Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 63
Hönnuðurinn og samfélags- miðlastjarnan Katla Hreiðars- dóttir eignaðist son sinn Úlf Hreiðar í lok október síðastlið- inn frammi fyrir augum þjóðar- innar og nú fimm mánuðum síðar gefur hún góð ráð við val á snuðum. Úlfur Hreiðar er frumburður þeirra Kötlu og Hauks Unnars Þorkelssonar og var það hjartnæm stund þegar hann mætti í heiminn. „Úlfur er mitt fyrsta barn og hann lét svo sannarlega finna fyrir sér þegar hann mætti. Honum tókst að halda sig innandyra í 42 vikur, eða tveimur vikum fram yfir umsaminn leigutíma,“ segir Katla og glottir. Róandi snuð Katla fékk að kynnast Curaprox snuðunum þegar hún fékk eitt að gjöf fyrir Úlf. „Ég hafði prófað nokkrar aðrar tegundir af snuðum. Sérstakt lítið ungbarnasnuð, klass- ískt og gamaldags snuð og fleiri. En Úlfur tók ekki við neinum þeirra fyrr en hann fékk Curaprox snuðið. Hann tók samstundis á móti því og vill ekki sjá önnur snuð. Hann er ennþá eingöngu á brjósti og ég held að það sé að stórum hluta þess vegna sem hann vill Curaprox snuðið. Mjúka svæðið í kringum túttuna sjálfa líkir eftir brjóstinu, svo þegar túttan er sogin þrýstist restin af duddunni með upp að munni og kinnum, svipað og þegar hann sýgur brjóst. Í gríni þá kalla ég þetta „leigutúttuna“. Snuðið róar hann og sefar sogþörfina.“ Fæddist í beinni Katla er hönnuður og eigandi tískumerkisins Volcano Design sem fæst í versluninni Systur&Makar í Síðumúla og samnefndri vefverslun. Þá heldur hún úti vinsælli Instagram-síðu sem nefnist Systur&Makar og er með tæplega 17.000 fylgjendur. Að hennar sögn er Úlfur afar ljúft og gott barn. „Hann er þó vanur mikilli athygli enda fæddist hann nánast í beinni útsendingu á sam- félagsmiðlum,“ en Katla var dugleg að birta myndir og myndbönd frá því þegar hún gekk í gegnum fæðinguna og allt sem fylgdi og kom þar á undan. Katla er yfir sig hrifin af „leigutúttunni“ Katla Hreiðars- dóttir er fegin að Úlfur hafi ekki viljað önnur snuð en Curaprox, en snuðin líkja eftir brjóstinu og sefa mikla sogþörf. Curaprox naghringurinn er blanda af nuddbursta, naghring og hringlu. Curaprox Baby tannburstinn er sérstaklega hannaður fyrir ungbörn og börn upp að fjögurra ára aldri. Tannburstarnir fást í öllum helstu apótekum. Snuðin frá Curaprox eru hönnuð af tannréttingasérfræðingum. Curaprox Tannvörurnar frá Curaprox hafa verið í þróun í hartnær 50 ár og eru viðurkenndar af tann- læknum og tannfræðingum um heim allan. Curaprox framleiðir tannbursta, tannkrem, tannþráð, munnskol, millitannabursta og aðrar tannvörur í algjörum sér- flokki. Þannig skapar fyrirtækið sér einstakan sess á markaði með háþróuðum tannvörum sem tryggja hámarks árangur við notkun, tannheilsu barna til bóta. Nýjasta viðbótin þeirra er snuð, sem hannað er af tannréttinga- sérfræðingum. Snuð Curaprox snuðið er hannað af tannréttingasérfræðingum og hefur frábæra kosti: n Róar barnið n Kemur í veg fyrir tilfærslu tanna n Styður við eðlilega þróun góms og kjálka n Styður við eðlilega stöðu tungu sem eykur líkurnar á eðlilegum málþroska n Tryggir ákjósanlega öndun Snuðið fæst í fimm litum og þremur stærðum. Litir: bleikt, rautt, blátt, coral og appelsínugult. Stærðir: 3-7 kg, 7-10 kg og 10-14 kg. Naghringir Curaprox naghringurinn er blanda af nuddbursta, naghring og hringlu. Hann örvar góm og munn og vekur forvitni barnsins með sérhönnuðu útliti og hljóði. Hring- irnir henta pirruðum gómum einstaklega vel. Mjúki burstinn á endanum undirbýr börnin fyrir tannburstun. Tannburstinn Curaprox Baby tannburstinn er sérstaklega hannaður fyrir unga- börn og börn upp að 4 ára aldri. Barnatannlæknar mæla með þessum tannbursta eftir að fyrsta tönnin birtist. Við notkun á tann- burstanum læra börnin að nota mjúka tannbursta strax frá upp- hafi, en tannburstinn hefur 4.260 CUREN® hár. Smágerður hausinn er hjúpaður mjúku gúmmí og særir því síður. Curaprox snuðin, snuðkeðjurn- ar og naghringirnir fást í Lyfjum & heilsu, Apótekaranum, Fífu barnavöruverslun, Apóteki Garða- bæjar, Lyfjaveri, Urðar apóteki og Reykjanesapóteki. Curaprox naghringirnir fást í Lyfju. Curaprox tannburstarnir fást í öllum helstu apótekum. „Heima er Úlfur náttúrulega aðalstjarnan 99,9 prósent af tím- anum og þegar mamman dirfist að beina athyglinni annað, til að sinna heimilisstörfum eða vinnu, þá er ósköp gott að geta skellt upp í hann leigutúttunni og hann róast um leið.“ Mælir með Curaprox snuðunum Verandi nýbökuð móðir hafði Katla smá áhyggjur af snuddunni. „Þá hafði ég heyrt að hann gæti orðið háður henni og það myndi hafa mikil áhrif á tennurnar. En tannlæknar mæla sérstaklega með Curaprox vörunum svo það þykir mér mikill plús og ég er eigin- lega bara virkilega ánægð með að hann hafi ekki viljað önnur snuð. Curaprox snuðin hafa reynst afar vel á mínu heimili. Ég á þrjú snuð nú þegar, tvö í minnstu stærðinni og eitt í stærðinni fyrir ofan. Ég er sko tilbúin þegar þar að kemur,“ segir Katla og kímir. „Mér finnst líka frábært við Curaprox snuðin hvað það er ein- falt og gott að þrífa þau. En fyrst hafði ég áhyggjur af þrifum þar sem gúmmíið lokar í raun snuðinu. En það er ekkert mál að halda því hreinu og hann fær ekki snuddufar kringum munninn sem ég bjóst alveg eins við. Gúmmíið virðist anda mjög vel svo hann fær engin sogför eða svitabletti í kringum munninn. Ég er hreinlega að öllu leyti ánægð og get svo sannarlega mælt með þeim. Úlfur er líka mjög hrifinn af Curaprox naghringnum en hann hefur verið í notkun lengi. Hann á auðvelt með að halda í hringinn og nudda honum um góminn. Áferðin er svolítið riffluð og hringurinn hvorki of þungur né of sver, svo hann hentar vel til að geta virki- lega tekið soldið harkalega á því eins og stubburinn er gjarn á að gera. Svo bíður Curaprox tann- burstinn eftir því að hafa tilgang á heimilinu,“ segir Katla. ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 20. mars 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.