Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 25

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 25
Hin Hýra djasselskandi jómfrú Veitingastaðurinn Jómfrúin við Lækjargötu hefur um árabil verið eftirlæti margra. Allt frá upphafi hefur hún verið griðastaður hinsegin fólks og á síðari árum einnig stutt duglega við bakið á Hinsegin dögum í Reykjavík. Það var Jakob Jakobsson, heimsins fyrsta karlkyns smurbrauðsjómfrú, sem opnaði Jómfrúna árið 1996 og rak hana ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Guðjónssyni, til ársins 2015 þegar sonur hans, Jakob Jakobsson yngri, tók við keflinu. Þó að ást Jómfrúarinnar á sínum hýrustu gestum (og ísköldu ákavíti) sé óbilandi er það djassinn sem á hug hennar og hjarta yfir björtustu sumarmánuðina. Alla laugardaga í júní, júlí og ágúst fyllist Jómfrúargarðurinn því af seiðandi djasstónlist sem flutt er af landsliði tónlistarfólks. Þetta sumarið koma þar fram Skuggatríó Sigurðar Flosasonar, Ari Bragi Tómasson, Latínband Tómasar R., Bjössi Thors og Unnur Birna, Kristjana Stefáns og Ife Tolentino, Una Stef og þannig mætti áfram telja. Jómfrúargarðurinn er umlukinn þéttri miðborgarbyggð með lágreistum húsum til suðurs og því skjólsæl og sólrík paradís á björtum sumardögum. Lítið danskt fríríki sem býður upp á sumarstemmingu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! jómfrúin: THe queer jazz lover in reykjavik For years the restaurant Jómfrúin has not only attracted a large group of LGBT+ guests but also been a proud supporter of Reykjavik Pride. Founder Jakob Jakobsson, the first man in the world to graduate as a “smørrebrødsjomfru”, operated Jómfrúin with his husband until 2015 when his son, Jakob Jr., took over. On a sunny summer day the backyard of Jómfrúin is a real paradise which could explain why some of Iceland’s best musicians show up there every Saturday in June, July and August to play live jazz music – something that’s truly worth experiencing!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.