Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 14
Þ að er í fyrsta skipti bið-listi eftir að komast í meðferð hjá átrösk- unarteymi BUGL frá stofnun teymisins árið 2000. „Það er búin að vera 60 prósenta aukn- ing í tilvísunum til okkar frá því í september 2020,“ segir Tinna Guðjónsdóttir, hjúkrun- arfræðingur og teymisstjóri átröskunar Barna- og ungl- ingageðdeildar Landspítala. Það er margt sem gæti spilað inn í þessa gríðarlegu aukningu. „Það hefur verið breytt samfélag í COVID. Við hjá teyminu hugsum það þannig að það hefur verið titringur í rútínu barnanna, foreldrarnir eru meira heima og sjá mynstrið, börnin eiga erfiðara með að fela það. Ég vil ekki henda neinu fram þar sem við erum ekki viss. Mögu- lega COVID-árið góða. Svo getur það verið að heilbrigðis- starfsfólk sé meðvitaðra um áhættuna. En þetta er mikil aukning og sérstaklega hjá ungum krökkum. Þetta eru al- veg ótrúlega alvarleg veikindi og það má ekki myndast bið- listi því börnin veikjast bara á meðan þau bíða, ástandið verður bara verra ef þau fá ekki strax hjálp.“ Tinna segir að það vanti fleira starfsfólk og það þurfi að auka fjárframlög ríkisins til BUGL og átröskunar- teymisins. „Við þurfum fleira starfsfólk. Til dæmis eru allar Norðurlandaþjóðir og flestar Evrópuþjóðir með sérdeild eða einhvers konar dagdeild fyrir þennan hóp, því þetta er svo flókin meðferð og þarfn- ast svo þéttrar þjónustu til að byrja með. Það er öðruvísi meðferð á þessum geðsjúk- dómi en öðrum. Þetta snýr að grunnþörfum mannsins.“ Börn í lífshættu Tinna segir að það komi fyrir að börn hér á landi séu í lífs- hættu vegna átröskunar. Hún bendir einnig á að þegar ein- staklingur er í sveltiástandi til lengri tíma, getur hann ekki farið að borða eins og venjuleg manneskja þar sem það getur skapað hættu fyrir líffæra- kerfin. „Þetta er lífshættulegur sjúkdómur og ef það er ekki gripið inn í snemma þá getur þetta farið mjög illa. Þetta er fljótt að ágerast og það er auðveldara aðgengi að börnum heldur en fullorðnum, því for- eldrar hafa enn stjórnina yfir þeim.“ Mismunandi átraskanir Það er yfirleitt talað um tvær mismunandi tegundir átrask- SÍFELLT FLEIRI OG YNGRI BÖRN MEÐ ÁTRÖSKUN Gífurleg aukning hefur verið undanfarna mánuði á tilvísunum til átrösk­ unarteymis BUGL. Tinna Guðjónsdóttir, teymisstjóri hjá BUGL, segir vandamálið vera stórt og að í fyrsta skipti frá upphafi sé biðlisti. 14 FRÉTTIR 5. MARS 2021 DV Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.