Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 84

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 84
84 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Skemmdir á sitkagreni við Miklubraut í Reykjavík Degradation of Sitka Spruce along the Miklabraut Sibren van Manen1,2, Julianne Kuckuk 1,3, Ólafur Eggertsson1 og Edda Sigurdís Oddsdóttir1* 1Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar; 2HAS University of Applied Sciences; 3Johannes Gutenberg-Universität Mainz *edda@skogur.is Útdráttur Á undanförnum árum hefur borið talsvert á skemmdum á sitkagreni á höfuðborgar- svæðinu, ekki síst í nágrenni við umferðaræðar. Veturinn 2018 voru öll tré á Klambra- túni kortlögð og skemmdir á þeim metnar, tré með sitkalús talin og sýni tekin til efnagreiningar. Sambærileg könnun var einnig framkvæmd í Öskjuhlíð. Þá voru teknir borkjarnar úr trjám í Öskjuhlíð og bornir saman við kjarna sem teknir höfðu verið úr trjám á Klambratúni með fram Miklubraut haustið 2017. Helstu niðurstöður sýndu að marktækt hærra hlutfall trjáa á Klambratúni var skemmt en í Öskjuhlíð. Enn fremur voru mun fleiri tré með sitkalús á Klambratúni en í Öskjuhlíð. Samanburður á þvermálsvexti trjánna sýndi að fram til 2005 var ársvöxtur svipaður á báðum stöðum. Sveiflur í vexti eru svipaðar og m.a. í takt við þekkta sitkalúsarfaraldra. Eftir 2004 fellur þvermálsvöxtur trjáa við Klambratún en vöxtur í Öskjuhlíð helst nokkuð stöðugur. Ljóst er að munur á skemmdum milli Klambratúns og Öskjuhlíðar verður ekki útskýrður með mismunandi veðurfari. Erlendar mælingar hafa sýnt að aukinn styrkur köfnunarefnis í laufi/nálum trjáa getur leitt til aukins fjölda lúsa og að tré sem staðsett eru með fram umferðarmannvirkjum hafa mælst með háan styrk köfnunarefnis. Hins vegar dregur aukinn seltustyrkur í laufum/nálum úr fjölda lúsa. Niðurstöður efnagreininga á nálasýnum sýndu hvorki marktækan mun á styrk köfn- unarefnis né seltu á stöðunum tveimur, þó svo að í báðum tilfellum hafi styrkurinn verið hærri í trjám á Klambratúni. Hins vegar voru fá sýni tekin til efnagreiningar eða eingöngu fimm sýni á hvorum stað. Eitt sýni í Öskjuhlíð skar sig talsvert frá hinum og mældist með meiri styrk köfnunarefnis en hin sýnin (1,89%N á meðan hin sýnin voru frá 0,91%N-1,3%N). Ef því sýni var sleppt í úrvinnslu mældist styrkur köfnunarefnis marktækt hærri á Klambra- túni en í Öskjuhlíð. Nauðsynlegt er að taka fleiri sýni til efnagreininga svo meta megi hvort munur á svæðunum sé raunverulegur. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á mun á tíðni sitkalúsa, skemmdum og vexti sitkgrenis á Klambratúni annars vegar og í Öskjuhlíð hins vegar. Ekki er hægt með afgerandi hætti að segja til um ástæður þessa munar en ekki er ólíklegt að sam- spil mengunar og sitkalúsar spili þarna saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.