Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 82

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 82
VIÐ GÁTUM VALIÐ ÚR VERKUM OG MÖRG KOMUST EKKI AÐ Á ÞESSARI SÝNINGU. Halló, geimur er yfir-skrift sýningar í Listasafni Íslands, en þar eru til sýnis verk sem fjalla um geiminn. Heiti sýn- ingarinnar er vísun í verk eftir Finn Jónsson. Öll verkin á sýningunni eru úr safneigninni. Sýningarstjórar eru Guðrún Jóna Halldórsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir sem báðar starfa á fræðsludeild safnsins. Sýningunni er ætlað að höfða til almennings, fjölskyldna og skóla- hópa en óhætt er að fullyrða að allir listunnendur muni njóta hennar. Tumi miðlar fróðleik Tumi, aðalpersónan í Rauða hatt- inum og K rumma, barnabók Ásgerðar Búadóttur frá árinu 1961 hefur hlutverk á sýningunni, en myndir af honum eru víða límdar á sýningarvegg með texta. „Forsagan er sú að árið 2018 fékk safnið leyfi hjá ættingjum Ásgerðar til að nota Tuma fyrir lógó og merki krakka- klúbbsins okkar, sem nú hefur verið starfræktur í tvö og hálft ár. Með þessari sýningu erum við að ganga lengra, taka Tuma úr bókinni og fela honum hlutverk inni á sýning- unni. Hann miðlar til gesta vísinda- legum fróðleik sem tengist verkum sýningarinnar, annað hvort heiti þeirra eða efni. Við fengum Sævar Helga Bragason í lið með okkur og hann semur handritið fyrir Tuma,“ segir Ragnheiður. Spurðar hvort íslenskir listamenn hafi fjallað mikið um geiminn í verkum sínum segir Guðrún: „Við gátum valið úr verkum og mörg komust ekki að á þessari sýningu. Við lögðum upp úr því að hafa gott f læði og samspil á milli verkanna.“ Ýmis þemu má finna á sýn- ingunni. „Eitt þema er til dæmis Flæði og samspil milli verka sem fjalla um geiminn Halló, geimur er sýning í Listasafni Íslands. Þar má sjá verk sem fjalla um geiminn. Sýningin er þemaskipt og aðalpersóna í barnabók hefur þar hlut- verk. Meðal verkanna er stórfengleg innsetning Steinu Vasulka. Guðrún og Ragnheiður við Norðurljósabarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þjóðsögur koma nokkuð við sögu og sömuleiðis strákurinn Tumi. Stórfengleg inn- setning Steinu Vasulka. Listamenn sem eiga verk á sýningunni n Ásgrímur Jónsson n Björg Þorsteinsdóttir n Erró n Eyborg Guðmundsdóttir n Finnur Jónsson n Guðmunda Andrésdóttir n Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) n Halldór Ásgeirsson n Helgi Þorgils Friðjónsson n Hildigunnur Birgisdóttir n Hildur Hákonardóttir n Hreinn Friðfinnsson n Jóhann Eyfells n Jón Gunnar Árnason n Keith Grant n Kristinn E. Hrafnsson n Margrét Elíasdóttir n Sigurjón Ólafsson n Steina n Svavar Guðnason n Sverrir Haraldsson n Vilhjálmur Bergsson n Þorvaldur Skúlason Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is áhrifamáttur himintunglanna í þjóðsögunum. Þar sjáum við karl- inn í tunglinu og álfa sem fara á stjá í tunglsljósi. Við sjáum sól sem breytir tröllum í stein og mána sem lýsir upp höfuðkúpuna á djákn- anum á Myrká,“ segir Ragnheiður. „Við erum með verk eftir Kristin E. Hrafnsson sem heitir Næturljóð á vaxandi nýju tungli, sem fjallar um hughrif og áhrif tunglsins á okkur. Við erum með verk eftir Svavar Guðnason sem heitir Vetrarbrautin, og enn þann dag í dag erum við að spá í vetrarbrautina og stjörnurnar.“ Dans norðurljósa Norðurljósabarinn eftir Halldór Ásgeirsson er áberandi verk á sýningunni og er í sérstöku rými. „Þetta verk er tíu mínútna inn- setning sem fer mjög hratt á tíma- bili og hægir svo aftur á sér. Þarna eru f löskur, skálar, glös og könnur með alls konar litum í. Flöskurnar og ílátin eru lýst upp með ljósi sem endurvarpast á vegginn þannig að til verður eins konar dans norður- ljósanna,“ segir Guðrún. Stórfengleg innsetning Steinu Vasulka, Of the North, er í sérsal. „Þarna sjáum við vídeóupptökur Steinu af náttúrunni: hraun, gras, mosa, eld, reyk, vatn og fossa. Myndum er varpað á vegginn og það er eins og hnettir hringsnúist inni í rýminu. Þegar maður gengur inn í þennan stóra sal er eins og maður sé að ganga inn í geiminn,“ segir Ragnheiður. Verkið er algjörlega magnað enda hefur það vakið mikla athygli sýningargesta sem sumir setjast eða einfaldlega leggjast á gólfið til að njóta upplifunarinnar til fulls. „Þetta er upplifunarverk og fólk hrífst svo mjög að það dvelur lengi í rýminu,“ segir Ragnheiður. Sýningin í Listasafni Íslands stendur til janúar á næsta ári. 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.