Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 15

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 15
okkar. Kynfræðslan og einfaldlega tungumálið sem er notað um kyn, kynlíf og kynhneigð í grunnskólum ýtir mjög svo undir þessa jaðarsetningu. Þegar það var talað um hinsegin fólk í kynfræðslutímunum í grunnskólanum mínum var alltaf talað um okkur eins og enginn af okkur væri samt þannig. Ég var bara ein lína í náttúrufræðibókinni minni, því að allt mitt kom þessu greinilega ekki við. Ég lærði að setja smokk á banana en enginn sagði mér frá því sem er í boði fyrir fólk eins og mig. Af hverju er ég alltaf spurð að því hvort að ég eigi kærasta en ekki kærustu? Þessi ályktun sem allir virðast draga, að maður sé gagnkynhneigður og sískynja, er löngu orðin úrelt, af hverju þarf fólk alltaf að búast við þessu? Því að þó að ég sé löngu komin út úr skápnum er ég samt alltaf að koma út úr skápnum. Þegar ég var 14 ára fór ég á opnun hjá Hinsegin félagsmiðstöðinni, sem var þá ungliðahreyfing Samtakanna ’78. Þetta var fyrsti staðurinn þar sem mér fannst ég tilheyra. Ég var ekki lengur skrýtin og öðruvísi, ég var bara ég og allir hinir voru bara þau sjálf líka. Ég átti loksins heima einhvers staðar. Það er líklegast það sem bjargaði mér, því að þó ég væri alveg ótrúlega stolt af því að vera komin út fannst mér enginn í mínu nærumhverfi skilja mig. Eftir að ég byrjaði að hitta svona mikið af hinsegin unglingum breyttist allt. Ég er búin að læra svo mikið um þetta ótrúlega fallega samfélag sem ég er svo heppin að fá að vera hluti af. Það að mín kynslóð sé fyrsta kynslóðin sem fær þetta rými er svo ótrúlega mikilvægt, því við fáum að vera frumkvöðlar. Án Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar væri svo margt sem ég hefði ekki. Þessir krakkar eru fjölskyldan mín. Það er ekki hægt að tala um félagsmiðstöðina án þess að tala um Hrefnu. Hrefna er manneskjan sem ýtti mér út úr skelinni. Hún sér um félagsmiðstöðina okkar og alla krakkana sem koma þangað. Hún og sjálfboðaliðarnir eru svo ótrúlega flott og sterkt fólk og ég get tekið þau öll mér til fyrirmyndar. Að lokum vil ég í raun þakka þeim fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig. Takk fyrir að hjálpa mér að vera ég. Hæ ég heiti Saga, ég er 16 ára og nota fornafnið hann. Ég elska kærustuna mína og Killing Eve, Killing Eve er þáttaröð um tvær konur sem eru að elta hvor aðra (ein er leigumorðingi, ein er rannsóknarlögreglukona) og svo verða þær helteknar og ástfangnar af hvor annarri. Mér þykir mjög vænt um Samtökin og ég hlakka alltaf til þess að koma í hverri viku, ég hitti bestu vini mína þar og þetta er staður þar sem ég get verið ég sjálfur, notað fornöfnin sem mér líkar við og klætt mig eins og ég vil. Þegar ég fann út að ég væri nonbinary þá hræddi það mig en að hafa stuðningshóp (bæði vini og fólkið sem vinnur þarna) hjálpaði mér að koma út. Ég held að án þess hefði ég aldrei komið út úr skápnum og þá væri vanlíðan mín mun meiri. Í skólanum samþykkja mig ekki allir en ég veit að þegar ég kem í Samtökin er þetta safe space þar sem ég get verið ég sjálfur. ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur Rakel Silja, hún, 15 ára. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Man ekki hvenær, man að ég var mjög ung. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? Nei. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Fyrsta gleðigangan var með litlu systur minni, ég man lítið eftir því en ég get sagt þér frá göngunni í fyrra. Ég man að við vorum að gera vagninn og það var svo gaman og allir voru svo almennilegir og hæfileikaríkir. Það var svo æðislegt að horfa á alla og sjá fjölskylduna og vera með öllum vinum sínum á vagninum og bara að dansa og hafa gaman. Hvers vegna gengur þú? Mér finnst að allir megi elska þann sem þeir vilja. 15

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.