Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 35
Logi Pedro Stefánsson Meyja 29. ágúst 1992 n Metnaðarfullur n Traustur n Góður n Vinnuþjarkur n Of gagnrýninn n Feiminn R úrik Gíslason hefur undanfarið vakið at-hygli fyrir laglegar mjaðma hreyfingar fyrir utan fótboltavöllinn. Rúrik keppir núna í Let’s Dance í Þýskalandi og sýnir þar leynda hæfileika sína í dansi. Við óskum Rúrik til hamingju með afmælið 25. febrúar síðastliðinn. Fiskurinn er þægileg mannvera sem fylgir flæðinu. Hann er til í að prófa nýja hluti og er gjarnan mjög listrænn. Fiskurinn er metnaðarfullur, mjög ástkær, hlýr og góður. Hann er mikil tilfinningavera en það getur einstaka sinnum flækst fyrir honum. Tvistur í myntum Forgangsröðun | Tímastjórnun | Aðlögunarhæfni Hér reynir sannarlega á aðlögunarhæfni þína og tíma- stjórnun. Þú tekur skref inn í óvissuna sem er svo spenn- andi en auðvitað líka krefjandi. Spilið virðist vera þér hliðhollt en mælir með að þú fáir aðstoð til þess að halda utan um þín verkefni svo þú náir að sinna þeim öllum vel. Hér geta markmiðalistar og Excel-skjöl komið að góðum notum. Hér er líka gott að staldra við og forgangsraða, passa að veita því meiri athygli sem fyllir bæði vasa og sál. Annað má bíða og það er allt í lagi að segja „nei“ stöku sinnum. Styrkur Styrkur | Hugrekki | Sannfæring | Áhrif | Samkennd Styrkurinn er fallegt spil sem sýnir að þú ert að finna þinn innri styrk til að vera nákvæmlega eins og þú ert og samkvæmur sjálfum þér. Þú lætur ekki utanaðkomandi aðila stjóra eða stýra þér. Þú tekur ákvarðanir fyrir þig sjálfan og ert ekki að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Það er mikill þroski sem þarf til þess að komast á þennan stað í lífinu og það er mikil frelsistilfinning. Sjöa í stöfum Áskorun | Samkeppni | Vernd | Þrautseigja Það er mikil gæfa sem fylgir þér þannig að þó þetta spil sé ábending um áskorun þá sýnist mér það enda vel. Þetta virðist líka vera þannig áskorun sem þú velur þér sjálfur, ekki eitthvað sem mun koma þér á óvart. Þú ert að velja sjálfur að fara á nýjar slóðir og ert tilbúinn að Skilaboð frá spákonunni Auka spil sem kom hjá þér er Fimma í bikurum, það spil minnir þig á mátt fyrirgefningarinnar. Hafðu það í huga... STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Rúrik Gíslason SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 05.03. – 11.03. Laglegar mjaðmahreyfingar… Ágústbarn á leiðinni MYND/EYÞÓR stjörnurnarSPÁÐ Í T ónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson og kærasta hans Hallveig Hafstað Har-aldsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Logi drenginn Bjart Este ban Pedro Logason. Parið greindi frá gleðifregn- unum á Instagram og er von á barninu í ágúst. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Logi er Meyja og Hallveig er Vog. Meyjan er merki sem þrífst á samkennd og sjarma. Hún dáist að skýrum huga Vogarinnar og metnað- inum sem hún leggur í að tryggja að allt sé í fullkomnu jafnvægi. Þau eiga meira saman andlega heldur en líkamlega. En þau geta byggt upp fullnægjandi samlíf með þolin- mæði, umhyggju og athygli. Meyjan vill að fólki líki við sig og á það til að sanka að sér ábyrgð og verkefnum sem óá- kveðna Vogin á að sjá um. Til að leysa úr því skipta samskipti og virðing öllu máli. Þó að samband Meyjunnar og Vogarinnar geti verið strembið til að byrja með þá verður það bara sterkara með tímanum, eins og tvö púsl sem loksins fundu hvort annað. n MYND/AÐSEND takast á við þær áskoranir sem fylgja þeim. Hér er spilið að segja þér að gefast ekki upp, þú getur þetta! Ég