Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 14

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 14
14 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Þurrlendi – möguleikar, úttekt, vottun Jóhann Þórsson Landgræðslan johann.thorsson@land.is Útdráttur Aðgerðasvæði landgræðslu teljast vera tæplega 127 þúsund hektarar og eru rúmlega 96% þessara svæða frá því eftir 1990. Frá árinu 2007 hefur Landgræðslan vaktað öll þessi svæði með tilliti til magns kolefnis og niturs í jarðvegi og gróðri, ásamt því að meta heildarþekju gróðurs auk þekju einstakra tegunda. Nú stendur önnur lands- yfirferð þessarar vöktunar yfir. Landgræðsla er safnheiti allra þeirra aðgerða sem beinast að uppgræðslu. Þær geta falist í einfaldri friðun upp í umfangsmikil inngrip með sáningu og áburðargjöf, allt eftir eðli þeirra svæða sem unnið er á. Nú beinist áherslan í síauknum mæli að styrk- ingu staðargróðurs í hnignuðu landi sem og eflingu vistkerfa. Slíkar vistheimtar- aðgerðir felast yfirleitt í friðun og áburðargjöf. Tilgangur landgræðslu er að endurheimta og auka landgæði. Ein jákvæðasta afleiðing þess starfs er að í kjölfarið eykst myndunarhraði jarðvegs og uppsöfnun lífrænna jarðvegsefna, sem við vísum gjarna til sem kolefnisbindingar í jarðvegi. Vegna eigin- leika íslenska eldfjallajarðvegsins eru kolefnisbindingarmöguleikar í honum umtals- verðir, auk þess sem það eykur um leið frjósemi hans. Hraði þessara ferla er hins vegar afar mismunandi eftir eðli landsins sem verið er að vinna á, staðsetningu og einnig eftir þeim landgræðsluaðgerðum sem beitt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.