Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 33
Blóðþrýstingsmælarnir frá Microlife eru hannaðir í samstarfi við lækna og stað- festa klínískar rannsóknir að nákvæmni mælinganna er mjög mikil. Það eru til tvær tegundir af mælum, Microlife B2 og Microlife B6. Mælarnir eru einfaldir í notkun og ítarlegar leiðbeiningar á íslensku fylgja með. Mælarnir frá Microlife eru með staðfesta klíníska virkni hjá sjúklingum með háþrýsting, lág- þrýsting, sykursýki, á meðgöngu, meðgöngueitrun, æðakölkun, nýrnasjúkdóm á lokastigi, offitu og eldra fólki. Blóðþrýstingur er þrýstingur- inn á blóðinu sem hjartað dælir um slagæðar líkamans. Ætíð eru mæld tvö tölugildi, efri mörk (slagbilsgildi) og neðri mörk (hlé- bilsgildi). Efri mörk segja til um þrýstinginn í slagæðunum þegar hjartað dregst saman, en neðri mörk er þrýstingurinn í slagæð- unum þegar hjartað er í slökun. Blóðþrýstingur er mældur reglulega til að greina háþrýsting, vegna eftirlits og meðferðar til dæmis lyfja og lífsstíls. Einnig til að fylgjast með líkamsástandi, líffærum og á meðgöngu. Ef blóðþrýstingurinn mælist of hár er talað um háþrýsting. Háþrýstingur getur leitt til ýmissa kvilla og getur aukið líkurnar á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. Það er góður kostur að geta fylgst með blóðþrýstingnum heima og ef hann er hækkaður er ráðlagt að hafa samband við lækni. Microlife B2 er einfaldur í notkun, hann mælir blóðþrýsting, púls og óreglulegan hjartslátt. n Sjálfvirkur mælir n Minni fyrir 30 mælingar n Nemur óreglulegan hjartslátt (IHR) n Sjálfvirk athugun á réttri stað- setningu handleggsborða n Ljós sem gefur til kynna hvort blóðþrýstingurinn er eðlilegur, of hár eða lágur n Rafhlöður fylgja með n Íslenskar leiðbeiningar Blóðþrýstingsmælirinn greinir sjálfkrafa óreglulegan hjartslátt. Ef það kemur fram óreglulegur hjartsláttur í mælingunni þá birtist á skjánum merki þess efnis, ef merkið birtist oft við reglulegar mælingar er mælt með að leita til læknis. Microlife B6 er einn f lottasti mælirinn frá Microlife, hann Einföld leið til að fylgjast með blóðþrýstingi Microlife B6 er hægt að tengja við ókeypis app í símanum og fá upp yfirlit yfir mælingarnar. Microlife er í samstarfi við Hjarta- heill. 500 krónur af hverjum seldum mæli renna til styrktar Hjarta heill um. Blóðþrýstingsmælarnir eru mjög fullkomnir og þægilegir í notkun. Háþrýstingur getur leitt til ýmissa kvilla og getur aukið líkurnar á hjarta- áfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum.Það er góður kost- ur að geta fylgst með blóðþrýstingnum heima og ef hann er hækkaður er ráðlagt að hafa samband við lækni. Blóðþrýstingur Efri mörk Neðri mörk Háþrýstingur >140 >90 Hækkaður 120-139 80-89 Eðlilegur <119 <79 mælir blóðþrýsting, púls, óreglu- legan hjartslátt og gáttatif. n Sjálfvirkur mælir n Stilling fyrir tvo notendur n Minni fyrir 99 mælingar x 2 n Nemur gáttatif (AFIB) n Nemur óreglulegan hjartslátt (IHR) n Val um eina mælingu eða þrjár mælingar í röð sem sýnir meðaltal mælinganna (MAM) n Sjálfvirk athugun á réttri stað- setningu handleggsborða n Ljós sem gefur til kynna hvort blóðþrýstingurinn er eðlilegur, of hár eða lágur n Hægt að tengja við tölvu og einnig með Bluetooth með appi í síma n Rafhlöður fylgja með, einnig hægt að stinga í samband við rafmagn n Íslenskar leiðbeiningar Blóðþrýstingsmælirinn getur numið óreglulegan hjartslátt sem gefur til kynna að gáttatif sé til staðar. Gáttatif er algengasta mynd hjartsláttartruflana, ein- staklingar eru oft einkennalausir en engu að síður eykst hætta á heilablóðfalli töluvert. Gáttatifsathugun með Microlife blóðþrýstingsmæli er fyrir fólk 65 ára og eldri einnig 50 ára og eldri sem er í áhættuhóp. Ef merki um gáttatif kemur fram við reglu- bundnar mælingar er ráðlagt að leita til læknis þar sem greining fer fram. Blóðþrýstingurinn mældur heima n Forðastu að hreyfa þig mikið, borða eða reykja rétt áður en mælt er n Sestu á stól með baki og slakaðu á í 5 mínútur n Mældu alltaf sama handlegg (að jafnaði þann vinstri) n Farðu úr flíkum sem þrengja að upphandleggnum eða sléttu úr erminni n Staðsettu handleggsborðann um 1-2 cm fyrir ofan olnboga. n Ýttu á ON/OFF hnappinn til að hefja mælingu Við erum í samstarfi við Hjarta- heill þar sem 500 kr. af hverjum seldum mæli rennur til styrktar Hjartaheillum. Blóðþrýstingsmælarnir fást í apó- tekum og Heimkaupum. Dregur úr verkjum og bólgu í allt að 12 tíma Voltaren Forte 2x sterkara* NÝTT 12 TÍMAR Voltaren Forte 23,2 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Aðeins til notkunar á húð. Voltaren Forte er ekki ráðlagt börnum yngri en 14 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. IS/052020 *Voltaren Forte er tvöfalt sterkara en Voltaren Gel. ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 20. mars 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.