Rit Mógilsár - 2019, Side 84

Rit Mógilsár - 2019, Side 84
84 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Skemmdir á sitkagreni við Miklubraut í Reykjavík Degradation of Sitka Spruce along the Miklabraut Sibren van Manen1,2, Julianne Kuckuk 1,3, Ólafur Eggertsson1 og Edda Sigurdís Oddsdóttir1* 1Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar; 2HAS University of Applied Sciences; 3Johannes Gutenberg-Universität Mainz *edda@skogur.is Útdráttur Á undanförnum árum hefur borið talsvert á skemmdum á sitkagreni á höfuðborgar- svæðinu, ekki síst í nágrenni við umferðaræðar. Veturinn 2018 voru öll tré á Klambra- túni kortlögð og skemmdir á þeim metnar, tré með sitkalús talin og sýni tekin til efnagreiningar. Sambærileg könnun var einnig framkvæmd í Öskjuhlíð. Þá voru teknir borkjarnar úr trjám í Öskjuhlíð og bornir saman við kjarna sem teknir höfðu verið úr trjám á Klambratúni með fram Miklubraut haustið 2017. Helstu niðurstöður sýndu að marktækt hærra hlutfall trjáa á Klambratúni var skemmt en í Öskjuhlíð. Enn fremur voru mun fleiri tré með sitkalús á Klambratúni en í Öskjuhlíð. Samanburður á þvermálsvexti trjánna sýndi að fram til 2005 var ársvöxtur svipaður á báðum stöðum. Sveiflur í vexti eru svipaðar og m.a. í takt við þekkta sitkalúsarfaraldra. Eftir 2004 fellur þvermálsvöxtur trjáa við Klambratún en vöxtur í Öskjuhlíð helst nokkuð stöðugur. Ljóst er að munur á skemmdum milli Klambratúns og Öskjuhlíðar verður ekki útskýrður með mismunandi veðurfari. Erlendar mælingar hafa sýnt að aukinn styrkur köfnunarefnis í laufi/nálum trjáa getur leitt til aukins fjölda lúsa og að tré sem staðsett eru með fram umferðarmannvirkjum hafa mælst með háan styrk köfnunarefnis. Hins vegar dregur aukinn seltustyrkur í laufum/nálum úr fjölda lúsa. Niðurstöður efnagreininga á nálasýnum sýndu hvorki marktækan mun á styrk köfn- unarefnis né seltu á stöðunum tveimur, þó svo að í báðum tilfellum hafi styrkurinn verið hærri í trjám á Klambratúni. Hins vegar voru fá sýni tekin til efnagreiningar eða eingöngu fimm sýni á hvorum stað. Eitt sýni í Öskjuhlíð skar sig talsvert frá hinum og mældist með meiri styrk köfnunarefnis en hin sýnin (1,89%N á meðan hin sýnin voru frá 0,91%N-1,3%N). Ef því sýni var sleppt í úrvinnslu mældist styrkur köfnunarefnis marktækt hærri á Klambra- túni en í Öskjuhlíð. Nauðsynlegt er að taka fleiri sýni til efnagreininga svo meta megi hvort munur á svæðunum sé raunverulegur. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á mun á tíðni sitkalúsa, skemmdum og vexti sitkgrenis á Klambratúni annars vegar og í Öskjuhlíð hins vegar. Ekki er hægt með afgerandi hætti að segja til um ástæður þessa munar en ekki er ólíklegt að sam- spil mengunar og sitkalúsar spili þarna saman.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.