Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 27

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 27
R i t M ó g i l s á r | 27 rannsóknir og mælingar á kolefnisbindingu trjáa hafa farið fram hérlendis á undan- förnum árum, en í einungis tveimur tilfellum hafa farið fram mælingar á heildar- kolefnisjöfnuði alls vistkerfisins, ofanjarðar og neðan, með sömu aðferðum og hér var beitt (e. eddy covariance); sjö ára asparskógur í Gunnarsholti batt 3,7 tonn CO2 á ha á ári (Valentini o.fl., 1999) og ellefu ára lerkiskógur á Austurlandi batt 7,2 tonn CO2 á ha á ári (Bjarnadottir o.fl., 2009). Báðar þessar rannsóknir sýndu semsé jákvæð loftslags- áhrif með skógrækt, þ.e. meiri binding en losun átti sér stað í þeim á ársgrundvelli og í báðum tilfellum var umtalsverð binding í jarðvegi en ekki bara í lífmassa trjánna. Hvað framræsluna varðar hafa rannsóknir á kolefnisjöfnuði framræstra mýra einkum farið fram á Vesturlandi (Óskarsson, 1998). Að meðaltali losa framræstar mýrar í N- Evrópu um 20,9 t CO2 á ha á ári (IPCC, 2014). Niðurstöður á þykkri mýri á Vesturlandi sýndu losun upp á 14,1 t CO2 á ha á ári (Ólafsdóttir, 2015). Önnur nýleg MS-ritgerð sem bar saman magn kolefnis í mó nokkurra framræstra og nálægra óframræstra mýra á Suðurlandi sýndi að tap úr framræstu mýrunum nam á bilinu 2,6 til 11,4 t CO2 á ha á ári (Gunnarsdóttir, G.E.G, 2017). Markmið MÝRVIÐAR-verkefnisins var að skoða samanlögð áhrif þessara tegunda landnýtingar (framræslu og skógræktar) á kolefnisjöfnuð. Í verkefninu er leitað svara við spurningum eins og: Hvað gerist þegar nýskógrækt er stunduð á framræstum mýrum hérlendis; þ.e. þegar kolefnisríku vistkerfi sem hefur verið raskað er breytt í annað kolefnisríkt vistkerfi? Nær skógurinn að vega upp aukna losun á koltvíoxíði frá jarðvegi framræstu mýrarinnar? Er skógrækt leið til að draga úr neikvæðum loftslags- áhrifum framræslu, þar sem endurheimt verður ekki komið við og ekki er verið að nýta landið á annan hátt? 1. mynd. Rannsóknarsvæði MÝRVIÐAR. Guli punkturinn sýnir staðsetningu iðufylgnimælitækja og bláir punktar sýna skógmælingafleti. Bláu örvarnar sýna vatnshallann í átt að aðliggjandi skurðum, græni tígullinn er lokuð stífla en sá rauði er opin stífla. Bláa punktalínan afmarkar afrennslissvæðið. Efni og aðferðir Verkefnið hófst árið 2014 og fór fram í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en þar stendur um 85 ha stór asparskógur (Populus trichocarpa) sem var gróðursettur í framræstri mýri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.