Rit Mógilsár - 2019, Side 62

Rit Mógilsár - 2019, Side 62
62 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Molta sem áburður á lerki og birki á Hólasandi Brynjar Skúlason1*, Pétur Halldórsson2 og Daði Lange Friðriksson3 1 Mógilsá, Rannsóknasvið Skógræktarinnar; 2Skógræktin; 3Landgræðslan *brynjar@skogur.is Útdráttur Hólasandur er eyðimörk norðan Mývatns, um 14.000 ha að stærð, þar sem unnið er að uppgræðslu. Hjá Moltu ehf. á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit falla til árlega um 3.000 tonn af moltu. Ákveðið var að skoða áhrif moltu á lifun og vöxt birkis og lerkis í uppgræðslu á Hólasandi. Moltan var prófuð sem áburður á trjáplönturnar bæði í bland við sandinn og ofan á sandinn. Til samanburðar var áburðargjöf með kjötmjöli, með tilbúnum áburði og viðmið með engum áburði. Lifun beggja trjátegunda var á bilinu 80%-100% og ekki marktækur munur á milli áburðarmeðferða. Notkun moltu hafði marktækt jákvæð áhrif á vöxt birkisins umfram viðmiðunarmeðferðir en hjá lerkinu voru allar áburðarmeðferðir marktækt betri en enginn áburður. Moltan sýndi sig að vera gagnlegur áburður á trjáplöntur á Hólasandi, sérstaklega á birki. Inngangur Hólasandur er eyðimörk norðan Mývatns, um 14.000 ha að stærð. Skipulegar land- græðsluaðgerðir á vegum Landgræðslunnar hófust um 1960 og fengu aukinn kraft árið 1993 að fumkvæði samtakanna Húsgulls á Húsavík með stuðningi frá Hagkaupum og Umhverfissjóði verslunarinnar (Stefán Skaftason og Andrés Arnalds, 2004). Þór Kárason (2017) tók saman yfirlit um árangur landgræðslu á Hólasandi með áherslu á vöxt og viðgang trjágróðurs. Á grundvelli úttektar á árangri leggur hann til aukna áherslu á gróðursetningu birkis og lerkis í svæðið. Hann bendir jafnframt á að ræktun lúpínu geti torveldað ræktun og landnám viðartegunda og skoða þurfi betur hvaða aðferðir séu árangursríkastar. Hjá Moltu ehf. á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit falla til árlega um 3.000 tonn af moltu (Kristján Ólafsson, munnleg heimild) sem getur m.a. nýst sem áburður til uppgræðslu. Ákveðið var að skoða áhrif moltunnar á lifun og vöxt birkis og lerkis sérstaklega og hvaða verklegar aðferðir við nýtingu hennar kæmu helst til greina. 1. mynd. Meðallifun birkis 2018 eftir 4 vaxtarsumur. 90% 92% 94% 96% 98% 100% Molta ofaná Molta blandað Kjötmjöl Tilbúinn áburður Enginn áburður

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.