Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 6
Á Heathrow og öðrum brottfararstöðum til Íslands bera flugfélög nú ábyrgð á COVID-vottorðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4 Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif. Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði. JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.* *G ildir m eðan birgðir endast, hvítur R enegade, svartur Com pass Lim ited. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Þrjú í fréttum Formaður, forstöðumaður og prófessor Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins segir félagsmenn sína fullyrða að þeim hafi verið greitt alltof lítið fyrir sinn hlut í loðnuvertíðinni sem nú er lokið. „Við teljum bara mjög óeðlilegt að það sé hægt að borga norskum skipum 220-230 krónur á kíló fyrir loðnu sem er ekki eins verðmæt og loðnan sem íslensku skipin voru að veiða. Þau fá líklega um hundrað krónur.“ Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmynda­ miðstöðvarinnar segir Ísland ekki í tísku heldur snúist velgengnin um hæfileika íslensks kvikmyndagerð- arfólks og góðan stuðning hins opin- bera, en stuttmyndin Já-fólkið er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þá var lagið Húsavík úr Eurovision- kvikmyndinni tilnefnt sem besta lagið. „Þetta varpar ekki aðeins ljóma á myndina sem slíka, heldur Ísland allt,“ segir Laufey, um hvað tilnefning Já-fólksins þýði. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir Reykjanes- skaga meira og minna allan eldbrunninn, þar hafi runnið hraun eftir að ísöld lauk. Elstu hraunin á skagan- um hafi runnið um 800 í Brennisteinsfjöllum. Síðan hafi lítið gerst í 100 til 150 ár í Krýsuvík og á nærliggjandi svæðum. Engar gossprungur liggi um Grinda- vík enda yrði bærinn tafarlaust rýmdur væri hætta á gosi þar. TÖLUR VIKUNNAR 14.03.2021 TIL 20.03.2021 1 ár var liðið í vikunni frá því fyrst var sett á samkomubann á Íslandi. 5 manns var bjargað um borð í þyrlu af lekum báti út af Hornströndum. 2 starfsmenn greindust með berkla á hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. 6.000 milljónir króna eru óinnleystar af ferða- gjöfinni frá í fyrra. 700 manns skoðuðu hvalshræ á Suðurnesjum um síðustu helgi. FLUGMÁL „Í raun er þetta verklag sem við erum að fylgja og þessar reglur setja bara skýrari ramma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, um hertar reglur í farþegaflugi til Íslands. Í bréfi sem Samgöngustofa sendi f lugrekendum í fyrradag segir að íslensk stjórnvöld hyggist „setja nýjar reglur um skyldu f lugrek- enda og umráðenda loftfara sem f ljúga með farþega til Íslands, til að kanna áður en farþegar fara um borð í loftfar hvort þeir hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi til- skilið viðurkennt vottorð um bólu- setningu gegn COVID-19, vottorð um að COVID-19 sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á nei- kvæðri niðurstöðu prófs gegn COVID-19,“ eins og segir í bréfinu. „Flugrekendum verður jafn- framt gert skylt að synja farþega um flutning, geti farþegi ekki framvísað slíku vottorði eða staðfestingu,“ segir áfram í bréfinu. Slík synjun feli ekki í sér neitun um far á grund- velli reglugerðar um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í f lugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst. Þetta þýðir að sé farþega meinað að koma um borð vegna annmarka á COVID-vottorði þurfi f lugfélagið ekki að endurgreiða við- komandi farmiðann. „Þá tekur skylda til að synja far- þega um f lutning ekki til farþega sem eru handhafar íslenskra vega- bréfa,“ er tekið fram. Þannig þarf f lugfélagið ekki að neita þeim sem eru með íslensk vegabréf um f lug til Íslands jafnvel þótt eitthvað sé athugavert við COVID-vottorð við- komandi. Þeim sem f lytur til Íslands far- þega sem ekki getur framvísað vottorði verður skylt að sjá til þess að farþeginn verði f luttur til baka. „Brot gegn framangreindum skyldum geta varðað flugrekanda/ umráðanda loftfars stjórnvalds- sektum allt að 300 þúsund íslensk- um krónum vegna sérhvers far- þega,“ segir í bréfinu. „Þótt það sé ekki ákjósanlegt að sektarheimildum sé komið á eða beitt, þá eru þessar reglur í sam- ræmi við reglur sem ýmis önnur ríki hafa sett, til dæmis Danmörk og Holland þar sem okkur ber að tryggja að allir farþegar sem fara um borð hjá okkur séu með gild vottorð,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir. Búist sé við því að nýju reglurnar taki gildi þegar næsta miðvikudag. Ytra eru það stundum ekki starfs- menn Icelandair sem sjá um innrit- un heldur þjónustuaðilar þar. Spurð hvort þetta valdi Icelandair engum vandræðum, segir Ásdís Ýr farið eftir ferlum sem Icelandair setji. „Við erum í reglulegum samskipt- um og uppfærum og þjálfum fólk eftir því sem við á. Það er eins og í öllum f lugrekstri í þessu ástandi, hlutirnir eru að breytast hratt og við bregðumst hratt við og vinnum þetta með okkar þjónustuaðilum,“ segir upplýsingafulltrúi Icelandair. gar@frettabladid.is Flugfélög borgi sekt flytji þau vottorðalaust fólk til landsins Stjórnvöld boða hertar reglur vegna farþegaflugs. Flugrekendum verður gert að hleypa ekki fólki á leið til landsins um borð, geti það ekki framvísað vottorði vegna COVID-19. Í slíkum tilvikum þurfi flug- félögin ekki að endurgreiða farmiða. Flugfélögin geta átt von á 300 þúsund króna sekt á hvern farþega. Það er eins og í öllum flugrekstri í þessu ástandi, hlutirnir eru að breytast hratt og við bregðumst hratt við. Ásdís Ýr Péturs- dóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.