get, ég ætla, ég skal! er mantran sem spilið færir þér. Það er gott að hugleiða með þessari möntru. Hallveig Hafstað Haraldsd. Vog 16. október 1996 n Málamiðlari n Samstarfsfús n Örlát n Félagsvera n Óákveðin n Forðast deilur Hvað segja tarot-spilin um stjörnumerkið þitt? Hrútur 21.03. – 19.04. Hrúturinn fær Tíu í spjótum sem segir okkur að þetta verði óvenju erilsöm vika hjá þér. Þú finnur fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu og þarft að biðja um smá hjálp til þess að komast yfir þenna hjalla. Naut 20.04. – 20.05. Nautið fær Vagninn, sem boðar miklar breytingar. Hér sjáum við þig pakka saman dótinu og tilbúið í nýtt ævintýri. Þetta spil kemur upp hjá fólki sem er að flytja eða færa sig í starfi, einhverjar breytingar sem eru kærkomnar. Tvíburi 21.05. – 21.06. Tvíburinn fær spilið Ás í stöfum sem er táknrænt fyrir nýtt upp- haf. Þetta snýr að verkefnum eða vinnu. Ef þú ert að hugsa um að takast á við nýtt verkefni eða nýja áskorun þá segir spilið þér að núna sé góður tími til þess að hefjast handa. Krabbi 22.06. – 22.07. Krabbinn fær spilið Áttu í bik- urum. Þú varðst fyrir ákveðnum vonbrigðum og ert núna að ákveða að taka völdin og snúa við blaðinu. Þú tekur erfiða ákvörðun um að sleppa því sem þjónar þér ekki lengur og kveður vinnu eða samband sem þjónar þér ekki lengur. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið fær Tvist í sverðum og stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Þú ert hvatt til þess að líta inn á við og hlusta á innsæið. Þú í raun og veru veist svarið en ert hikandi, því það er ekki auðveld ákvörðun. Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan fær Sjöu í myntum sem minnir þig á að ef þú finnir fyrir uppgjöf þá skulirðu ekki örvænta því það er ekki langt í land. Sjöan í myntum sýnir einstakling sem er búinn að leggja talsvert mikið á sig og er orðinn ansi þreyttur en verðlaunin eru rétt handan við hornið. Vog 23.09. – 22.10. Vogin fær Hengda manninn sem minnir hana á að góðir hlutir gerast hægt. Það er vissulega verið að reyna á þolinmæðina þína en allt er eins og það á að vera, treystu flæðinu og njóttu þess að taka því rólega á meðan þú bíður uppskerunnar. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Sporðdrekinn fær Djöfulinn sem er aldrei eins dramatískt og það hljómar og langt frá því að vera slæmt spil. Djöfullinn er táknrænn fyrir samninga. Þú ert að fara að skrifa undir mikilvægan samning í vikunni, en gættu þess vel að lesa smáa letrið. Bogmaður 22.11. – 21.12. Bogmaðurinn fær Tíu í bikurum sem boðar einhvern fjölskyldu- fögnuð. Mögulega verður þér boðið í brúðkaup, einhver nákominn þér á von á barni eða þú færð góða ástæðu til þess að draga fram kampavínið og fagna nýjum áfanga. Steingeit 22.12. – 19.01. Steingetin fær Tvist í spjótum og stendur frammi fyrir því að skipu- leggja vel komandi tíma. Hér ert þú að leggja góðan grunn að nýju verkefni sem mun bera góðan árangur. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Vatnsberinn fær Tíu í sverðum. Þetta spil minnir þig á að ef þér finnst utanaðkomandi að- stæður vera að þrengja að þér þá er kannski tímabært að gera breytingar. Þú ert alltaf við stjórnvölinn þó að þér líði ekki alltaf þannig. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn fær Þrist í myntum. Þú ert að fara að hefja eitthvað skemmtilegt og skapandi sam- starf. Þetta virðist tengjast vinnu og verður afar farsælt samstarf sem mun gefa af sér meira pen- ingaflæði, beinustu leið í vasann þinn. FÓKUS 35DV 5. MARS 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.