Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 82
VIÐ GÁTUM VALIÐ ÚR VERKUM OG MÖRG KOMUST EKKI AÐ Á ÞESSARI SÝNINGU. Halló, geimur er yfir-skrift sýningar í Listasafni Íslands, en þar eru til sýnis verk sem fjalla um geiminn. Heiti sýn- ingarinnar er vísun í verk eftir Finn Jónsson. Öll verkin á sýningunni eru úr safneigninni. Sýningarstjórar eru Guðrún Jóna Halldórsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir sem báðar starfa á fræðsludeild safnsins. Sýningunni er ætlað að höfða til almennings, fjölskyldna og skóla- hópa en óhætt er að fullyrða að allir listunnendur muni njóta hennar. Tumi miðlar fróðleik Tumi, aðalpersónan í Rauða hatt- inum og K rumma, barnabók Ásgerðar Búadóttur frá árinu 1961 hefur hlutverk á sýningunni, en myndir af honum eru víða límdar á sýningarvegg með texta. „Forsagan er sú að árið 2018 fékk safnið leyfi hjá ættingjum Ásgerðar til að nota Tuma fyrir lógó og merki krakka- klúbbsins okkar, sem nú hefur verið starfræktur í tvö og hálft ár. Með þessari sýningu erum við að ganga lengra, taka Tuma úr bókinni og fela honum hlutverk inni á sýning- unni. Hann miðlar til gesta vísinda- legum fróðleik sem tengist verkum sýningarinnar, annað hvort heiti þeirra eða efni. Við fengum Sævar Helga Bragason í lið með okkur og hann semur handritið fyrir Tuma,“ segir Ragnheiður. Spurðar hvort íslenskir listamenn hafi fjallað mikið um geiminn í verkum sínum segir Guðrún: „Við gátum valið úr verkum og mörg komust ekki að á þessari sýningu. Við lögðum upp úr því að hafa gott f læði og samspil á milli verkanna.“ Ýmis þemu má finna á sýn- ingunni. „Eitt þema er til dæmis Flæði og samspil milli verka sem fjalla um geiminn Halló, geimur er sýning í Listasafni Íslands. Þar má sjá verk sem fjalla um geiminn. Sýningin er þemaskipt og aðalpersóna í barnabók hefur þar hlut- verk. Meðal verkanna er stórfengleg innsetning Steinu Vasulka. Guðrún og Ragnheiður við Norðurljósabarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þjóðsögur koma nokkuð við sögu og sömuleiðis strákurinn Tumi. Stórfengleg inn- setning Steinu Vasulka. Listamenn sem eiga verk á sýningunni n Ásgrímur Jónsson n Björg Þorsteinsdóttir n Erró n Eyborg Guðmundsdóttir n Finnur Jónsson n Guðmunda Andrésdóttir n Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) n Halldór Ásgeirsson n Helgi Þorgils Friðjónsson n Hildigunnur Birgisdóttir n Hildur Hákonardóttir n Hreinn Friðfinnsson n Jóhann Eyfells n Jón Gunnar Árnason n Keith Grant n Kristinn E. Hrafnsson n Margrét Elíasdóttir n Sigurjón Ólafsson n Steina n Svavar Guðnason n Sverrir Haraldsson n Vilhjálmur Bergsson n Þorvaldur Skúlason Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is áhrifamáttur himintunglanna í þjóðsögunum. Þar sjáum við karl- inn í tunglinu og álfa sem fara á stjá í tunglsljósi. Við sjáum sól sem breytir tröllum í stein og mána sem lýsir upp höfuðkúpuna á djákn- anum á Myrká,“ segir Ragnheiður. „Við erum með verk eftir Kristin E. Hrafnsson sem heitir Næturljóð á vaxandi nýju tungli, sem fjallar um hughrif og áhrif tunglsins á okkur. Við erum með verk eftir Svavar Guðnason sem heitir Vetrarbrautin, og enn þann dag í dag erum við að spá í vetrarbrautina og stjörnurnar.“ Dans norðurljósa Norðurljósabarinn eftir Halldór Ásgeirsson er áberandi verk á sýningunni og er í sérstöku rými. „Þetta verk er tíu mínútna inn- setning sem fer mjög hratt á tíma- bili og hægir svo aftur á sér. Þarna eru f löskur, skálar, glös og könnur með alls konar litum í. Flöskurnar og ílátin eru lýst upp með ljósi sem endurvarpast á vegginn þannig að til verður eins konar dans norður- ljósanna,“ segir Guðrún. Stórfengleg innsetning Steinu Vasulka, Of the North, er í sérsal. „Þarna sjáum við vídeóupptökur Steinu af náttúrunni: hraun, gras, mosa, eld, reyk, vatn og fossa. Myndum er varpað á vegginn og það er eins og hnettir hringsnúist inni í rýminu. Þegar maður gengur inn í þennan stóra sal er eins og maður sé að ganga inn í geiminn,“ segir Ragnheiður. Verkið er algjörlega magnað enda hefur það vakið mikla athygli sýningargesta sem sumir setjast eða einfaldlega leggjast á gólfið til að njóta upplifunarinnar til fulls. „Þetta er upplifunarverk og fólk hrífst svo mjög að það dvelur lengi í rýminu,“ segir Ragnheiður. Sýningin í Listasafni Íslands stendur til janúar á næsta ári. 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.