Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Blaðsíða 10

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2020, Blaðsíða 10
 HINSEGIN DAGAR OFFICIAL SPONSOR www.omnomchocolate.comomnomchocolate Hinsegin bækur fyrir börn og unglinga Síðan Borgarbókasafnið tók við safni Samtakanna ’78 af hinsegin bókum árið 2014 hefur það jafnt og þétt aukið við safnkostinn og þá sérstaklega þegar kemur að barna- og unglingabókum. Þó að úrvalið geti alltaf verið betra er nú hægt að finna hinsegin bækur fyrir alla aldursflokka á öllum söfnum borgarinnar og auðvitað á Rafbókasafninu sem hefur verið í miklum vexti. Fyrstu unglingabækurnar á íslensku sem fjölluðu um samkynhneigð komu ekki út fyrr en á tíunda áratugnum, Vinir á vegamótum eftir Jan de Zanger og Bróðir minn og bróðir hans eftir Håkan Lindquist, báðar þýddar. Árið 2007 komu svo loksins út fyrstu íslensku ungmennabækurnar með hinsegin aðalpersónum, Strákarnir með strípurnar eftir Ingibjörgu Reynisdóttur og fyrsta bókin um Önnu eftir Jónínu Leósdóttur, Kossar & ólífur. Úrvalið á íslensku er því miður enn takmarkað en meðal bóka fyrir yngri aldurshópa má nefna Fjölskylduna mína eftir Ástu Rún Valgerðardóttur og Láru Garðarsdóttur um fjölbreytilegar fjölskyldur, Búðarferðina eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með kynsegin sögupersónu og Strákinn í kjólnum eftir hinn sívinsæla David Walliams. Þær eru auðvitað allar til á Borgarbókasafninu. Flestar hinsegin bækur safnsins fyrir börn og unglinga eru á ensku og þar á meðal eru margir vinsælir titlar. Meðal bóka um samkynhneigða unglinga má nefna Aristotle and Dante Discover the Secrets of the Universe, Fat Angie, The Music of What Happens sem kom út í fyrra og I'll Give You the Sun sem er einnig til í íslenskri þýðingu. Það þurfa ekki bara að vera til skáldsögur um ástina, We are the Ants er með vísindaskáldsögulegu ívafi, Girl Hearts Girl er frásögn höfundar af því að finna ástina á netinu og Darius the Great is Not Okay fjallar um amerísk-íranskan strák sem fer í heimsókn til Íran. Á Rafbókasafninu er líka hægt að fá fantasíuna Carry on og framhald hennar eftir Rainbow Rowell. Það má líka finna fleiri liti regnbogans í bókakosti safnsins. If I Was Your Girl eftir Meredith Russo fjallar um trans unglingstúlku sem er að fóta sig í nýjum skóla og My Dad Thinks I'm a Boy?! er sniðug bók fyrir yngri krakka um hvernig er að vera trans barn. Aðalpersóna None of the Above eftir I. W. Gregorio er intersex og þá bók má bæði nálgast á pappírsformi og Rafbóksafninu, ásamt Let's Talk About Love eftir Claire Kann um svarta stelpu sem er eikynhneigð og hvernig það hefur áhrif á ástalíf hennar. Nú er líka full ástæða til að hampa bókum svartra höfunda, Full Disclosure eftir Camryn Garrett fjallar um svarta stelpu sem er tvíkynhneigð og HIV-jákvæð. Proud er svo safn ljóða eftir höfunda unglingabóka sem spanna allt hinsegin litrófið. Meðal fræðibóka fyrir hinsegin ungmenni sem til eru á safninu má nefna Trans Teen Survival Guide eftir Uglu Stefaníu, formann Trans Íslands. Ekki má gleyma myndasögunum. The Prince and the Dressmaker eftir Jen Wang er hugljúf saga sem hentar öllum aldurshópum og sömuleiðis Lumberjanes- serían vinsæla sem er bæði til á Rafbókasafninu og innbundin. Heartstopper er svo ný myndasaga fyrir unglinga um Charlie sem fellur fyrir vini sínum Nick. Það má líka finna fræðibækur á því formi eins og A Quick & Easy Guide to they/them Pronouns og Queer and Trans Identities. Þetta er einungis lítill hluti af þeim barna- og unglingabókum sem snerta á hinsegin þemum og til eru á safninu. Þeim mun bara fjölga enda er sífellt meiri áhugi meðal yngri lesenda og foreldra þeirra á sögum um og eftir hinsegin fólk. Það er gaman að fá tækifæri til að hampa þessum bókum á Hinsegin dögum og vonandi verða þær til að hjálpa krökkum og unglingum að uppgötva eitthvað nýtt um sig sjálf og finna sögur sem þau tengja við. Guttormur Þorsteinsson bókavörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.