Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 19

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 19
R i t M ó g i l s á r | 19 Andrúmsloftið geymir nú (2000-2009) um 829 milljónir tonna C sem CO2 og 29% þess magns eru viðbótin vegna losunar manna frá iðnbyltingu (Ciais o.fl., 2013). Lífmassi alls gróðurs jarðar hefur verið metinn á bilinu 450-650 milljarðar tonna C (Ciais o.fl., 2013), en árlega tekur hann upp um 123 milljarða tonna úr andrúmslofti með ljóstillífun eða um 15% af öllu CO2 sem er í loftinu, en gróðuröndun og niðurbrot í jarðvegi skilar um 119 milljónum tonna C aftur út í andrúmsloftið sem CO2 innan sama árs (1. mynd). Þar sem árleg upptaka gróðurs á jörðinni er meiri en losun hans er hringrásin ekki í jafnvægi og nettókolefnisbindingin í gróðri og jarðvegi landvistkerfanna er metin vera um 2,6 milljarðar tonna C árlega. Sú binding, sem á sér ekki síst stað á norðlægari breiddargráðum, er ríflega helmingi hærri en losunin sem verður við skógar- og jarðvegseyðingu í hitabeltinu, og nemur nú um 1,1 milljarði tonna C árlega (1. mynd). Þessi mynd er einnig bakgrunnurinn fyrir því af hverju kolefnisbinding og/eða minnk- un kolefnislosunar við skógar- og jarðvegseyðingu eða endurheimt votlendis eru leiðir sem alþjóðasamfélagið hefur metið sem gildar mótvægisaðgerðir gegn losun við bruna jarðefnaeldsneytis. Þegar kolefnishringrás jarðar er skoðuð er augljóst að bæði ferlin, losun og binding, eru mikilvæg fyrir það sem er að gerast í andrúmslofti. 2. mynd. Andardráttur Íslands. Mánaðarlegur styrkur koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum á tímabilinu 2001-2012. Gögn frá ESRL og Veðurstofu Íslands. Endurteiknað úr Bjarni D. Sigurðsson (2013). Oft heyrist sagt að kolefnisbinding í gróðri geti ekki skipt miklu máli fyrir kolefnisstyrk í andrúmslofti þar sem gróður geti einungis geymt kolefnið í skamman tíma, eða svo lengi sem plantan lifir. Þetta er byggt á ákveðnum misskilningi. Það skiptir ekki máli hvað hver planta lifir lengi, svo lengi sem vistkerfið endurnýjar sig stöðugt. Þannig er umsetning C í lífmassa gróðurs allrar jarðarinnar einungis um 11,2 ár (Chapin o.fl., 2011), en þrátt fyrir það geymir sama gróðurlendi álíka mikið magn kolefnis svo lengi sem það stendur og starfar og breytist ekki í annars konar gróðurlendi sem inniheldur minni lífmassa gróðurs að jafnaði. Það er því ekki lífslengd plantnanna sem skiptir máli, heldur hversu mikill standandi lífmassi er í hverju gróðurlendi og hversu lengi því magni er viðhaldið án þess að langtímaröskun verði þar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.