Rit Mógilsár - 2019, Page 56

Rit Mógilsár - 2019, Page 56
56 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 þeir vaxtarminni. Hraður hæðarvöxtur hefur þar meiri áhrif en þvermálsvöxtur, en í þessari tilraun virðist nokkuð góð fylgni á milli hæðar og lífmassa (sjá 3. mynd). Sé reiknað meðaltal lífmassa eldri klóna borið saman við lífmassa klónanna úr víxlununum kemur í ljós að vöxtur nýju klónanna er mun betri en þeirra eldri. Meðaltal 17 gamalla klóna er 146 g af þurrefni á tré á meðan meðaltal 13 nýrra klóna er 230 g af þurrefni á tré. Þessi niðurstaða sýnir að kynbótaverkefnið hefur skilað verulegum árangri hvað varðar hraðan æskuvöxt. Vöxtur í klónasafni Vísbendingar um meiri vaxtarhraða nýrra klóna en þeirra eldri er einnig að finna í klónasafninu í Hrosshaga (4. mynd). Þar eru aðeins fjögur tré af hverjum klóni og í einni endurtekningu. Munurinn er þó svo sláandi mikill að útilokað er að hann stafi af tilviljun. Lítinn vöxt margra af eldri klónunum má vafalítið að einhverju leyti rekja til þess hve ryðnæmir þeir eru og kalgjarnir eftir ryðsumur. Það á alveg sérstaklega við um Kenaí-klónana Randa, Grund og Höllu. Keisari er einnig mjög viðkvæmur fyrir kali eftir ryð (er ekki á 4. mynd). Iðunn stendur ryðið betur af sér. Sæland, sem er nánast ryðlaus, vex einnig betur en hinir Kenaí-klónarnir. Mikill vaxtarhraði er kostur. Vaxtarlag er þó afar mikilvægt ef nýta á trén til bolviðarframleiðslu. Því miður eru vaxtarmestu klónarnir flestir grófir og stofninn ekki eins beinn og æskilegt væri. Kenaí-klónarnir og aðrir fíngerðir klónar eru ýmist hægvaxta eða eru ryðnæmir. Kolefnisbinding bestu klóna er umtalsverð. Hvert tré af Y16 hefur bætt við sig að meðaltali nálægt 5 kg af þurrefni á ári síðustu tvö árin sem gerir 9,2 kg CO2 á tré árlega. Ef miðað er við millibil 2x3 m rúmast 1.666 tré á hektara sem gerir þá um það bil 15 tonn CO2 á hektara á ári. Og til viðbótar má gera ráð fyrir 3-4 tonnum sem bindast í rótum og jarðvegi. Í skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands (2) sem gerð var fyrir sauðfjárbændur er reiknað með að skurðafylling geti komið í veg fyrir að 19,5 tonn af CO2 á hektara á ári losni úr framræstum 3. mynd. Lífmassi klónanna í tilrauninni. Röð þeirra á myndinni er sú sama og þegar þeim var raðað eftir minnkandi hæð frá vinstri til hægri. Hafa ber í huga að Súla, Sæmundur, S6, R9 og R5 voru aðeins í einni endurtekningu í tilrauninni.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.