Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 33

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 33
Blóðþrýstingsmælarnir frá Microlife eru hannaðir í samstarfi við lækna og stað- festa klínískar rannsóknir að nákvæmni mælinganna er mjög mikil. Það eru til tvær tegundir af mælum, Microlife B2 og Microlife B6. Mælarnir eru einfaldir í notkun og ítarlegar leiðbeiningar á íslensku fylgja með. Mælarnir frá Microlife eru með staðfesta klíníska virkni hjá sjúklingum með háþrýsting, lág- þrýsting, sykursýki, á meðgöngu, meðgöngueitrun, æðakölkun, nýrnasjúkdóm á lokastigi, offitu og eldra fólki. Blóðþrýstingur er þrýstingur- inn á blóðinu sem hjartað dælir um slagæðar líkamans. Ætíð eru mæld tvö tölugildi, efri mörk (slagbilsgildi) og neðri mörk (hlé- bilsgildi). Efri mörk segja til um þrýstinginn í slagæðunum þegar hjartað dregst saman, en neðri mörk er þrýstingurinn í slagæð- unum þegar hjartað er í slökun. Blóðþrýstingur er mældur reglulega til að greina háþrýsting, vegna eftirlits og meðferðar til dæmis lyfja og lífsstíls. Einnig til að fylgjast með líkamsástandi, líffærum og á meðgöngu. Ef blóðþrýstingurinn mælist of hár er talað um háþrýsting. Háþrýstingur getur leitt til ýmissa kvilla og getur aukið líkurnar á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. Það er góður kostur að geta fylgst með blóðþrýstingnum heima og ef hann er hækkaður er ráðlagt að hafa samband við lækni. Microlife B2 er einfaldur í notkun, hann mælir blóðþrýsting, púls og óreglulegan hjartslátt. n Sjálfvirkur mælir n Minni fyrir 30 mælingar n Nemur óreglulegan hjartslátt (IHR) n Sjálfvirk athugun á réttri stað- setningu handleggsborða n Ljós sem gefur til kynna hvort blóðþrýstingurinn er eðlilegur, of hár eða lágur n Rafhlöður fylgja með n Íslenskar leiðbeiningar Blóðþrýstingsmælirinn greinir sjálfkrafa óreglulegan hjartslátt. Ef það kemur fram óreglulegur hjartsláttur í mælingunni þá birtist á skjánum merki þess efnis, ef merkið birtist oft við reglulegar mælingar er mælt með að leita til læknis. Microlife B6 er einn f lottasti mælirinn frá Microlife, hann Einföld leið til að fylgjast með blóðþrýstingi Microlife B6 er hægt að tengja við ókeypis app í símanum og fá upp yfirlit yfir mælingarnar. Microlife er í samstarfi við Hjarta- heill. 500 krónur af hverjum seldum mæli renna til styrktar Hjarta heill um. Blóðþrýstingsmælarnir eru mjög fullkomnir og þægilegir í notkun. Háþrýstingur getur leitt til ýmissa kvilla og getur aukið líkurnar á hjarta- áfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum.Það er góður kost- ur að geta fylgst með blóðþrýstingnum heima og ef hann er hækkaður er ráðlagt að hafa samband við lækni. Blóðþrýstingur Efri mörk Neðri mörk Háþrýstingur >140 >90 Hækkaður 120-139 80-89 Eðlilegur <119 <79 mælir blóðþrýsting, púls, óreglu- legan hjartslátt og gáttatif. n Sjálfvirkur mælir n Stilling fyrir tvo notendur n Minni fyrir 99 mælingar x 2 n Nemur gáttatif (AFIB) n Nemur óreglulegan hjartslátt (IHR) n Val um eina mælingu eða þrjár mælingar í röð sem sýnir meðaltal mælinganna (MAM) n Sjálfvirk athugun á réttri stað- setningu handleggsborða n Ljós sem gefur til kynna hvort blóðþrýstingurinn er eðlilegur, of hár eða lágur n Hægt að tengja við tölvu og einnig með Bluetooth með appi í síma n Rafhlöður fylgja með, einnig hægt að stinga í samband við rafmagn n Íslenskar leiðbeiningar Blóðþrýstingsmælirinn getur numið óreglulegan hjartslátt sem gefur til kynna að gáttatif sé til staðar. Gáttatif er algengasta mynd hjartsláttartruflana, ein- staklingar eru oft einkennalausir en engu að síður eykst hætta á heilablóðfalli töluvert. Gáttatifsathugun með Microlife blóðþrýstingsmæli er fyrir fólk 65 ára og eldri einnig 50 ára og eldri sem er í áhættuhóp. Ef merki um gáttatif kemur fram við reglu- bundnar mælingar er ráðlagt að leita til læknis þar sem greining fer fram. Blóðþrýstingurinn mældur heima n Forðastu að hreyfa þig mikið, borða eða reykja rétt áður en mælt er n Sestu á stól með baki og slakaðu á í 5 mínútur n Mældu alltaf sama handlegg (að jafnaði þann vinstri) n Farðu úr flíkum sem þrengja að upphandleggnum eða sléttu úr erminni n Staðsettu handleggsborðann um 1-2 cm fyrir ofan olnboga. n Ýttu á ON/OFF hnappinn til að hefja mælingu Við erum í samstarfi við Hjarta- heill þar sem 500 kr. af hverjum seldum mæli rennur til styrktar Hjartaheillum. Blóðþrýstingsmælarnir fást í apó- tekum og Heimkaupum. Dregur úr verkjum og bólgu í allt að 12 tíma Voltaren Forte 2x sterkara* NÝTT 12 TÍMAR Voltaren Forte 23,2 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Aðeins til notkunar á húð. Voltaren Forte er ekki ráðlagt börnum yngri en 14 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. IS/052020 *Voltaren Forte er tvöfalt sterkara en Voltaren Gel. ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 20. mars 2021

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.