Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 59

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 59
R i t M ó g i l s á r | 59 Rökstuðningur fyrir vali á klónum Þegar kynbótaverkefninu var hrundið í framkvæmd vorið 2002 var hvatinn að því einkum þörfin á að fá fram klóna með góða ryðmótstöðu. Enn er það eitt mikilvægasta atriðið í vali klóna til fjölgunar. En fleira kemur þó til. Vaxtarhraði, kalleysi og vaxtarform eru allt mikilvægir eiginleikar. Margir af þeim klónum sem hafa til að bera góða ryðmótstöðu falla á prófinu vegna þess að þá skortir aðra mikilvæga eiginleika. En sumir þeirra klóna sem ryðga standa sig vel varðandi ýmsa æskilega eiginleika. Þrátt fyrir ryðið kelur þá lítt og vaxtarhraði og vaxtarform er með ágætum. Fyrsti vandinn varðandi ryðþolið var að engar afkvæmatilraunir voru á svæðum þar sem ryð fannst að einhverju marki. Reynt var að smita tilraunina á Sóleyjarbakka með því að planta í hana lerkiplöntum árið 2005. Smitunin varð svo misjöfn að ómögulegt reyndist að byggja á henni varðandi val á ryðþolnum einstaklingum. Því var sú ákvörðun tekin við valið 2009-2010 að velja tré sem vaxið höfðu vel og ekki höfðu orðið fyrir sýnilegum áföllum. Ryðþolið skyldi svo metið síðar í safninu eða í gróðurhúsi. Sami háttur var hafður á næstu árin við val á öllum hinum tilraunastöðunum. En fyrir bragðið er varla við því að búast að hátt hlutfall af ryðþolnum trjám sé í safninu. Annar annmarki er auðvitað hve ungar tilraunirnar voru þegar valið var úr þeim. Fimm eða sex ár eru stuttur tími í lífi trjáa til þess að geta metið frammistöðu þeirra með nokkurri vissu. En tré sem vex vel fyrstu árin er líklegt til þess að vaxa vel framvegis þótt tré sem er lengi af stað geti hugsanlega náð hinum vaxtarmeiri síðar. Lifun getur líka verið betri hjá þeim sem vaxa hratt fyrstu árin en þeim sem lengi eru af stað. Þar skiptir samkeppni við gras og annan gróður oft sköpum. 5. mynd. Hluti klónasafnsins vorið 2018. (Mynd: Halldór Sverrisson)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.