Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 40

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 40
40 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Ranaskógur á Héraði – saga skógarins lesin úr árhringjum trjánna Ólafur Eggertsson* og Nandini V. Hannak Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar *olie@skogur.is Útdráttur Talið er að Ranaskógur hafi haldist allt frá landnámi, en rétt fyrir aldamótin 1900 var skógurinn samkvæmt lýsingum samtímamanna aðeins lágvaxinn kjarrskógur. Líklegt er að hann hafi fylgt hinni almennu hrörnun skóga á Héraði sem náði hámarki um 1860-1870 (Helgi Hallgrímsson 1989). Nú er eystri hluti Ranaskógar stæðilegur, frekar opinn birkiskógur með hávöxnum trjám. Efst í skóginum, á flatanum sem liggur að Gilsárgljúfri, er talsvert um reyniviðartré. Flest eru þau margstofna en inn á milli má finna einstofna tré. Reyniviðurinn er á svipuðum aldri og birkið en ívið hávaxnara. Þegar komið er vestar í skóginn er hann mun þéttari og talsvert yngri. Aldursgreiningar á trjánum með borkjörnum sýnir að skógurinn byrjað að vaxa upp frá fræi eða stubbaskoti á tímabilinu 1870-1935. Ekki er mikið af ungplöntum birkis í skóginum en þó nokkuð um fræplöntur reyniviðar. Mörg trjánna eru orðin frekar feyskin vegna aldurs og mikið um stubbaskot frá rótum þeirra. Talsvert er af liggjandi trjám í skógi- num sem fallið hafa vegna aldurs. Fylgni árhringjagilda í reynitrjám var hæst við meðalhita í júlí og águst en fyrir birki var fylgni hæst fyrir júní og júlí. Inngangur Ranaskógur er einn fegursti birkiskógur landsins að margra mati og tilheyrir hann Jörðinni Vallholti sem er nýbýli úr Hrafnkelsstöðum. Hann vex á vestari gljúfurbarmi Gilsár fyrir botni Lagarfljóts (1. mynd). Í skóginum er mikið um hvítstofna, frekar bein- vaxin birkitré og er töluvert af háum reyniviði innan um birkið á vissum stöðum. Skógurinn er frekar opinn og er skógarbotninn vel gróinn grasi og ýmsum blómplönt- um. Lítið er um ungplöntur af birki í skóginum en talsvert af sjálfsánum reynivið. Fyrir miðjum skógi er um eins hektara gróðursettur reitur með barrtrjám, aðallega rússa- 1. mynd. Staðsetning rannsóknarsvæðis. Borkjörnum var safnað úr trjám á skyggða svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.