Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 27
við að vera meira óheiðarlegir til þess að hylma yfir óheiðarleikann sem var á undan. Maður er kominn í vítahring. Þetta er helvíti slæmt,“ segir KK og hlær. „Við lendum öll í þessu og við komum til með að lenda í þessu aftur og aftur en ef maður er hepp­ inn þá getur maður kyngt hégóm­ anum, stoltinu, og sagt: „Ég hafði bara rangt fyrir mér. Ég fór með rangt mál. Ég gerði það viljandi. Til þess að hefja sjálfan mig upp. Ég hugsaði ekkert. Ég var eigingjarn. Ég var f ljótur að dæma þennan mann hérna.“ Ég hef stundum farið inn á netið þegar allt er brjálað til þess að segja: „Eruði til í að færa ykkur svo ég geti sparkað í hann líka?“ Þetta er svo­ lítið f lókið og þess vegna segi ég að það er svolítið vandasamt að ætla sér að dæma einhvern annan.“ Siglt á Æðruleysinu KK bendir á að góðu heilli höfum við f lest siðferðislegan áttavita. „Það er siðferðislegur áttaviti sem við erum öll sammála um og með reynslunni og þroskanum og mis­ tökunum sem við gerum, þá lærum við að beita þessum áttavita. Með þessum siðferðislega kompás umburðarlyndis, þolinmæði og góðvildar ratarðu á góð mið. Þú siglir á æðruleysinu á góð mið þar sem er spegilslétt og fiskarnir hoppa upp úr og brosa til þín. Talandi um annarlegt ástand,“ segir KK og glottir. Hefurðu alltaf verið svona stó- ískur og búið yfir þessu ótrúlega jafnaðargeði sem sjálfsagt f lestum finnst einkenna þig? „Skakkur?“ spyr KK á móti og hlær. „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvernig ég er í þínum augum,“ heldur KK áfram og stefnan er tekin á andlegu miðin þegar talið berst að trillunni hans sem ber það mjög svo viðeigandi nafn Æðruleysið. „Báturinn fer svo hægt. Ein­ hverjar sex mílur eða um tólf kíló­ metra. Bara nánast á gönguhraða og þess vegna segi ég alltaf að þegar ég er kominn út í bát þá er ég kominn. Ég er kominn þegar ég er kominn um borð. Skilurðu? Um leið og ég er búinn að leysa landfestar þá er ég kominn. Ég varð náttúrlega að gera það vegna þess að ef maður er alltaf að reyna að komast eitthvert þá yrði maður bara klikkaður,“ segir KK og hlær. Skyndikennsla í núvitund „Og svo fór ég að pæla í þessu og þannig er náttúrlega lífið og þetta vinsæla í dag sem menn eru að tala um, núvitund. Þú ert kominn,“ segir KK og þegir í drykklanga stund. Ég hef verið að reyna að ná þess- ari núvitund en þetta vefst agalega fyrir mér. „Við erum alltaf að reyna að skilja það. Núna. Eins og við erum vön því að geta leyst einhverja krossgátu og fundið svarið. Ég held það sé ekkert svoleiðis svar við þessu. Held að þetta sé eitthvað aðeins öðruvísi. Ég held þetta sé meira að stefna að því að ná því að vera í núinu. Þú getur alltaf öðru hvoru tekið bara núna …“ KK dregur djúpt andann og þögn­ in tekur aftur við. Hann bendir þög­ ull út um gluggann. Síðan til hægri. Þá örlítið til vinstri. Upp í loft. Tikk, takk, tikk, takk, tikk, takk … Tifið í eldhúsklukkunni heyrist allt í einu í þögninni sem heldur áfram í nokkrar mínútur á meðan regndropar leka niður rúðuna og naktar trjágreinar bærast í léttum vindinum. PLÚBB! Stakur dropi úr eldhúsvaskinum rýfur þögnina. „Heyrðirðu dropann?