Rit Mógilsár - 2019, Side 49

Rit Mógilsár - 2019, Side 49
R i t M ó g i l s á r | 49 Kolefni til sölu? Gunnlaugur Guðjónsson* og Pétur Halldórsson Skógræktin *gulli@skogur.is Útdráttur Mikilvægasta verkefni samtímans í umhverfismálum er að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda og þar er þáttur koltvísýrings (CO2) stærstur. Jafnframt er nauðsynlegt að binda eftir mætti eitthvað af þeim koltvísýringi sem hefur þegar verið losaður út í andrúmsloftið. Sömuleiðis eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að draga úr losun þegar í stað. Á meðan ekki verður hjá því komist að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið er skynsamlegt og nauðsynlegt að ráðast í mótvægisaðgerðir. Hagkvæmasta og öflugasta aðferðin sem völ er á til kolefnisbindingar er nýskógrækt. Vaxandi áhugi er á kolefnisbindingu með nýskógrækt hérlendis, jafnt meðal almennings og í atvinnulífinu. Til þess að koma megi upp virkum markaði með slíkar aðgerðir þarf að búa þeim áreiðanlegt og viðurkennt kerfi og tryggja vel að sú binding sem óskað er eftir verði að raunveruleika. Slíkum kerfum hefur sums staðar verið komið á, til dæmis í Bretlandi, og geta fyrirtæki og stofnanir nú keypt skógarkolefnis- ígildi og talið þau fram á móti losun starfsemi sinnar. Með hliðsjón af slíku bresku kerfi hafa nú verið unnin frumdrög að kerfi sem koma mætti á laggirnar á Íslandi. Það byggist í stuttu máli á því að stofnað er til skógarkolefnisígilda sem merkt eru „í bið“ þar til staðfest er að ræktun sé hafin sem binda muni koltvísýringstonn á móti keyptum skógarkolefnisígildum. Þá eru skógarkolefnisígildin orðin gild og meðan svo er má versla með þau eftir settum reglum. Með reglulegu millibili eru skógarkolefnis- ígildin staðfest af sérfræðingum og vottuð af til þess bærum óháðum aðilum. Þegar samningstíma viðkomandi skógarkolefnisígilda lýkur eru þau fyrnd og ekki hægt að versla með þau lengur. Kerfi sem þetta gæti orðið að veruleika á Íslandi áður en langt um líður þótt ekkert hafi verið ákveðið enn sem komið er.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.