Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 4

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 4
 Fylgt úr hlaði Hin árlega Fagráðstefna skógræktar er nú haldin í 20. skipti. Upphafið má rekja til ráð- stefnu sem haldin var á vegum Skógræktar ríkisins í tengslum við opnun Kalstofunnar á Möðruvöllum árið 2000. Þótti sú ráðstefna takast svo vel að ákveðið var að halda aðra á Egilsstöðum árið 2001 og svo þá þriðju á Kirkjubæjarklaustri árið 2002. Síðan hefur ráðstefnan farið hringinn um landið. Allt frá 2001 var ráðstefnan haldin í samstarfi Landshlutaverkefna í skógrækt og Skógræktar ríkisins, sem árið 2016 urðu að Skógræktinni, og síðar komu Skógræktarfélag Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landssamtök skógareigenda og Skógfræðingafélag Íslands að skipulagningu. Í ár bætist Landgræðslan í hóp þeirra sem standa að ráðstefnunni. Fulltrúar þessara stofnana mynda fagnefnd Fagráðstefnu, en hlutverk hennar er að kalla eftir erindum og setja saman dagskrá. Í ár sátu í nefndinni, auk undirritaðrar: Brynja Hrafnkelsdóttir frá Skógfræðingafélaginu, Einar Gunnarsson frá Skógræktarfélagi Íslands, Hlynur G. Sigurðsson frá Landssamtökum skógareigenda, Þórunn Pétursdóttir frá Landgræðsl- unni og Bjarni D. Sigurðsson frá Landbúnaðarháskólanum, sem einnig sat í ritnefnd þessa rits. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar hefur haft veg og vanda af því að redda öllu sem þarf að redda og á skilið þakkir. Í nefndinni sitja Aðalheiður Bergfoss, Anna Pálína Jónsdóttir, Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Björg Björnsdóttir, allar frá Skógræktinni. Þá hefur Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, haft veg og vanda af kynningarmálum, uppsetningu heimasíðu, auk þess að sjá um ritstjórn og frágang ritsins. Allt frá upphafi hefur skipulag ráðstefnunnar verið með svipuðu sniði, tveggja daga ráðstefna þar sem lögð er áhersla á tiltekið málefni fyrri daginn og fjölbreyttir fyrir- lestrar seinni daginn. Í ár er yfirskrift ráðstefnunnar: „Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál“, með áherslu á aðgerðir til kolefnisbindingar. Vil ég þakka öllum fundar- stjórum, fyrirlesurum, sem og þeim sem kynna efni á veggspjöldum kærlega fyrir framlag þeirra. Árið 2011 var fyrst gefið út Rit Mógilsár eftir Fagráðstefnu þar sem höfundum gafst kostur á því skrifa stuttgreinar með efni af ráðstefnunni. Í ár var ákveðið að sameina í eitt rit útdrætti og stuttgreinar og gefa út fyrir ráðstefnu. Afraksturinn sést hér, stutt- greinar og útdrættir frá fyrirlesurum og veggspjaldahöfundum, alls ríflega 30 talsins Fagráðstefna skógræktar er fyrir löngu orðin einn af föstu punktunum í lífi skógræktar- fólks með um og yfir 100 þátttakendur á hverju ári. Fyrir hönd allra þeirra sem komu að skipulagningu Fagráðstefnu 2019 óska ég ykkur ánægjulegrar ráðstefnu. Edda Sigurdís Oddsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.