Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 53

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 53
R i t M ó g i l s á r | 53 Viðarmagnsspá fyrir Vesturland Ellert Arnar Marísson* Leiðbeinendur: Arnór Snorrason1, Benjamín Örn Davíðsson1 og Bjarni Diðrik Sigurðsson2 1Skógræktin; 2Landbúnaðarháskóli Íslands *ellert@skogur.is Útdráttur Hagsmunaaðilar í skógrækt á Vesturlandi hafa mikla trú og áhuga á framtíð skógar- auðlindarinnar. Því er þetta verkefni tilkomið með það að markmiði að spá fyrir um vöxt skóga á Vesturlandi. Nánar tiltekið er spáð fyrir um vöxt þeirra skóga sem metnir hafa verið hæfir til viðarnýtingar. Allt starfsvæði Vesturlandsskóga eins og það var fram til ársins 2016, frá Gilsfjarðarbotni í norðri og Kollafirði í suðri, var tekið fyrir í þessu verkefni. Verkefnið „Íslensk skógarúttekt“ (ÍSÚ) hefur mælt alla skóga á Íslandi frá árinu 2005. ÍSÚ leggur út fasta mælifleti á öllu landinu með kerfisbundnu móti. Allir mælifletir í ræktuðum skógum sem ÍSÚ hefur mælt á Vesturlandi komu til greina fyrir þetta verk- efni, 193 talsins. 91 af þessum 193 hafði verið metinn hæfur til viðarnýtingar og voru þeir skógar sérstaklega skoðaðir. Af þessum 91 mælifleti voru valdir þeir 72 mælifletir þar sem trjátegundirnar sitkagreni, stafafura og alaskaösp komu fyrir. Mæligögn úr þessum 72 mæliflötum voru svo nýtt til að spá fyrir um vöxt skóga með skógræktaráætlanagerðarforritinu Iceforest. Það nýtir vaxtarjöfnur sem reikna yfir- hæðarvöxt, hæðarvöxt, þvermálsvöxt og sjálfgrisjun skóga. Spáð var samkvæmt tveimur mismunandi sviðsmyndum. Í sviðsmynd 1 var ekki gert ráð fyrir umhirðu í skógunum og sýnir hún því eingöngu hversu mikið gæti mögulega safnast af viði í skógunum. Sviðsmynd 2 hefur sjálfbæra og hagkvæma úrvinnslu skóga að leiðarljósi og fylgir algengum skógræktarleiðbeiningum frá Skandinavíu fyrir jafnaldra, eintegunda skóga. Forsendur sviðsmyndar 2 eru reglulegar grisjanir sem auka verðmæti skóganna með því að auka hlutfall flettiefnis við lokahögg. Þetta eru grisjanir þar sem lökustu trén eru grisjuð út fyrst. Eins er gert ráð fyrir gróðursetningu þar sem lokahögg fer fram. Þessi gróðursetning fer fram sama ár og lokahögg er framkvæmt til að endur- nýja um leið viðkomandi hluta skóganna. Umhirða samkvæmt sviðsmynd 2 fylgir þeirri reglu að meðalársvöxtur allra skóga samanlagt megi aldrei minnka. Í báðum sviðsmyndunum er spáð fyrir 30 ár, frá 2018 til 2048.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.