Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 28
Eva Berglind Tulinius greindist með illkynja brjóstakrabba-mein þegar hún var gengin 17 vikur með sitt annað barn og var komin í kröftuga lyfjameðferð viku síðar. Á meðan fóru læknar yfir áhættu og ávinning af næstu skrefum fyrir Evu Berglindi og barnið. Áfallið við greininguna var mikið og hafði hún áhyggjur af framtíðinni og ekki síst ófæddu barni sínu auk þess sem hún óttað- ist dauðann. Það telst til undan- tekninga að barnshafandi kona fái jafn kröftuga lyfjameðferð og Eva. Eva fæddi hins vegar heilbrigða litla stúlku, Sóleyju Evu Krüger, þann 19. nóvember síðastliðinn en um leið og Sóley var komin í heim- inn var Eva svæfð og send í brjóst- nám. Vinstra brjóstið var tekið ásamt átta eitlum úr holhöndinni. Ekki er vitað til þess að brjóstnám og keisaraskurður hafi verið fram- kvæmd í sömu aðgerð hérlendis. Eva þakkar fyrir að dóttur sinni heilsist vel en segir það hafa verið erfitt að fara í gegnum þetta ferli í miðri þriðju bylgju COVID-19 þar sem hún þurfti að einangra sig frá fjölmörgum vinum sem vildu vera til staðar fyrir hana. Eva verður áfram í lyfjameðferð næstu fjóra til sex mánuðina og svo tekur við geislameðferð í sumar á sama tíma og hún vinnur í að takast á við and- lega áfallið og nýja líkamsímynd. „Þetta byrjaði í maí þegar ég var komin tíu vikur á leið og tók eftir því að brjóstið leit aðeins öðruvísi út við ákveðnar handahreyfingar, til dæmis þegar ég var með hendurnar upp í loft. Ég tók eftir því að það var eitthvað aðeins öðruvísi en pældi ekki mikið í því, ég hélt að þetta væri kannski tengt meðgöngunni,“ segir Eva. Taldi líkur á brjóstakrabba litlar Nokkrum vikum síðar, þann 12. júlí, fann hún hins vegar að ekki væri með allt með felldu við sjálfsskoðun. „Þá var ég að þreifa á mér brjóstið og fann grjót inni í brjóstinu sem var frekar stórt. Ég fann svo líka bólgu í handarkrikanum sömu megin eins og bólginn eitil. Daginn eftir hafði ég samband við heilsugæsluna og fékk strax tíma hjá heimilislækni sem skoðaði mig og bókaði tíma í ómun á brjóstinu,“ segir Eva sem fékk tíma í ómun sólarhring síðar. Eva segir allt ferlið hafa gengið mjög hratt fyrir sig. Hún finnur að eitthvað er að við sjálfsskoðun á sunnudeginum, fer til læknis á mánudeginum og í ómun á þriðju- deginum. Hún segist alveg hafa óttast að þetta væri brjóstakrabba- mein en vegna ungs aldurs taldi hún líkurnar vera svo litlar, en Eva var nýorðin þrítug á þessum tíma. Fimmtudaginn 16. júlí var niður- staðan úr ómuninni hins vegar ljós og það sem hún óttaðist varð að veruleika. „Það var þá sem ég fékk að vita að ég væri með krabbamein,“ segir Eva. „Strax við greininguna tók við mikill ótti, ótti við sjúkdóminn, framtíðina og dauðann. Á sama tíma var þetta allt svo óraunverulegt og maður trúði því varla að þetta væri bara í alvöru að gerast,“ segir Eva. Daginn eftir fékk hún símtal frá brjóstamóttöku Landspítalans og fékk tíma hjá brjóstaskurðlækni og krabbameinslækni á mánudeginum til að fara yfir hvað væri fram undan og hvað hægt væri að gera. „Það var mjög erfitt í fyrstu að þurfa að skipta um hlutverk og vera hinum megin við borðið, verandi hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir.