Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 29

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 29
R i t M ó g i l s á r | 29 Niðurstöður Mælingar á lofthita, úrkomu og vatnsstöðu á tveggja ára tímabili eru sýndar á 2. mynd. Meðallofthiti hvers dags sveiflaðist frá ca. -12°C að vetri og yfir í 16°C-17°C að sumri. Úrkoman var mikil, eða u.þ.b. 1.300 mm á ári, sem olli því að vatnsstaðan á svæðinu var nálægt yfirborði stóran hluta vetrarins þrátt fyrir framræsluna, þó hún lækkaði vissulega niður á um 70 cm dýpi yfir hásumarið. Mældur kolefnisjöfnuður tveggja ára er sýndur á 3. mynd. Þar sést að losunin frá vist- kerfinu (Reco), sem samanstendur bæði af öndun plantna og niðurbroti jarðvegs, var fremur lág yfir vetrartímann þegar vatnsstaðan var há, en jókst svo yfir sumarið á svipuðum tíma og vatnsstaðan lækkaði og hiti hækkaði. Kolefnisupptakan eða bind- ingin í vistkerfinu (GPP; hér sýnt sem mínusgildi = upptaka úr andrúmslofti) byrjaði í apríl og mælist mikil yfir sumartímann og alveg fram í septemberlok. Kolefnisjöfn- uðurinn (NEE) sýndi að í heild batt þetta vistkerfi umtalsvert meira en það losaði þessi tvö ár eða 2.253 g CO2 m-2 fyrra árið og 2.987 g CO2 m-2 seinna árið. Ef við breytum þessum tölum í hreint kolefni (C) þá nam bindingin að meðaltali 714 g C m-2 ári-1. 3. mynd. Kolefnisflæði í Sandlækjarmýri frá október 2014 fram í október 2016. Reco (blá lína) táknar losun frá vistkerfinu, GPP (græn lína) táknar upptöku í vistkerfinu og NEE (rauð lína) er kolefnisjöfnuðurinn milli losunar og upptöku. Mælingar á lífrænu efni sem yfirgaf vistkerfið með afrennslisvatni eru sýndar á 4. mynd. Þessu lífræna efni var skipt upp í annars vegar uppleyst efni („Dissolved Organic Carbon“; DOC) og hins vegar agnir („Particulated Organic Carbon“; POC). Flutningur á DOC var á bilinu 63-4.130 g dag-1 og var mestur að vori og fyrri hluta sumars. POC- flutningurinn var á bilinu 24-2.216 g C dag-1, með skýrum toppum að vetri og vori, þegar snjór og klaki var að þiðna. Heildarmagn af DOC og POC sem barst út úr vistkerfinu var 316 og 94 kg C ári-1, eða 410 kg C á ári, samtals, af öllu vatnasviðinu (1. mynd).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.