Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 30

Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 30
að fara í keisaraskurð og brjóstnám í sömu aðgerðinni, sem var fyrir- huguð í nóvember. „Það komu þarna þrjár vikur þar sem ég var „bara“ ólétt og gat notið þess,“ segir hún. Á þessum þremur vikum, á meðan aðgerðardagurinn nálgað- ist, fjölgaði smituðum af COVID-19 á Íslandi verulega. „Það tók á að ganga í gegnum þetta allt í miðri þriðju bylgju COVID-19. Ég er mikil félagsvera og nýt þess að vera í kringum fjöl- skyldu og vini en þurfti að einangra mig mikið svo ég ætti ekki á hættu að þurfa í sóttkví eða að smitast og geta þá ekki haldið áfram með- ferðinni. Þannig að á sama tíma og ég þurfti hvað mest á vinum og fjölskyldu að halda, hitti ég nánast engan því ég gat ekki tekið sénsinn vegna COVID,“ segir Eva. „Það var mjög erfitt, því ég hefði svo mikið viljað umvefja mig öllu fólkinu mínu og ég veit að fólkið mitt hefði viljað vera mikið meira til staðar fyrir mig en það gat.“ Keisari og brjóstnám saman Þann 19. nóvember fór Eva í keisara- skurð og brjóstnám í sömu aðgerð- inni. Aðgerðin var ákveðin með frekar stuttum fyrirvara, eða um það bil fimm vikna, segir Eva. „Það tók smá tíma að ákveða hvernig þetta yrði gert. Hvort ég myndi fæða fyrst og fara svo í brjóst- námið. En ég var gengin það stutt að besta lausnin var að gera þetta í sömu aðgerðinni og framkvæma keisara frekar en að ég myndi reyna fæðingu,“ útskýrir Eva, en það mátti ekki svæfa hana fyrr en barnið væri fætt. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarteymis Landspítalans, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem brjóst- nám og keisaraskurðaðgerð hafi verið framkvæmd saman á Íslandi. „Það var fyrst gerður keisara- skurður, þar sem ég var vakandi og svo var ég svæfð og brjóstaskurð- teymið kom inn og gerði brjóst- námsaðgerðina. Það voru einnig teknir átta eitlar úr holhöndinni. Ég fékk að vera vakandi í keisaranum og upplifa fæðinguna en svo var ég svæfð korteri seinna,“ segir Eva. Sóley Eva var færð á vökudeild þar sem hún dvaldi í viku, en hún þurfti smá öndunarstuðning í upphafi en var fljót að jafna sig og braggast vel. „Ég reyndi við brjóstagjöfina en hún gekk ekki upp og er hún því bara á pela, sem gengur vel og hún dafnar eðlilega,“ bætir hún við. Það heyrir til undantekninga að barnshafandi konur séu sendar í jafn kröftuga lyfjameðferð á meðgöngu og Eva. „Eftir aðgerðirnar helltust yfir mig alls konar tilfinningar. Maður er fullur af hormónum eftir fæðingu og þar með mjög tilfinninganæmur og svo bættist ofan á það hræðsla og kvíði tengt krabbameininu og allri þeirri vegferð. En ég hef hægt og rólega verið að vinna mig út úr því og líður alltaf aðeins betur eftir því sem tíminn líður.“ Erfitt að treysta líkamanum „Ég fékk að vita eftir aðgerðina að það fannst ekkert í því sem var tekið. Sem segir að meðferðin hafi virkað fullkomlega og það voru engar lifandi krabbameinsfrumur,“ segir Eva. „Ég átti pínu erfitt með trúa því. Ég tek öllu svona með miklum fyrir- vara, maður er náttúrlega bara skít- hræddur og á erfitt með að treysta líkamanum sínum eftir svona.“ Núna tekur við reglulegt eftirlit og myndrannsóknir hjá krabba- meinslækni ásamt krabbameins- lyfjameðferð næstu fjóra til sex mánuðina. „Svo fer ég líklegast í geislameð- ferð. Ég hef ekki fengið staðfest hve- nær en það verður líklega ekki fyrr en eftir þessa töflumeðferð sem ég er í núna. Þeir vildu að ég færi í meðferð eftir meðgönguna líka til öryggis. Af því þeir vita ekki hvað gerist í líkam- anum eftir svona miklar breytingar sem fylgja fæðingu. Þannig að þeir þora ekki annað en að gefa mér lyf,“ Ekki verið gert áður hér á landi Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarteymis Landspítalans og fæðingarlæknir Evu, segir að það sé alls ekki algengt að konur séu sendar í keisara- skurð og síðan beint í krabbameinsaðgerð. Um er að ræða sjaldgæfa og stóra aðgerð sem hún minnist ekki að hafi verið framkvæmd áður hérlendis. „Þetta er sjaldgæft. Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður í einni og sömu aðgerðinni hér á Íslandi,“ segir Hulda, en aðgerðirnar hafa verið framkvæmdar saman erlendis. „Ég hef verið hérna í rúm tuttugu ár, þannig að ég held að ég myndi nú vita það ef þetta hefði verið framkvæmt hér undanfarið,“ bætir hún við. Meta hvert tilvik fyrir sig Hún segir að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig út frá sögu konunnar og heilsu. „Áður hefur verið gerður keisaraskurður og svo aðgerð í framhaldi af því, en vegna annars konar krabbameins. Til dæmis í tengslum við legháls- krabbamein,“ segir Hulda. „Þegar maður er með svona sjúklinga verður maður að sníða meðferðina og aðgerðina á eftir, að hverri konu. Byggt á þeirra sögu og þeirra stigi af krabbameini.“ Hún segir aukna áhættu fylgja því að svæfa þung- aðar konur, eða konur sem eru nýbúnar að fæða barn. „Það er aðeins meiri bjúgur í hálsinum. Oft þegar þær eru ekki búnar að fæða þá er kúlan stór og þung, brjóstin eru stór og þung og svona ýmis- legt sem gerir það að verkum að það eru ákveðnar áhættur sem aukast við svæfingu,“ segir Hulda og bætir við að það þurfi að meta hvert tilvik fyrir sig svo inngripið hafi sem minnst áhrif á barnið. Eva segist hafa sloppið vel og varð ekki mikið veik af lyfjameðferðinni þrátt fyrir höfuðverk, þyngsli og brjóstsviða. Eva með Sóleyju Evu í fanginu. MYND/AÐSEND Eva segir það hafa verið erfiða ákvörðun að raka af sér hárið þar sem það var stór hluti af sjálfsmyndinni. MAÐUR ER FULLUR AF HORMÓNUM EFTIR FÆÐ- INGU OG ÞAR MEÐ MJÖG TILFINNINGANÆMUR OG SVO BÆTTIST OFAN Á ÞAÐ HRÆÐSLA OG KVÍÐI TENGT KRABBAMEININU OG ALLRI ÞEIRRI VEGFERÐ. segir Eva, en hún var með þrínei- kvætt brjóstakrabbamein. „Það eru til nokkrar tegundir af brjóstakrabbameini, hormóna, jákvætt og svo framvegis. Mitt var ekki með neina viðtaka og getur þá vaxið í líkamanum undir eðlilegum aðstæðum og er mjög líklegt til að koma aftur, en það er auðvitað erfitt að segja.“ Spurð hvort það hafi verið lán í óláni að hún hafi fundið meinið sjálf svona snemma, segir Eva að ef hún hefði greint meinið fyrr hefði mögulega þurft að binda enda á meðgönguna. „Ég fann þetta einmitt á þeim tímapunkti sem ég mátti fara í með- ferð. Eftir 16. viku er talið að það sé í lagi að veita krabbameinslyfja- meðferð á meðgöngu. Fyrir þann tíma er fóstrið enn að skapast og það getur haft slæm áhrif. Þannig að ég greindist á hárréttum tíma. Meðgangan getur líka haft jákvæð áhrif og komið þessu út úr líkam- anum mínum, en maður er auð- vitað aldrei öruggur. Það eru bara þrír mánuðir í einu,“ segir Eva, en hún fer nú í myndatökur á þriggja mánaða fresti. Eva segir líðan sína mjög sveiflu- kennda þessa dagana. „Ég á góða daga og slæma en það kemur ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um krabba- meinið og þá hvort eða hvenær það kemur aftur. Ég er stanslaust að reyna að vinna í því að sætta mig við þessa breytingu á lífinu og breytta líkamsímynd, en það mun taka tíma og krefst mikillar sjálfsvinnu,“ segir Eva. Aðspurð að lokum hvernig Sóley Eva hafi það, segir Eva hana hafa það ótrúlega gott. „Það er ekk- ert hægt yfir henni að kvarta,“ segir hún í léttum tón. 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.