“ Eva byrjaði án tafar í kröftugri lyfjameðferð, þá komin 18 vikur á leið. Hún fór í alls sjö lyfjameðferðir á tveggja vikna fresti. „Ég náði lítið að njóta meðgöngunnar því lífið snerist svolítið um krabbameinið og meðferðina. Ég varð ekki mjög veik af meðferðinni en fékk mikinn höfuðverk og mikil þyngsli um allan líkamann eftir hverja meðferð Það var þá sem ég fékk að vita að ég væri með krabbamein Eva Berglind Tulinius, hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir, var gengin 17 vikur með sitt annað barn þegar hún greindist með illkynja brjóstakrabbamein. Viku seinna var hún byrjuð í kröftugri lyfjameðferð í miðjum COVID-faraldri. Þegar Eva Berglind greindist á 17 viku meðgöngu og þurfti að undirgangast kröftuga lyfjameðferð, óttaðist hún eðlilega um ófætt barn sitt, en Sóley Eva fæddist alheilbrigð og hefur braggast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI og var orkulítil og veikburða.“ Eva var í mæðravernd hjá ljós- móður á Landspítalanum og í eftirliti fæðingarlæknis alveg frá greiningu og í gegnum alla lyfja- meðferðina. „Það var fylgst vel með litla krílinu og hvaða áhrif lyfja- meðferðin hefði á hana,“ segir Eva. „Það eru allir auðvitað skíthræddir við óléttar konur og konur með börn á brjósti þegar svona kemur upp,“ bætir hún við. Hún segir það hafa verið smá erfiði í byrjun lyfjameðferðarinnar að finna út hvað mætti og hvað væri hægt að gera fyrir hana. „Þetta var bara spurning um áhættu á móti ávinningi. Í þessu tilfelli var það meiri ávinningur heldur en áhætta fyrir barnið,“ segir Eva og á þar við ákvörðunina um að senda hana í kröftuga lyfjameðferð. „Ég slapp frekar vel í þessari lyfja- meðferð. Ég var ekki mikið veik og fékk ekki mikla ógleði eða upp- köst. En ég var ótrúlega þreytt og fékk mikla höfuðverki og þurfti að læra að slaka á og leyfa mér að vera í þessu. Á sama tíma vissi ég ekki hvaða einkenni væru tengd því að ég væri ófrísk og hvaða einkenni voru tengd lyfjameðferðinni, þar sem þetta eru svipuð einkenni. Mikill brjóstsviði og meltingarfæraeinkenni tengj- ast lyfjameðferðinni en geta líka tengst meðgöngunni,“ segir Eva og bætir við að hún sé þakklát fyrir allt fólkið í kringum sig sem stóð við bakið á henni í gegnum lyfjameð- ferðina, sem stóð yfir alveg fram í lok október í fyrra. Erfið ákvörðun að raka hárið af Í ágúst fengu Eva og Bergþór P. Krü- ger maki hennar að vita að þau ættu von á lítilli stelpu, en fyrir áttu þau fjögurra ára strák, Daníel Erik Krü- ger. Það var einnig á þessum tíma sem Eva byrjaði að missa hárið. Eva hefur verið með ljóst hár frá því hún fæddist og segir hárið hafa verið stóran hluta af sjálfsmyndinni og því hafi verið erfitt að horfa á eftir því. „Mér fannst ótrúlega erfitt að missa hárið því það hefur alltaf verið stór hluti af mér og skipt mig miklu máli,“ segir Eva sem ákvað að taka málin í eigin hendur í stað þess að fylgjast með hárinu fara í lyfjameð- ferðinni. „Ég ákvað að raka af mér hárið þegar ég tók eftir því að það var farið að detta vel af. Það var erfið ákvörð- un,“ segir Eva, á meðan blaðamaður heyrir í Sóleyju Evu biðja um athygli móður sinnar í bakgrunni. Einangruð vegna COVID-19 Eva lauk lyfjameðferðinni 22. októ- ber síðastliðinn, en það tók hana heila viku að jafna sig eftir hana. Þann 25. október, þremur dögum eftir að hún lauk lyfjameðferðinni, var Landspítalinn færður á neyðar- stig í fyrsta sinn frá því núgildandi viðbragðsáætlun tók gildi árið 2006. Um 50 sjúklingar og 30 starfs- menn höfðu þá greinst með kóróna- veiruna út frá klasasmiti sem kom upp á Landakoti. Á þeim tíma var Eva að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir það STRAX VIÐ GREININGUNA TÓK VIÐ MIKILL ÓTTI, ÓTTI VIÐ SJÚKDÓMINN, FRAMTÍÐINA OG DAUÐ- ANN. Á SAMA TÍMA VAR ÞETTA ALLT SVO ÓRAUN- VERULEGT OG MAÐUR TRÚÐI ÞVÍ VARLA AÐ ÞETTA VÆRI BARA Í ALVÖRU AÐ GERAST. Magnús H. Jónasson mhj@frettabladid.is 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.