“ spyr KK nokkuð ákafur. „Þetta er núvitund­ in. Sem verið er að tala um. Var þetta flókið?“ Nei. Þetta var rosalega gott samt. „Við vorum bara að …“ Ég byrjaði fyrst að heyra í klukk- unni. Ég var að heyra í henni fyrst núna. „Sama segi ég.“ Svo kom dropinn. „Þetta er bara núvitund. Þetta er ekkert f lóknara en þetta. Þegar við náum þessari núvitund. Þegar við stoppum aðeins þá förum við að sjá hluti sem maður sér annars ekki. Á meðan þetta er, þá erum við ekki að hugsa um neitt annað og þá hvílist hugurinn og þá kemur svo mikill kraftur. Krafturinn er svo mikill sem er til staðar. Hann er alltaf til staðar en við erum ekki alltaf til staðar. Og þegar við gerum eins og núna … stoppum aðeins, þá verðum við allt í einu til staðar,“ segir KK og hlær dátt. „Sérðu. Horfðu á vegginn. Við erum til staðar. Þess vegna heitir það vakning því þegar við erum ekki til staðar þá erum við sofandi. Þegar við erum í núvitundinni. Þú veist, eins og við gerðum núna, þá erum við bara til staðar. Þá erum við vakandi. Svo þegar hugurinn fer af stað fúmmm … og maður fer að hugsa um allt sem maður þarf að gera í dag, á morgun. Núna. Þá er hugurinn ekki lengur á staðnum sem líkaminn er á. Hann er einhvers staðar allt annars staðar.“ Krossgáta lífsins Tólfta spor óvirkra alkóhólista á bataleiðinni gengur út á að hjálpa öðrum alkóhólistum að halda sér edrú. KK hefur í gegnum tíðina verið þannig til staðar, en gerir ekki mikið með það. „Nei, ég hjálpa engum sko. Það hjálpa allir öllum sem fyrirmyndir. Þú getur verið slæm fyrirmynd og það getur verið mjög gott fyrir mig. Að segja: „Ég ætla ekki að vera eins og þessi.“ Hann hlær. „Þú getur verið góð fyrirmynd: „Mig langar að vera eins og þessi.“ Það hjálpar. Með öðrum orðum. Ég get ekkert hjálpað neinum eða breytt neinum. En ég get breytt mér. Með því að vera kannski góð fyrirmynd. Góð fyrir­ mynd er alltaf góð fyrirmynd. Það er miklu erfiðara heldur en að benda á aðra og setja út á gallana þeirra. Þar að auki er ekki hægt að breyta öðrum. Það er bara ekki hægt. En þú getur breytt sjálfum þér en það er töluvert erfitt. Ég meina það er ekkert bara hlaupið að því, eins og þú veist sjálfur og allir vita sem hafa eitthvað reynt það. En það er vegur. Alveg eins og við vorum að tala um áðan að við vilj­ um fá lausn á krossgátunni. Það er ekki alltaf þessi lausn. Kannski þarf ég ekkert að skilja núvitundina. Ég þarf bara að upplifa hana.“ KK heldur áfram og segir það sama gilda um vegferðina sem þeir eru á sem vilji bæta sig með því að gera eitthvað. „Þá ertu á einhverjum vegi og ert bara á veginum. Þú ert ekki að fara neitt í raun og veru og ert bara á veginum í þessa átt. Þú ert með vegvísana. Það er svo mikið af góðu fólki sem er búið að pæla í þessu í gegnum tíðina. Búddi, Jesús, Bill Wilson, Martin Luther King, Gandhi. Þessir gæjar eru allir búnir að pæla í þessu. Og þetta eru vegvísar og þú ferð þessa leið. Þessa andlegu, já, við getum kallað þetta andlega leið.