Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 56

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 56
56 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 þeir vaxtarminni. Hraður hæðarvöxtur hefur þar meiri áhrif en þvermálsvöxtur, en í þessari tilraun virðist nokkuð góð fylgni á milli hæðar og lífmassa (sjá 3. mynd). Sé reiknað meðaltal lífmassa eldri klóna borið saman við lífmassa klónanna úr víxlununum kemur í ljós að vöxtur nýju klónanna er mun betri en þeirra eldri. Meðaltal 17 gamalla klóna er 146 g af þurrefni á tré á meðan meðaltal 13 nýrra klóna er 230 g af þurrefni á tré. Þessi niðurstaða sýnir að kynbótaverkefnið hefur skilað verulegum árangri hvað varðar hraðan æskuvöxt. Vöxtur í klónasafni Vísbendingar um meiri vaxtarhraða nýrra klóna en þeirra eldri er einnig að finna í klónasafninu í Hrosshaga (4. mynd). Þar eru aðeins fjögur tré af hverjum klóni og í einni endurtekningu. Munurinn er þó svo sláandi mikill að útilokað er að hann stafi af tilviljun. Lítinn vöxt margra af eldri klónunum má vafalítið að einhverju leyti rekja til þess hve ryðnæmir þeir eru og kalgjarnir eftir ryðsumur. Það á alveg sérstaklega við um Kenaí-klónana Randa, Grund og Höllu. Keisari er einnig mjög viðkvæmur fyrir kali eftir ryð (er ekki á 4. mynd). Iðunn stendur ryðið betur af sér. Sæland, sem er nánast ryðlaus, vex einnig betur en hinir Kenaí-klónarnir. Mikill vaxtarhraði er kostur. Vaxtarlag er þó afar mikilvægt ef nýta á trén til bolviðarframleiðslu. Því miður eru vaxtarmestu klónarnir flestir grófir og stofninn ekki eins beinn og æskilegt væri. Kenaí-klónarnir og aðrir fíngerðir klónar eru ýmist hægvaxta eða eru ryðnæmir. Kolefnisbinding bestu klóna er umtalsverð. Hvert tré af Y16 hefur bætt við sig að meðaltali nálægt 5 kg af þurrefni á ári síðustu tvö árin sem gerir 9,2 kg CO2 á tré árlega. Ef miðað er við millibil 2x3 m rúmast 1.666 tré á hektara sem gerir þá um það bil 15 tonn CO2 á hektara á ári. Og til viðbótar má gera ráð fyrir 3-4 tonnum sem bindast í rótum og jarðvegi. Í skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands (2) sem gerð var fyrir sauðfjárbændur er reiknað með að skurðafylling geti komið í veg fyrir að 19,5 tonn af CO2 á hektara á ári losni úr framræstum 3. mynd. Lífmassi klónanna í tilrauninni. Röð þeirra á myndinni er sú sama og þegar þeim var raðað eftir minnkandi hæð frá vinstri til hægri. Hafa ber í huga að Súla, Sæmundur, S6, R9 og R5 voru aðeins í einni endurtekningu í tilrauninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.