Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 26

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2020, Síða 26
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn Sigga Birna, hún. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Ætli það hafi ekki verið 2000, en þá tók ég þátt í að skipuleggja gönguna og það var mikið ævintýri. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? Já, ég hef bæði horft á og gengið í New York Pride, eitt árið gekk ég með Samtökunum í NYC en vinur minn var ráðgjafi þar um tíma. Það var trúlega árið 2001 og mikil upplifun. Eins var mér boðið að taka þátt í Euro Pride í Osló árið 2005 fyrir hönd stjórnar Hinsegin bíódaga sem voru nokkuð öflugir á þeim tíma. Það var ótrúlegt ævintýri þar sem heiðursgestur Euro Pride það árið var Ian McKellen og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera með honum í kvöldverðarboði. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Ætli það sé ekki atriðið okkar í gleðigöngunni 2007 en þá klæddum við vinkonurnar okkur upp sem húsmæður og vorum með lítinn vagn sem við kölluðum „Hexodus“ og tókum kaldhæðnina á Exodus-samtökin sem voru í því að „afhomma“ fólk á þeim tíma. Við lékum drukknar húsmæður á valíum og dreifðum „valíum“ og áróðri í allar áttir með klósettbursta og rjómasprautur á lofti. Hvers vegna gengur þú? Ég geng vegna þess að sýnileiki er gífurlega mikilvægur og við höfum alls ekki náð að útrýma fordómum og þekkingarleysi á Íslandi. Hinsegin ungmenni t.d. verða enn fyrir miklu áreiti í skólum og eru líklegri til að upplifa vanlíðan og kvíða. Þrátt fyrir að samkynhneigðir séu orðnir nokkuð öruggir í okkar samfélagi eru margir aðrir hópar innan hinsegin samfélagsins sem ekki upplifa sama öryggi og skilning meðal almennings, má þar t.d. nefna kynsegin fólk, trans fólk og eikynhneigða. Eins er mjög mikilvægt fyrir mig að barnið mitt upplifi fjölbreytileikann og stoltið sem fylgir því að vera hluti af hinsegin fjölskyldu. VIÐBURÐUR / EVENT HINSEGIN SÖGUGANGA – SÖGUR UM SÝNILEIKA A QUEER HISTORICAL WALK Gangan leggur af stað frá horni Skólavörðustígs og Laugavegs, 4. ágúst kl 18 Corner of Skólavörðustígur and Laugavegur, August 4th, 6-7 pm Stutt gönguferð um miðborgina þar sem sögu hinsegin fólks á Íslandi er haldið í heiðri. Þema göngunnar í ár er sýnileiki. Sýnileiki hinsegin fólks er mikilvægur þáttur í réttindabaráttunni og sagðar verða sögur af stórum og smáum skrefum sem hafa leitt til aukins sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Gangan tekur um klukkustund og endar við Listasafn Reykjavíkur þar sem opnunarhátíð Hinsegin daga hefst kl. 19:00. Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku A short walking tour around the city centre celebrating the visibility of queer people in Reykjavík and the importance of visibility in the fight for equal rights. The walk takes approx. one hour and concludes in front of Listasafn Reykjavíkur where the Opening Ceremony will be held. FREE ADMISSION, THE EVENT IS IN ICELANDIC KAUPFÉLAG HINSEGIN DAGA OG UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ PRIDE STORE AND SERVICE CENTER Forsala miða er til 1. ágúst. Kaupfélagið er í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi Pre-sale priced tickets available until August 1st. The Pride store is located in Reykjavik Art Museum, Hafnarhús Opnunartími: þriðjudaginn 4. ágúst 11:00 – 17:00 miðvikudaginn 5. ágúst 11:00 – 17:00 fimmtudaginn 6. ágúst 11:00 – 17:00 föstudaginn 7. ágúst 11:00 – 17:00 laugardaginn 8. ágúst 11:00 – 15:00 Opening hours: Tuesday August 4th 11 – 5 pm Wednesday August 5th 11 – 5 pm Thursday August 6th 11 – 5 pm Friday August 7th 11 – 5 pm Saturday August 8th 11 – 3 pm 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.