Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 12
Kennt var utandyra við Fossvogsskóla á fimmtudag. Kennsla hefst fyrir
nemendur skólans á þriðjudag í Korpuskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SKÓLAMÁL „Það sem foreldrar vilja
heyra er hvernig málin verða í fram-
tíðinni. Hvað ætla borgaryfirvöld
að gera. Ekki hvað þau hafa gert.
Það er margt býsna gott búið að
gera en að fá ekki svar um hvað á að
gera gremst foreldrum,“ segir Örn
Þórsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúi í Skóla- og frí-
stundaráði um málefni Fossvogs-
skóla.
Skólinn hefur verið lokaður og
skólastarfinu var fundið annað hús-
næði og verður kennt í Korpuskóla
frá og með þriðjudegi. Nemendur
munu fara með rútum á vegum
borgarinnar milli Fossvogsskóla og
Korpuskóla.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg sem send var síðdegis í gær
segir að Húsnæði Korpuskóla sé
heppilegt því hægt sé að koma allri
starfsemi skólans fyrir á einum stað.
Þar sé góð aðstaða fyrir nemendur
og starfsfólk, innandyra sem utan.
Þar með hafa húsnæðismál Foss-
vogsskóla verið leyst til bráðabirgða
en á ýmsu hefur gengið í málefnum
skólans.
Fyrir tveimur árum þurfti að
rýma skólann vegna myglu og voru
börnin þá flutt í Laugardal þar sem
þau stunduðu nám um hríð.
„Það sem mér finnst vera gagn-
rýnisvert í þessu öllu saman er að
það hefur aldrei verið sagt neitt við
okkur í skóla- og frístundaráði. Ég
er að lesa þetta flest í fjölmiðlum. Ég
fæ ekkert eftir réttum leiðum,“ segir
Örn. Hann bendir á að ráðið hafi
lögbundið hlutverk sem sé skýrt í
lögum en það sé erfitt því ráðið fær
engar upplýsingar.
„Ég nefni sem dæmi að núna er
skólastarfið í uppnámi en ég veit
ekkert hvað er verið að fara að gera.
Málefni skólans eru á dagskrá á
þriðjudag og þar ætlum við að horfa
til baka. Þar liggur fyrir einhvers
konar tímalína um það sem hefur
verið gert. Það er fínt að leggja það
fyrir en ég vil horfa fram á veginn.
Ég skil ekki af hverju er ekki til eitt-
hvað sem heitir plan B. Einhver við-
bragðsáætlun,“ bætir hann við.
Hann segir að hann hafi talað
við meirihlutann um að hlusta á
foreldra. Heyra hvað þau hafi að
segja. „Mér finnst eins og yfirvöld
séu að bíða eftir að málið leysist af
sjálfu sér. Ég veit ekki hvað á að gera
og það er svo skrýtið hvað er lítið
samráð.“
Skólahaldi í Korpuskóla var
hætt haustið 2020 í framhaldi af
sameiningu hans við aðra skóla í
nágrenninu. Síðan þá hefur hann
staðið auður.
benediktboas@frettabladid.is
Kennsla færist
í Korpuskóla
Nemendum í Fossvogsskóla verður ekið að og frá
Korpuskóla. Málefni skólans verða rædd í Skóla- og
frístundaráði á þriðjudag. Skóli hefst á þriðjudag.
Mér finnst eins og
yfirvöld séu að bíða
eftir að málið leysist af sjálfu
sér. Ég veit ekki hvað á að
gera og það er svo skrýtið
hvað er lítið samráð.
Örn Þórsson,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins og
fulltrúi í Skóla- og
frístundaráði
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | 510 1700 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs-
íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. apríl 2021.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:
– Lýsing á eign og því sem henni fylgir
– Ástand eignar og staðsetning
– Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár
– Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir
eru úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt
af mörkum til að ná heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
og á sama tíma sækjast eftir nýjum
viðskiptatækifærum og aukinni
samkeppnishæfni?
Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri
fyrir íslenskt atvinnulíf
Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins
til þróunarsamvinnu. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum
fyrirtækjum.
Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og
sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sérstök áhersla er lögð á
atvinnusköpun kvenna og jákvæð umhverfisáhrif verkefna.
Lista yfir gjaldgeng samstarfslönd er að finna á vefsíðu sjóðsins
www.utn.is/samstarfssjodur.
Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt hins
opinbera: www.island.is/samstarfssjodur fyrir lok 30. apríl 2021.
Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið
atvinnulif.styrkir@utn.stjr.is eigi síðar en 23. apríl.
Allar nánari upplýsingar og verklagsreglur
á www.utn.is/samstarfssjodur.
Styrkir úr
Samstarfsjóði við atvinnulífið
um heimsmarkmiðin
BORGARBYGGÐ Lögreglan á Vestur-
landi, sem ekki hefur lengur afnot
af skotsal Vesturlands, vill heimild
Borgarbyggðar til að hefja æfingar
á Ölduhrygg. Of kostnaðarsamt
sé að fara í skotsali í Kópavogi og
Keflavík.
„Samkvæmt viðbúnaðarskipu-
lagi lögreglu er gerð krafa um að lög-
regla geti sinnt vopnuðu viðbragði
við tilteknar aðstæður. Til þess að
það sé unnt þurfa lögreglumenn að
fá tiltekið mikla þjálfun og standast
árlegt próf. Þetta er ófrávíkjanlegt
samkvæmt kröfum ríkislögreglu-
stjóra,“ segir í erindi lögreglustjóra
Vesturlands.
Þá kemur fram að æfingar og
skotpróf lögreglumanna hafi legið
niðri vegna kórónaveirufarald-
ursins. Ölduhryggur hefur verið
not aður til skot prófa meðal
almennings. Þar er til skoðunar að
Skotfélag Vesturlands fái aðstöðu
og segir lögreglustjórinn félagið
ekki gera athugasemdir við að lög-
reglan fái þar einnig aðstöðu. „Í ljósi
stöðunnar er afar brýnt að koma
skotæfingum og -prófum í gang við
allra fyrsta tækifæri,“ undirstrikar
lögreglustjórinn. – gar
Brýnt að mæta uppsafnaðri þörf
lögreglumanna til skotæfinga
Æfingar og skotpróf
lögreglumanna hafa undan-
farið ekki farið fram vegna
faraldursins
2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð