Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 31

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 31
R i t M ó g i l s á r | 31 einhverju leyti bælt stóran hluta ársins. Þetta er reyndar nokkuð sem bændur á Suðurlandi kannast vel við, en oft eru framræst tún of blaut þar snemma á vorin eða síðla hausts til að hægt sé að aka þungum vinnuvélum um þau. 5. mynd. Kolefnis- og vatnshringrás í Sandlækjarmýri. Einingin í kolefnishringrásinni (hægra megin á mynd- inni) er í g C m-2 ár-1 og í vatnshringrásinni (vinstra megin á myndinni) í mm ár-1. E runoff stendur fyrir „Estimated runoff“ eða áætlað afrennsli en M runoff stendur fyrir „Measured runoff“ eða mælt afrennsli. Mælingar á lífrænu efni sem yfirgaf vistkerfið með afrennslisvatni hafa almennt ekki verið gerðar á framræstum mýrum sem ræktaðar hafa verið skógi þar sem kolefnis- jöfnuður hefur verið mældur með iðufylgniaðferð. Í yfirlitsgrein sem er að koma út, er sérstaklega kallað eftir að fleiri slíkar mælingar verði gerðar (Jauhiainen, 2019). Rannsókn okkar bendir hins vegar ekki til að þetta kolefnisflæði sé mikilvægt en það reyndist einungis nema um 0,5% af heildarkolefnisjöfnuði alls vistkerfisins. Hvað varðar vatnshringrásina þá eru hér birtar fyrstu heilsársmælingar á útgufun í ís- lenskum skógi, en árs vatnsbalans hefur einu sinni áður verið metinn fyrir íslenskan skóg án þess að hafa samfelldar vetrarmælingar (Sigurðsson o.fl., 2004). Sú rannsókn fór fram í nýgróðursettum asparskógi í Gunnarsholti á Rangárvöllum og þar hurfu einungis um 30% ársúrkomunnar út úr vistkerfinu með raungufun, en um 70% urðu eftir í jarðvegi og urðu aðgengileg til afrennslis. Skógurinn í Sandlækjarmýri er með margfalt meira laufflatarmál og hlutfallslega raungufunin frá honum því ríflega helmingi meiri. Niðurstöðurnar eru í nokkuð góðu samræmi við sambærilegar rann- sóknir erlendis, sem hafa sýnt að allt upp í 90% af úrkomu setjist á eða séu tekin upp af trjám í þéttum skógum og yfirgefi vistkerfið sem raungufun (Sun et al., 2008).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.