Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 18
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það geta ekki verið rök í málinu að ekki skuli treysta á bólusetning- arvottorð því þau gætu verið fölsuð. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Eitt markverðasta skrefið í heimferðinni til þess lífs sem við þekktum eru áform stjórnvalda um að opna ytri landamæri og láta för ferðamanna hingað stjórnast af litakóðunarkerfi Evrópusambandsins og jafnframt að gilt bólusetningarvottorð eða staðfesting á mótefni tryggi aðgang að landinu án þess að fara þurfi í sýnatöku og sóttkví. Þetta hefur verið ýmsum tilefni til gagnrýni og upphrópana. Fölsuð vottorð gangi kaupum og sölum á netinu, greið leið fyrir ýmis af brigði veirunnar hingað verði til og svo framvegis. Þetta er eftir öðru sem tengt er þessum faraldri. Allt er dregið í efa og véfengt og farvegir fundnir fyrir þrætur. Þrætur eru eins konar þjóðaríþrótt okkar. Við finnum flöt á alls kyns þrætum um allt og ekki neitt. Og þannig hefur það verið lengi. Um þetta atriði segir Laxness í Innansveitarkron­ iku: „Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengils­ hátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Takmarkanir á landamærum eru hins vegar ekki tittlingaskítur. Hvernig við högum málum á landa­ mærunum ræður úrslitum um hraða efnahagslegrar endurreisnar landsins. Undanfarinn áratug hefur ferðaþjónusta landsins vaxið og dafnað og var svo komið að efnahagslegur ávinningur af atvinnugreininni var orðinn meiri en af nokkurri annarri atvinnugrein. Þótt þetta sé ferðamannakreppa ná áhrif hennar langt út fyrir atvinnugreinina. Af sjálfu leiðir að þegar straumur ferðamanna rofnar og hingað koma ekki tvær millj­ ónir ferðamanna árlega hefur það umfangsmikil áhrif. Tugþúsundir ganga atvinnulausar og þúsundir eru í skertu starfshlutfalli. Stórkostlegur halli er á ríkisfjármálum. Það er því í besta falli sérkennilegt að menn hrópi sig hása þegar stigin eru varfærin skref út úr þessu ástandi. Það geta ekki verið rök í málinu að ekki skuli treysta á bólusetningarvottorð því þau gætu verið fölsuð. Það er stöðugt viðfangsefni á landamærum að kanna ferðaskilríki þeirra sem hingað koma og þar með talið að þau séu gefin út á réttum forsendum. Fjölmennustu hópar ferðamanna áður en faraldur­ inn skall á voru Bretar og Bandaríkjamenn. Staða bólusetninga í löndum þeirra er betri en víðast. Samkvæmt tölum sem aðgengilegar eru á netinu hafa um 40 prósent Breta fengið einn eða tvo skammta bóluefnis. Samsvarandi hlutfall Bandaríkjamanna er um 33 prósent. Þá eru ótaldir þeir sem hafa mótefni í blóði eftir að hafa sýkst af veirunni og náð sér. Það er því ljóst að með því að leggja ekki íþyngj­ andi höft á þá sem hingað vilja koma og sýna fram á mótefni í blóði standa líkur til að ferðaþjónustan rétti smám saman úr sér og hjólin taki að snúast á ný. Það er fagnaðarefni en ekki þrætuepli. Þrætuepli Hvernig má bæta bragðið af ódýru víni? Svar: Með því að ljúga að matargestum sínum að þeir drekki dýrt vín. Ný rannsókn sýnir að mat fólks á gæðum léttvíns snarbreytist sé því sagt að það sé að drekka dýrara vín en það gerir í raun. „Vínframleiðendur eru snjallir,“ sagði Jens Gaab, við Háskólann í Basel í Sviss, sem framkvæmdi rann­ sóknina. „Þeir vita að ef þeir hækka verðið á víni sínu smakkast það betur.“ Ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að hækka mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins um 370 þúsund krónur og veita honum þriggja milljóna króna eingreiðslu að auki vakti athygli á dögunum. Eftir hækkunina nema mánaðarlaun forstjórans 2.872.669 krónum. Ef forstjóri Orkuveitunnar væri vín bragðaðist hann vafalítið vel. Mánaðarleg launahækkun hans slagar upp í heildarlaun margra. Á vef Hagstofunnar kemur fram að heildartekjur einstaklinga með grunnmennt­ un árið 2019 voru 4,6 milljónir króna á ári. Háskóla­ menntaðir voru með um átta milljónir í heildartekjur og einstaklingar með starfs­ og framhaldsmenntun voru með rétt rúma fimm og hálfa milljón. Það hefur löngum talist almennur sannleikur að tekjur endurspegli virði einstaklings, að laun séu verðmiði verðleikanna, að rjóminn rísi upp á topp. Svo kann þó að vera að verðleikar séu lítið annað en tálsýn. Þegar kórónaveirufarsóttin brast á fyrir ári blasti við vandræðaleg staðreynd. Það voru ekki launa­ hæstu hóparnir sem reyndust mikilvægastir þegar á reyndi. Við áttum skyndilega allt okkar undir heil­ brigðisstarfsfólki, starfsfólki í matvælaframleiðslu, afgreiðslufólki verslana, fólki í umönnunarstörfum og ræstingum. Skekkjan fólst þó í f leiru en launum. Daginn áður en Martin Luther King var myrtur hélt hann ræðu til stuðnings sorphreinsunarmönnum í Memphis í Tennessee­fylki sem voru í verkfalli. „Manneskjan sem fjarlægir ruslið eftir okkur er, þegar öllu er á botninn hvolft, jafn mikilvæg og læknirinn,“ sagði King. „Því ef hún hættir að sinna verkum sínum brjótast út alls konar sjúkdómar. Öll vinna á að njóta virðingar.“ Í nýjustu bók stjórnmálaheimspekingsins Michael Sandel, Kúgun verðleikanna (e. The Tyranny of Merit), leitast metsöluhöfundurinn við að greina ástæður þess pólitíska og samfélagslega klofnings sem sést nú víða um heim. Sandel segir ójöfnuð vera hluta skýringarinnar. Meginástæðuna segir hann þó trú á tilvist verðleika. Þeir sem njóta velgengni líta svo á að það sé þeim sjálfum að þakka að þeim vegni vel. Að sama skapi sé það þeim sjálfum að kenna sem vegnar illa. Sandel segir f lesta gleyma hlutverkinu sem heppni leikur í lífi fólks. Hann telur hugmyndir um verðleika ganga gegn hag fjöldans, leiða af sér hroka meðal þeirra sem gengur vel og lítillækki þá sem eiga erfitt uppdráttar. Hann hvetur til breyttra viðhorfa til velgengni og viðurkenningar á að öll vinna njóti virðingar. Verðstýring á sjálfum sér Það var ekki vínáhugi sem réði því að Jens Gaab fram­ kvæmdi fyrrnefnda vínrannsókn. Gaab er sérfræð­ ingur í lyfleysuáhrifum. „Fegurðin við mannshugann er að við getum látið hlutina virðast öðruvísi en þeir eru.“ Charles Spencer, sálfræðiprófessor við Oxford háskóla, sagði niðurstöður rannsóknar Gaab renna enn frekari stoðum undir þá kenningu að „verð hefur áhrif á mat fólks á gæðum.“ Forstjóri Orkuveitunnar er eflaust ágætisstarfs­ kraftur. Laun hans eru hins vegar lyfleysa sem við­ heldur tálsýninni um að verð sé það sama og virði. Þau eru tilraun þeirra sem njóta velgengni til að verð­ stýra sjálfum sér og telja öðrum trú um að í vínglasinu sé Château Margaux en ekki ósköp venjulegt borðvín eins og í glösum okkar flestra. Ef forstjóri OR væri vínflaska 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.