“ Bein leið vegbúans KK segir „andlegt“ vera svo gildis­ hlaðið orð þannig að margir hrökkvi í vörn þegar á það er minnst. „Þá geta sumir bara hugsað trú, um kirkjuna og svo jafnvel eitt­ hvað neikvætt. Eitthvert mömbó­ djömbó. Það er eitthvað vúúúúú, reykur og vúdú og eitthvað. En and­ legt líferni er líka hægt að skilgreina sem umburðarlyndi, þolinmæði og góðvild. Það er andlegt líferni. Þetta er orðið svolítið f lókið. En ætla ég mér að vera umburðarlyndur, góð­ viljaður og þolinmóður? Ég verð það aldrei. En ef ég held farveginum hreinum með því að vera kannski í núinu öðru hvoru. Þá er farvegurinn hreinn og þú ert ekki með hausinn úti um allt og þú ert sáttur við menn og guð. Þá er kraft­ ur sem kemur í gegnum þig þannig að þú færð að upplifa umburðar­ lyndi, þolinmæði og góðvild. Og ég veit að þetta er satt af því að ég hef prófað þetta.“ KK segist sjálfur ekki hafa trúað þessu fyrst. „Svo hugsaði ég með mér að ég ætlaði að fara alla leið með þessu. Ég ætla að trúa og treysta og sjá hvað ég kemst langt með þetta. Bara vísindaleg tilraun. Og ég upp­ lifði þetta og þá líka fattaði ég í fyrsta skipti að ég sjálfur verð aldrei þessi kærleiksríki, umburðarlyndi, þolinmóði. Ég er ekki uppsprettan en ég get upplifað þessa hluti. Þessa dásamlegu hluti, með því bara að leyfa þeim að koma til mín.“ Það er áhugavert í þessu spjalli að það eru orð sem koma upp ítrekað. Vegur og leið. Vegbúi og Bein leið? „Góður!“ KK hlær. Vegurinn til Keflavíkur „Það eru náttúrlega allir á veg­ inum en það eru ekki allir á sama veginum. Sumir eru á leiðinni til Keflavíkur og aðrir eru á leiðinni til Egilsstaða, ekki satt? En hvaða fólk hittirðu sem er á leiðinni til Kefla­ víkur? Fólkið sem er á leiðinni til Keflavíkur. Þú hittir ekki fólkið þar sem er á leiðinni til Sauðárkróks. Það fer eftir því á hvaða vegi þú ert. Ef þú ert á andlega veginum þá vill svo til að þú kemur til með að hitta fullt af fólki sem er á andlega veginum. Ég held það sé þess vegna sem þú ert kominn hingað í dag. Og við erum að tala saman núna.“ Sennilega. „Það er bara þannig. Og þetta er ekki eitthvert mömbódjömbó. Vúúúúúú­dæmi,“ tónar KK drauga­ legum rómi. „Þetta er bara stað­ reynd. Alveg eins og þegar þú ferð Keflavíkurveginn þá hittirðu bara fólk sem er á Kef lavíkurveginum. Sumir eru úti í skurði, sumir just passing by, sumir að selja pulsur. Það eru alls konar hlutir að ske þarna og það er svo skrítið. Það vita þetta allir. Að þegar þú ert í ákveðn­ um pælingum þá ferðu allt í einu að hitta fólk sem er í nákvæmlega sömu pælingum. Það þarf ekkert að vera andlegt. Það getur verið bara gítar, eða myndavélar. Bara eitt­ hvert dæmi sem er þér sterkt í huga, þá bara allt í einu ferðu bara að hitta þetta fólk,“ segir KK, um hvað getur gerst á veginum þar sem gatan liggur greið þótt það kosti svita og blóð að fara þessa slóð. Þegar KK siglir æðrulaus í núinu brosa fiskarnir til hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KK nefnir Búdda, Jesús og Bill Wilson meðal annars sem vegvísa sína á andlega veginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞÚ SIGLIR Á ÆÐRULEYSINU Á GÓÐ MIÐ ÞAR SEM ER SPEGILSLÉTT OG FISK- ARNIR HOPPA UPP ÚR OG BROSA TIL ÞÍN. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 2 0 . M A R S 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.