Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 38
38 SPORT 433 A rnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla, mun eftir tvær vikur velja sinn fyrsta landsliðshóp. Arnar tók við starfinu í des- ember en aðstoðarmenn hans eru Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck. Þegar ís- lenska landsliðinu mistókst að komast inn á Evrópumótið seint á síðasta ári mátti heyra raddir um að nú væri kominn tími á breytingar, sami kjarni hefur skipað íslenska landslið- ið í tæp tíu ár með mögnuðum árangri. Arnar Þór hefur lítið gefið út um hvort hann fari í miklar breytingar á hópnum en ætla má að þær verði miklu minni en margir höfðu spáð. Markvarðarstaðan Arnar Þór Viðarsson viður- kenndi í viðtali í vikunni að engin ákvörðun hefði verið tekin um stöðu markvarðar, talið hafði verið að Hannes Þór Halldórsson myndi missa stöðu sína sem fyrsti kostur í markið, en sviðsmyndin í dag er allt önnur. Rúnar Alex Rúnarsson, sem flestir töldu öruggt að tæki stöðu mark- varðar Íslands, hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir mistök sín með Arsenal í leik gegn Manchester City í des- ember. Síðan þá hefur hann varla fengið að spila og hefur misst stöðu sína á bekknum hjá Arsenal, sjálfstraust þessa öfluga markvarðar gæti verið í molum. Ögmundur Kristins- son gekk í raðir Olympiakos síðasta haust og hefur spilað sárafáa leiki síðan þá. Þessir tveir keppinautar Hannesar síðustu ár hafa því lítið gert til að verðskulda sætið fram yfir Hannes. Hannes er 36 ára gamall og er að hefja sitt þriðja tímabil með Val en lík- legast verður að teljast að hann haldi stöðu sinni til að byrja með undir stjórn Arnars Þórs. Varnarlínan Helstu breytingarnar í liðinu gætu átt sér stað í varnarlín- unni, staða hægri bakvarðar hefur verið til vandræða en Guðlaugur Victor Pálsson leysti stöðuna á síðasta ári og gerði það með miklum glæsi- brag. Arnar Þór sem áður var þjálfari U21 árs landsliðs- ins hafði mikla trú á Alfons Samp sted í því hlutverki og bendir margt til þess að hann taki hann með sér í A-landslið- ið og geri hann að lykilmanni. eru teymi sem aldrei er hægt að afskrifa. Stöðu vinstri bak- varðar munu svo Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon halda áfram að berjast um. Miðsvæðið Ef allt fer að óskum munu allir helstu miðjumenn ís- lenska landsliðsins síðustu ár verða heilir heilsu seinni hlutann í mars. Líklegt er að Guðlaugur Victor muni koma inn sem miðjumaður hjá Arn- ari Þór, en Arnar hefur mest notað 4-1-4-1 kerfið í sinni þjálfun. Jón Dagur Þorsteins- son, sem er í miklu uppáhaldi hjá Arnari, gæti fengið stærra hlutverk með A-landsliðinu en áður. Annars má búast við að Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verði áfram í algjöru lykilhlutverki. Stærsti hausverkur Arnars er heilsu- leysi Jóhanns Berg síðustu mánuði og hvernig leysa skuli málin ef hann er fjarverandi. Sóknarlínan Arnar Þór bíður nú og vonar að besti íslenski framherjinn síðustu árin, Alfreð Finn- bogason, verði heill heilsu eftir tæpar tvær vikur. Fram- herjinn hefur misst af síðustu leikjum Augsburg og misst út mikið á þessu tímabili. Arnar mun að öllum líkindum aðeins spila með einn framherja og ef Alfreð verður ekki heill heilsu þarf hann að skoða aðra kosti. Jón Daði Böðvars- son, Albert Guðmundsson og Viðar Örn Kjartansson gætu leyst Alfreð af hólmi og þá er möguleiki á því að Kolbeinn Sigþórsson verði í hópnum en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með IFK Gauta- borg. Niðurstaða Líklegast er að þegar Arnar Þór rennir yfir hóp sinn og sína möguleika til að stilla saman sterkasta mögulega byrjunarliðinu, verði breyt- ingarnar sárafáar. Hann er líklegur til þess að setja Alf- ons Sampsted inn sem hægri bakvörð. Sverrir Ingi Ingason sem hefur verið fastamaður í hópnum en aldrei fengið traust sem byrjunarliðs- maður ætti að fá stórt hlut- verk. Framar á vellinum má búast við því að sama gamla bandið slái taktinn, Arnar Þór þarf hins vegar að hafa betri lausnir en Erik Hamrén fann, ef Alfreð Finnbogason og Jó- hann Berg eru fjarverandi vegna meiðsla. n LITLAR BREYTINGAR Í KORTUNUM Arnar Þór Viðarsson fer af stað sem landsliðsþjálfari Íslands síðar í þessum mánuði, fram undan eru þrír mikilvægir leikir í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Liðið leikur gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein núna í mars og fara allir leikir fara fram á útivelli. Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Með því gefst líka færi til að koma Guðlaugi Victori upp á miðsvæðið sem er hans nátt- úrulega staða. Arnar Þór þarf svo að velta því fyrir sér hvað hann gerir með miðvarðar- stöðuna í fyrsta verkefni sínu. Þegar þetta er skrifað hefur Ragnar Sigurðsson ekki spilað deildarleik frá því í september og Kári Árnason verður 39 ára síðar á þessu ári. Arnar hefur sagt frá því að hann horfi enn til þess að Kári geti verið leikmaður liðsins. Sverr- ir Ingi Ingason mun líklega fá fullt traust í fyrsta verkefni Arnars en Ragnar og Kári 5. MARS 2021 DV Arnar Þór stekkur út í djúpu laugina síðar í þessum mánuði þegar undankeppni HM hefst. MYND/ANTON Hannes er 36 ára gamall en líklegast er að hann haldi stöðu sinni í mark- inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.