Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 36

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 36
36 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Barkbjöllur eru þau skógarmeindýr sem valda hvað mestum skaða. Faraldrar þeirra og útbreiðsla hefur farið vaxandi með hlýnandi veðurfari. Í Norður-Ameríku er útbreiðsla tegundanna Dendroctonus frontalis, D. ponderosae og D. rufipennis að færast norðar og hærra til fjalla (Williams & Liebhold 2002; Bentz et al. 2010). Hlýir sumardagar ráða úrslitum um hvort barkbjöllur nái að tímgast. Hér á landi hefur hitabylgjum, það er að segja dögum þar sem hitinn fer yfir 20°C, fjölgað á undanförnum árum (Trausti Jónsson 2007) og gert er ráð fyrir því að við aldarlok verði yfir helmingur sumardaga hlýrri en 15°C (Halldór Björnsson o.fl. 2018). Hætta á að barkbjöllur nemi hér land fer því vaxandi. Í lista Erlings Ólafssonar yfir skordýr á Íslandi (Erling Ólafsson 1991) eru þrjár tegundir barkbjallna sem lifa á trjám. Það eru; Orthotomicus suturalis, Pityogenes chalcographus. og Ips typographus. Engin þeirra hefur numið hér land svo vitað sé (Erling Ólafsson 1991). Áhrif á skóga og skógarvistkerfi Áhrif nýrra skógarmeindýra eru allt frá því að vera lítilvæg upp í það að valda miklum röskunum á skógarvistkerfum. Dæmi um það síðarnefnda er askbarkbjallan Agrilus planipennis, sem barst til Michigan og Kanada árið 2002 frá Asíu og hefur valdið dauða asks á þeim svæðum sem hún hefur borist til (Poland et al. 2015). Allar norðuramerískar asktegundir virðast vera móttækilegar fyrir askbarkbjöllunni og hætta á að hún geti valdið stórfelldum dauða asks í Norður-Ameríku. Slíkt gæti haft veruleg áhrif á vistkerfi norður-amerískra laufskóga þar sem askur er ein af lykiltegundunum. Þá hafa faraldrar furubarkbjöllunnar D. ponderosa haft mikil áhrif á barrskóga á vesturströnd Norður- Ameríku (Kurz et al 2008). Hér er birki lykiltegund í vistkerfum. Algengasta skordýrategundin sem lifir á birki er tígulvefari, sem er innflutt tegund og vitað er að hann var ein aðalástæðan fyrir mikilli aflaufgun birkis í langvinnum skordýrafaröldrum um austan- og norðaustanvert landið um síðustu aldamót. Þeir faraldrar ollu töluverðum dauða birkis (Helgi Hallgrímsson o.fl. 2006). Nú hafa bæst við tvær nýjar tegundir meindýra á birki, birkikemba og birkiþéla. Ástæða er til að óttast að þær geti haft veruleg neikvæð áhrif á birki á Íslandi. Breytileiki hefur þó reynst vera á ásókn birkikembu í mismunandi kvæmi og einstaklinga íslensks birkis (Brynja Hrafnkelsdóttir og Edda Sigurdís Oddsdóttir 2018) en óvíst hvort það tengist viðnámi birkisins gagnvart birkikembu eða mismunandi laufgunartíma birkikvæma (Brynja Hrafnkelsdóttir, óbirt gögn). Innfluttar trjátegundir hafa einnig orðið fyrir barðinu á innfluttum meindýrum. Furu- lúsarfaraldurinn sem hér geisaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar átti stóran þátt í dauða skógarfuru (Jón Gunnar Ottósson 1988), þó svo að aðrir þættir hafi líklega spilað inn í (Lárus Heiðarsson o.fl. 2013). Þá hafa rannsóknir sýnt að sitkalús dregur verulega úr vexti sitkagrenis (Halldórsson et al. 2003) og rýrir gildi þess í borgar- skógrækt. Tegundir sem hafa verið að berast til landsins að undanförnu, eins og asparglytta og barrvefari, gætu einnig reynst skeinuhættar. Samantekt og ályktanir Innflutt skógarmeindýr hafa nú þegar haft veruleg áhrif á skóga og skógarvistkerfi hér á landi, þó svo að jákvæð áhrif loftslagsbreytinga á vöxt og útbreiðslu skóga hafi hingað til gert meira en að vega áhrif skaðvalda upp (Halldór Björnsson o.fl. 2018). Áhrif þeirra tegunda sem hafa verið að nema land að undanförnu eru þó tæpast komin fram að fullu. Í fyrsta lagi er það vegna þess að mörg þeirra hafa ekki enn breiðst út um land allt og í öðru lagi vegna þess að þær hafa ekki enn lagað sig að fullu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.