Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 14

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 14
Ég heiti Harpa Kristjana Steinþórsdóttir og ég er 18 ára. Ég hef verið að mæta í félagsmiðstöð Samtakanna ’78 í sirka 4 ár eða síðan ég var 14 ára. Fyrstu nokkur skiptin mín voru erfið og óþægileg en ég átti vinkonu sem var búin að vera að mæta í sirka ár á undan mér þannig að ég átti hálfgert öryggisnet á staðnum. Um leið og ég byrjaði að opna mig fyrir fólki á staðnum þá urðu þriðjudagar fljótt uppáhaldsdagarnir mínir. Ég var nýorðin 14 ára þegar ég kom út fyrir fyrstu manneskjunni sem var besta vinkona mín og tók hún því mjög vel, enda var ástæða fyrir því að hún var fyrsta manneskjan sem ég sagði frá. Nokkrum vikum eftir það kom ég út fyrir mömmu minni og nokkrum mánuðum seinna var ég byrjuð að mæta reglulega í 78. Árið 2017 var mjög erfitt ár fyrir mig og flutti ég þá frá mömmu minni til pabba míns. Þar átti ég erfitt með að mæla út hvernig hann myndi bregðast við því að ég Án félagsmiðstöðvarinnar væri ég ekki manneskjan sem ég er í dag. Ég væri leið og lokuð og á stað sem enginn unglingur ætti að vera. Takk Samtökin ’78 fyrir að gefa unglingum eins og mér stað til að vera þau sjálf og stað til að finna út úr því hvað það þýðir að vera maður sjálfur. Takk fyrir að gefa okkur stuðninginn. Takk fyrir allt. Ég heiti Salka Snæbrá, ég er 17 ára gömul og ég er samkynhneigð. Ég komst að þessu eftir mjög, mjög mikið af pælingum, ég var löngu komin út þegar ég áttaði mig á því að ég væri nú bara lesbía. Þegar ég var 13 ára (árið 2016) fór ég í gleðigönguna, eins og flest ár áður. En í þetta skiptið var það öðruvísi. Mér leið svo illa, á degi sem var venjulega svo fullur af gleði, sérstaklega fyrir mig sem hafði meira að segja fengið að vera í göngunni nokkrum sinnum. En þarna stóð ég, í miðri göngunni, og leið eins og að ég væri að ljúga að öllum í kringum mig. Ég var ekki þarna til að fagna sjálfri mér. væri ekki gagnkynhneigð. Ég vissi svo sem alltaf að hann myndi ekki hætta að elska mig eða eitthvað svoleiðis en ég var samt sem áður dauðhrædd. Síðan kom pride 2019 og ég fékk þá að vera á vagni í göngunni með félagsmiðstöðinni. Ég man eftir því að standa á vagninum með vinum mínum og bara finna ástina og stuðninginn í loftinu. Það er það sem gaf mér styrkinn til að koma loksins út fyrir pabba mínum. Það kvöld birti ég póst á Facebook og Instagram og sagði frá pride- reynslunni minni og kom út fyrir öllum í kringum mig. Ég veit fyrir víst að án miðstöðvarinnar og sjálfboðaliðanna sem starfa þar væri ég ennþá inni í skápnum fyrir mjög mörgum í lífi mínu og þessi staður og fólkið sem hittist þar mun alltaf eiga mjög stórt pláss í mínu hjarta. Fólkið er alltaf tilbúið til að hjálpa þér (Shoutout á Hrefnu sem hefur komið mér í gegnum svo marga erfiða hluti á síðustu árum.). Mér hefur aldrei liðið eins mikið eins og ég ætti stað í heiminum og þegar ég hitti fólkið mitt úr 78. Því að ég var þarna að styðja „þetta fólk“, ég var ekki ein af „þeim“. Ég kom út úr skápnum fyrir þáverandi vinahópnum mínum tíu dögum seinna, nokkrum vikum áður en ég byrjaði í áttunda bekk. Næsta ár var mögulega versta ár sem ég hef gengið í gegnum hingað til, það er erfitt að koma út úr skápnum í áttunda bekk. Ef einhver hefði sagt litlu mér að ég mætti sko alveg pæla í því að ég væri kannski lesbía hefði ég kannski bjargað mér frá næstu þremur árum, þar sem ég neyddi sjálfa mig til þess að vera hrifin af öllum strákum sem ég sá. Þetta var vegna gagnkynhneigðra viðmiða sem ég hafði samþykkt að ég myndi þurfa að uppfylla. Vissulega laðaðist ég að stelpum, en ég myndi nú örugglega giftast manni, svo þetta var allt í lagi. Ég var sko ekkert lesbía, mér fannst stelpur bara milljón sinnum fallegri, skemmtilegri og áhugaverðari en strákar. Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig ég væri ef þessi viðmið væru ekki svona ótrúlega áberandi í umhverfinu 14

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.