún vildi í samvinnu við formann fjár­ laganefndar upplýsa að tillaga um að gjaldfrjálsar tíðavörur séu tryggðar í skólakerfinu sé komin í farveg í ráðuneyti hennar. „Ég tel að það sé bæði sann­ gjarnt og réttlátt að aðgengi að tíðavörum sé gjaldfrjálst í skólakerfinu. Ég hef þegar beint því til skólameistara að tryggja framgang máls­ ins. Ýmsir framhaldsskólar bjóða nú þegar upp á gjald­ frjálst aðgengi að tíðavörum. Ég tel að raunhæft sé að í lok næstu skólaannar verði búið að klára málið,“ sagði Lilja í ræðu sinni. n VILJA ÓKEYPIS TÍÐAVÖRUR Í SKÓLA Tvær stúlkur í MH krefjast þess að skólinn sýni fólki sem fer á blæðingar þá virðingu að bjóða upp á ókeypis tíðavörur. Þær segja mikilvægt að umræða um blæðingar sé opin. 16 FRÉTTIR 5. MARS 2021 DV Það þarf í raun- inni að borga fyrir að vera kona. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.