Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR K atrín Jakobsdóttir hefði getað valið ótal leiðir í lífinu og farnast vel. Hún hefði orðið og hefur verið fyrirtaks kennari, bókmenntir eiga stóran sess í hjarta henn- ar, svo skrif og ritstýring liggur beint við og hún er fær í mannlegum samskiptum svo að jafnvel hefði sálfræðistarf getað átt vel við hana líkt og móður hennar. En nei, þrátt fyrir að ætla sér það ekki sér- staklega fann krafturinn sér farveg og Katrín Jakobsdóttir fór á þing. Katrín er fædd 1. febrúar 1976 og er dóttir Jakobs Ár- mannssonar, bankamanns og kennara, og Signýjar Thor- oddsen sálfræðings. Jak- ob lést árið 1996, 57 ára að aldri, og Signý 2011, 71 árs. Fjölskylda Katrínar var og er afar samheldin, en hún er yngst fjögurra systkina. Elst er Bergljót Njóla, kennari, og því næst tvíburabræðurnir Sverrir sagnfræðiprófessor og Ármann sem er prófessor í íslensku og rithöfundur. Katrín er gift Gunnari Sig- valdasyni heimspekingi og saman eiga þau þrjá syni, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Stressið í hliðinu Vinir og kunningjar Katrínar segja hana yfirleitt spyrja fólk hvernig því líði þegar það rekst á hana. „Þó að það sé örugglega miklu meira í gangi hjá henni en mér, þá spyr hún að því,“ sagði fyrr- verandi skólasystir Katrínar, aðspurð hvernig týpa forsætis- ráðherra væri. Að því sögðu er það fyrsta spurningin. Hvernig líður þér? „Ég vissi ekki einu sinni að ég spyrði að þessu en ég hef auðvitað áhuga á fólki. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég spyr. En hvernig líður mér? Ég er með smá sjóriðu eftir þessa jarðskjálfta en að öðru leyti líður mér bara vel,“ segir Katrín og það er er ekki annað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býr í blokk og segist kunna því vel að búa ekki of rúmt því hún eigi það til að sanka að sér dóti svo sem bollastellum sem aðrir ætla að henda. Hún fer í Krambúðina á náttföt- unum og segir það ekki vera neitt sérstakt markmið að láta öllum líka við sig, sem er líklega ástæðan fyrir því að hún er einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Skiptir máli að missa ekki mennskuna 5. MARS 2021 DV Myndir: Anton Brink Sérstakar þakkir: Listasafn Íslands og Steina Vasulka fyrir afnot af verkinu Of the north

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.