Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 49

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 49
R i t M ó g i l s á r | 49 Kolefni til sölu? Gunnlaugur Guðjónsson* og Pétur Halldórsson Skógræktin *gulli@skogur.is Útdráttur Mikilvægasta verkefni samtímans í umhverfismálum er að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda og þar er þáttur koltvísýrings (CO2) stærstur. Jafnframt er nauðsynlegt að binda eftir mætti eitthvað af þeim koltvísýringi sem hefur þegar verið losaður út í andrúmsloftið. Sömuleiðis eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að draga úr losun þegar í stað. Á meðan ekki verður hjá því komist að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið er skynsamlegt og nauðsynlegt að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hagkvæmasta og öflugasta aðferðin sem völ er á til kolefnisbindingar er nýskógrækt. Vaxandi áhugi er á kolefnisbindingu með nýskógrækt hérlendis, jafnt meðal almennings og í atvinnulífinu. Til þess að koma megi upp virkum markaði með slíkar aðgerðir þarf að búa þeim áreiðanlegt og viðurkennt kerfi og tryggja vel að sú binding sem óskað er eftir verði að raunveruleika. Slíkum kerfum hefur sums staðar verið komið á, til dæmis í Bretlandi, og geta fyrirtæki og stofnanir nú keypt skógarkolefnis- ígildi og talið þau fram á móti losun starfsemi sinnar. Með hliðsjón af slíku bresku kerfi hafa nú verið unnin frumdrög að kerfi sem koma mætti á laggirnar á Íslandi. Það byggist í stuttu máli á því að stofnað er til skógarkolefnisígilda sem merkt eru „í bið“ þar til staðfest er að ræktun sé hafin sem binda muni koltvísýringstonn á móti keyptum skógarkolefnisígildum. Þá eru skógarkolefnisígildin orðin gild og meðan svo er má versla með þau eftir settum reglum. Með reglulegu millibili eru skógarkolefnis- ígildin staðfest af sérfræðingum og vottuð af til þess bærum óháðum aðilum. Þegar samningstíma viðkomandi skógarkolefnisígilda lýkur eru þau fyrnd og ekki hægt að versla með þau lengur. Kerfi sem þetta gæti orðið að veruleika á Íslandi áður en langt um líður þótt ekkert hafi verið ákveðið enn sem komið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.