Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 41
Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins óskar eftir að ráða þjónustulipran og jákvæðan einstakling í starf við
símsvörun. Um fullt starf er að ræða og vinnutími frá 08:00-16:00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Símsvörun fyrir ráðuneytin
• Svörun fyrirspurna varðandi þjónustu á vefnum island.is
• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af símaþjónustu og öðrum þjónustustörfum er æskileg
• Framúrskarandi þjónustulund og vönduð framkoma
• Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
• Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg
• Gott vald á íslensku og ensku
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags starfsmanna stjórnarráðsins.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá
og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Símsvörun í þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins
Um Umbru:
Umbra - þjónustumiðstöð
Stjórnarráðsins er miðlæg
þjónustueining ráðuneytanna
og er símasvörun eitt þeirra
verkefna. Starfsmenn eru 38
og notendur þjónustunnar
á sjötta hundrað. Umbra
sinnir upplýsingatæknimálum
og ýmsum sameiginlegum
rekstrarþáttum ráðuneytanna,
að hluta eða í heild, með
það að markmiði að stuðla
að hagkvæmni í rekstri.
Umbra heyrir undir fjármála-
og efnahagsráðuneytið.
Umbra hefur það hutverk
að vera miðstöð innri
þjónustu og þróunar
sem gerir ráðuneytunum
kleift að einbeita sér að
kjarnastarfsemi sinni.
Við leitum að leiðtoga í starf forstöðumanns þróunar vindorku, fjölbreytt og
spennandi uppbyggingar- og stjórnunarstarf á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu.
Forstöðumaður ber m.a. ábyrgð á þróun og uppbyggingu á vinnslu vindorku,
auk samstarfs við hagsmunaaðila.
Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma.
Hæfniskröfur
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Stjórnunarþekking og reynsla
– Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni
– Áþreifanlegur árangur í starfi
– Frumkvæði, samviskusemi, metnaður og jákvæðni
– Sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl
Sótt er um starfið á vef Hagvangs
Nánari upplýsingar
Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi
geirlaug@hagvangur.is
Viltu beisla með
okkur vindinn?
Starf