Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 62

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 62
62 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Molta sem áburður á lerki og birki á Hólasandi Brynjar Skúlason1*, Pétur Halldórsson2 og Daði Lange Friðriksson3 1 Mógilsá, Rannsóknasvið Skógræktarinnar; 2Skógræktin; 3Landgræðslan *brynjar@skogur.is Útdráttur Hólasandur er eyðimörk norðan Mývatns, um 14.000 ha að stærð, þar sem unnið er að uppgræðslu. Hjá Moltu ehf. á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit falla til árlega um 3.000 tonn af moltu. Ákveðið var að skoða áhrif moltu á lifun og vöxt birkis og lerkis í uppgræðslu á Hólasandi. Moltan var prófuð sem áburður á trjáplönturnar bæði í bland við sandinn og ofan á sandinn. Til samanburðar var áburðargjöf með kjötmjöli, með tilbúnum áburði og viðmið með engum áburði. Lifun beggja trjátegunda var á bilinu 80%-100% og ekki marktækur munur á milli áburðarmeðferða. Notkun moltu hafði marktækt jákvæð áhrif á vöxt birkisins umfram viðmiðunarmeðferðir en hjá lerkinu voru allar áburðarmeðferðir marktækt betri en enginn áburður. Moltan sýndi sig að vera gagnlegur áburður á trjáplöntur á Hólasandi, sérstaklega á birki. Inngangur Hólasandur er eyðimörk norðan Mývatns, um 14.000 ha að stærð. Skipulegar land- græðsluaðgerðir á vegum Landgræðslunnar hófust um 1960 og fengu aukinn kraft árið 1993 að fumkvæði samtakanna Húsgulls á Húsavík með stuðningi frá Hagkaupum og Umhverfissjóði verslunarinnar (Stefán Skaftason og Andrés Arnalds, 2004). Þór Kárason (2017) tók saman yfirlit um árangur landgræðslu á Hólasandi með áherslu á vöxt og viðgang trjágróðurs. Á grundvelli úttektar á árangri leggur hann til aukna áherslu á gróðursetningu birkis og lerkis í svæðið. Hann bendir jafnframt á að ræktun lúpínu geti torveldað ræktun og landnám viðartegunda og skoða þurfi betur hvaða aðferðir séu árangursríkastar. Hjá Moltu ehf. á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit falla til árlega um 3.000 tonn af moltu (Kristján Ólafsson, munnleg heimild) sem getur m.a. nýst sem áburður til uppgræðslu. Ákveðið var að skoða áhrif moltunnar á lifun og vöxt birkis og lerkis sérstaklega og hvaða verklegar aðferðir við nýtingu hennar kæmu helst til greina. 1. mynd. Meðallifun birkis 2018 eftir 4 vaxtarsumur. 90% 92% 94% 96% 98% 100% Molta ofaná Molta blandað Kjötmjöl Tilbúinn áburður Enginn áburður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.