Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 51

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 51
R i t M ó g i l s á r | 51 100 ára friðun Þórsmerkur Hreinn Óskarsson1* og Björn Traustason2 1Skógræktin; 2Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar *hreinn@skogur.is Útdráttur Þórsmörk og Goðaland eru fyrrverandi afréttir Fljótshlíðinga norðan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Áður var Þórsmerkursvæðið þakið birkiskógi og nytjað um aldir til skógarhöggs, kolagerðar og beitar allt árið. Í upphafi 19. aldar voru skógar að mestu horfnir og jarðvegseyðing útbreidd. Úttekt á skógum á svæðinu árið 1899 sýndi að aðeins 350 ha af lágu kjarri voru eftir á svæðinu. Árið 1920 afsöluðu bændur í Fljótshlíð og Oddakirkja sér beitarrétti á Þórsmörk og gerðu samning við Skógræktina um umsjón með svæðinu. Kirkjan á Breiðabólstað gerði sams konar samkomulag um beitarfriðun Goðalands árið 1927. Stór hluti Þórs- merkur og Goðaland voru beitarfriðuð með girðingum á þriðja áratug 20. aldar. Ný- græður af birki breiddust út á næstu áratugum og eldri skógar þéttust og hækkuðu. Örfoka svæði voru grædd upp í samvinnu við Landgræðsluna, ferðafélög og sjálfboða- liðahópa. Mikill áfangi náðist árið 1990 með samningum Landgræðslunnar og bænda um tímabundna beitarfriðun Almenninga frá 1990-2012. Í fyrirlestrinum verður kynnt kortlagning á birkiskógum á Þórsmerkursvæðinu árið 1960 og 2011. Flatarmál birkiskóga hefur margfaldast á Þórsmerkursvæðinu frá því svæðið var beitarfriðað. Friðun Þórsmerkur er eitt af merkilegustu náttúruverndar- verkefnum Íslands á 20. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.